Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 52

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 52
NÆRMYND / Frosti Bergsson, forstjóri H.P. á Islandi, í nærmynd: SÖLUMAÐUR FRAM í FINGURGÓMA / Frosti Bergsson, forstjóri H.P. á Islandi hefur selt tölvur í um tuttugu ár. Hann er enda stundum kallaður Nestor íslenskra tölvugrúskara Hrosti Bergsson er vaxandi afl í íslensku viðskiptalífi. Hann haslaði sér völl meðal vaskra forstjóra þegar hann setti á stofn fyrirtækið HP á Islandi hf. fyrir nokkrum árum. Eins og skammstöf- unin á nafninu bendir til er þetta um- boðsfyrirtæki Hewlett Packard á ís- landi en Hewlett Packard framleiðir tölvur og reiknivélar og er virt amer- ískt gæðamerki. í höndum Frosta, sem er einn aðal- eigandi ogforstjóri fyrirtækisins, hef- ur fyrirtækið vaxið og dafnað hægt og rólega. Það var í 7. sæti á lista yfir stærstu fyrirtæki í þessari grein á lista Frjálsrar verslunar. Þar kemur fram að velta fyrirtækisins jókst um 20% árið 1993 og nam 421.6 milljónum. Veltan á þessu ári, 1994, verður væntanlega um 500 milljónir og arðsemi eigins- fjár um 30% eins og raunar hef- ur verið að jafnaði frá 1991. Tólf starfsmenn unnu hjá HP á ís- landi hf. og þeir höfðu að með- altali 3.2 milljónir í árslaun en alls námu launagreiðslur 38.9 milljónum og kemst HP inn á lista yfir þá sem greiða hæst laun en ekki inn á lista yfír stærstu fyrirtækin. Launa- greiðslur og fjöldi ársverka juk- ust verulega milli ára í áður- nefndu yfirliti eða um 20-30%. Frosti Bergsson fæddist í Kópavogi 30. desember 1948 og telst því vera í merki Steingeitar- innar. í stjömukorti hans eru Sól, Tungl, Merkúr og Mars í merki Steingeitar. Þetta segja fræðin að sé varkár, lokaður og formfastur fram- kvæmdamaður sem leggi áherslu á skipulag og aðhyllist hefðbundin gildi. NÆRMYND Frosti ólst upp í Kópavogi ásamt Víðihvamminum í Valdimar, bróður sínum,f. 1953 og systur, Önnu Rós f. 1961. Þeir bræður hafa báðir orðið athafnamenn því Valdimar stofnaði og rak í 11 ár Kökubankann í Hafnarfirði Frosti er fæddur 30. desember 1948. Hann ólst upp í Hvömmunum í Kópavoginum. Hann hefur verið í tölvubransanum í um tuttugu ár, fyrst hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð en síðustu tíu árin hefur hann selt Hewlett Packard tölvur á íslandi. en seldi þann rekstur og starfar nú hjá Gunnars Majonesi sem tengdafor- eldrar hans eiga og reka. BÚFRÆÐINGUR 0G PÍPARI Foreldrar Frosta eru Bergur 0. Haraldsson sem er fæddur á Frost- astöðum í Skagafirði en kom ungur maður til Reykjavíkur með búfræði- próf frá Hólum upp á vasann. Hann lærði pípulagnir og hefur unnið í ára- tugi fyrir íslenska aðalverktaka. Hann er einn af eigendum Samein- aðra verktaka og hefur verið stjórnar- formaður þess fyrirtækis undanfarin ár eftir að hafa stýrt vatnsvirkjadeild fyrirtækisins um árabil. Eiginkona hans er Kristín L. Valdimarsdóttir sem er ættuð af Vestfjörðum, dóttir Valdimars Sigvaldasonar sem lengi bjó á Blámýrum í Ög- urhreppi. Frosti Bergsson gekk í Gagnfræðaskóla Kópavogs og lauk þaðan prófi 1964. Þaðan lá leiðin í símvirkjanám og síðan í tækninám. Hann lauk prófi úr Tækniskóla íslands árið 1972 og hélt síðan til Danmerkur í frekara nám og útskrifaðist frá Tækniháskólanum í Árósum 1974 með próf í rafeindatækni- fræði. TEXTI: PALL ASGEIRSSON MYNDIR: KRISTJAN EINARSS0N FÓR HROLLUR UM ANDSTÆÐINGANA Þegar Frosti var að alast upp 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.