Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 17
Sighvatur Bjarnason, 32 ára framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og stjómarformaður SÍF,
sjöunda stærsta fyrirtækis á íslandi. Dómnefnd Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 hefur valið hann mann ársins í íslensku
atvinnulífi árið 1994.
laun annarra stjórnenda í fyrirtækinu.
Hann er leiðtogi fremur en hefðbund-
inn stjómandi. Áræðni hans hefur
smitað út frá sér. Samhliða útsjónar-
semi hefur hann líka reynst heppinn,
eins og á síðustu loðnuvertíð. Það fer
oft saman.
Hann hefur tilneyddur tekið óvin-
sælar ákvarðanir gagnvart vinum og
vandamönnum sem er erfitt verk f
svo litlu samfélagi sem Vestmanna-
eyjar em. Frændgarðurinn er tvístr-
aður og stór hluti hans talar hvorki við
hann né íjölskyldu hans.
En hann hefur líka eignast nýja vini,
ekki síst á meðal hundruða starfs-
manna Vinnslustöðvarinnar sem
haldið hafa atvinnunni á tímum at-
vinnuleysis — þau eru mörg heimilin
sem í Eyjum sem byggja afkomu sína
á tilvist fyrirtækisins.
í raun þurfti hann ekki að koma sér
í þessa aðstöðu. Hann var fram-
kvæmdastjóri dótturfyrirtækis SÍF í
Suður-Frakklandi, NordMome,
þegar kallið kom frá Eyjum. Hann var
þar í góðu, áhugaverðu, „vinsam-
legu“ og vel launuðu starfi og búinn að
tvöfalda umsvif NordMome. Fjöl-
skyldunni leið vel; ungt fólk sem undi
hag sínum í framandi umhverfi og
góðu veðri í Suður-Frakklandi og
hugðist búa þar áfram næstu fimm
árin.
Eflaust hefði verið miklu þægilegra
að vera áfram í Frakklandi, laus við
erfiðar ákvarðanir og geta ekki hlíft
neinum í viðleitni við að bjarga fyrir-
tæki í nánast vonlausri stöðu í litlu
samfélagi. En kallið kom frá Eyjum,
„blóðböndin toguðu í hann“.
Föðurafi hans og alnafni, Sighvatur
Bjarnason, stofnaði Vinnslustöðina
ásamt mörgum öðrum, meðal annars
móðurafa Sighvats yngra, Guðlaugi
Gíslasyni, fyrrum alþingismanni.
DRIFKRAFTUR í
BERNSKUMINNINGUNUM
Sighvatur neitar því ekki að hluti af
drifkrafti hans við að bjarga fyrirtæk-
inu felist í þeim bemskuminningum
þegar hann, ungur snáðinn, gekk oft
með afa sínum um athafnasvæði fyrir-
tækisins. Það myndaðist strengur.
Aldarfjórðungi síðar vildi hann ekki
sjá lífsstarf afa síns í rústum. Lífs-
starfið lifir núna þótt fjölskyldan hafi
selt hlut sinn í fyrirtækinu til að
tryggja því nýtt fjármagn svo það yrði
stöndugra.
Sighvatur segist ekki ætla að verða
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar um aldur og ævi, hins vegar hafi
hann lofað stjóm þess að stýra fyrir-
tækinu næstu fimm árin. Og vel á
minnst; hann er þegar byrjaður að
kaupa hlutabréf á almennum markaði í
fyrirtækinu. „Áhættusamt en góð
ábatavon," eins og hann orðar það.
17