Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 65
iði hafa mest áhrif — mjög góð loðnu- vertíð, veruleg aukning í framleiðslu og sölu rækjuafurða, mikil aukning í karfaveiðum íslenskra skipa utan landhelgi og aukin umsvif í viðskiptum við erlend útgerðarfyrirtæki. Hins vegar á fiskiðnaður á íslandi við mikla erfiðleika að etja vegna sam- dráttar í þorskveiðum, en þorskurinn er okkar mikilvægasta fisktegund. Fyrirtækin hafa mörg átt í viðræðum og erfiðum samningum um samein- ingu og hagræðingu til að bregðast við þessum vanda. 2. Næsta ár leggst vel ímig og við hjá S.H. munum halda áfram á sömu braut. Við stefnum að því að auka verðmætasköpun í framleiðslunni og styrkja viðskipti við innlenda og er- lenda aðila en vitum auðvitað ekki hvað verður um happdrættisvinninga eins og loðnu- og karfaveiðar. En í íslenskum fiskiðnaði eru ýms- ar blikur á lofti því að á næsta ári verður enn verulegur samdráttur í þorskveiðum,“ sagði Friðrik Pálsson. Matvælaiðnaður: GUÐLAUGUR BJÖRGVINSSON, FORSTJÓRI MJÓLKUR- SAMSÖLUNNAR 1. Hvað Mjólkursamsöluna varðar þá minnist ég helst aukinnar umræðu og aðgerða sem svörun við þeim miklu breytingum sem eru að verða á markaðnum. Leyfilegur innflutningur mjólkurvara mun hafa djúpstæð áhrif og undirbúningur vegna þess því afar mikilvægur. Rík áhersla hefur verið lögð á hagræðingu innanhúss (gæða- stjórnun), vöruþróun og kynningar- mál. Ennfremur höfum við stutt mál- efni þar sem öll þjóðin á hagsmuna að gæta, svo sem átakið „ísland, sækj- um það heim“ og nú síðast „Islenska er okkar mál“. Við munum halda sliLu áfram ef afkoma leyfir. Þar sem við tölum um einkennandi atburði verður ekki litið fram hjá þeirri miklu um- ræðu sem farið hefur fram um eignar- hald Mjólkursamsölunnar og þá eink- um við Kaupfélag Borgfirðinga. Ým- islegt bendir þó til að þau mál muni leysast farsællega fyrr en seinna. 2. Afkoma Mjólkursamsölunnar ræðst að hluta af efnahagsástandinu hverju sinni. Mjólkurafurðir teljast þó einar af grunnþörfunum og erum við því síður háð efnahagssveiflum þjóð- arbúsins en mörg önnur fyrirtæki. Kaupmáttur fólks, þá helst barnafjöl- skyldna, skiptir okkur samt miklu og er hann því miður allt of rýr. Ég sé ekki fyrir neinar stórkostlegar breyt- ingar þar á, til þess virðist skorta auk- inn þrótt og nýsköpun í atvinnulífið og afkoma þjóðarbúsins lofar heldur ekki góðu. Hæfileg bjartsýni er þó nauð- syn og ég trúi því að hægt og sígandi komumst við upp úr þeim öldudal sem einkennt hefur efnahagslífið undan- farið,“ sagði Guðlaugur hjá Mjólkur- samsölunni. Hótel og veitingahús: KONRÁÐ GUÐMUNDSSON, HÓTELSÖGU 1. „Mikil aukning varð í komu er- lendra ferðamanna til landsins á árinu 1994 en afkoma fyrirtækja í ferða- þjónustu jókst ekki í sama hlutfalli. Ástæðan er sú að virðisaukaskattur var lagður á greinina um sl. áramót og því gjaldi var ekki velt út í verðlagið. Það kom því ekkert meira í kassann hjá okkur. 2. Miðað við bókanir um áramót má búast við því að næsta ár verði jafn gott og þetta hvað varðar komu er- lendra ferðamanna til landsins. Við höfum lagt áherslu á markaðssetn- ingu fyrir aðra mánuði ársins en mesta annatímann, frá júní til ágúst, þegar um 60% af viðskiptunum eiga sér stað. Efnahagur landanna í kring- um okkur er góður um þessar mundir og þegar allt er eðlilegt í þeim efnum megum við eiga von á góðu ári, “ sagði Konráð Guðmundsson. Guðlaugur Björgvinsson, M.S.: „Virðist skorta aukinn þrótt og nýsköpun í atvinnulífið. “ Konráð Guðmundsson, Hótel Sögu: „Aukning varð á komu ferðamanna en afkoma fyrirtækja íferðaþjónustu batnaði ekki og ber virðisaukaskatturinn sök á því. “ Sigurður Helgason, Flugleiðum: „Erlendum ferðamönnum mun fjölga áfram á árinu 1995. “ 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.