Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 52
NÆRMYND / Frosti Bergsson, forstjóri H.P. á Islandi, í nærmynd: SÖLUMAÐUR FRAM í FINGURGÓMA / Frosti Bergsson, forstjóri H.P. á Islandi hefur selt tölvur í um tuttugu ár. Hann er enda stundum kallaður Nestor íslenskra tölvugrúskara Hrosti Bergsson er vaxandi afl í íslensku viðskiptalífi. Hann haslaði sér völl meðal vaskra forstjóra þegar hann setti á stofn fyrirtækið HP á Islandi hf. fyrir nokkrum árum. Eins og skammstöf- unin á nafninu bendir til er þetta um- boðsfyrirtæki Hewlett Packard á ís- landi en Hewlett Packard framleiðir tölvur og reiknivélar og er virt amer- ískt gæðamerki. í höndum Frosta, sem er einn aðal- eigandi ogforstjóri fyrirtækisins, hef- ur fyrirtækið vaxið og dafnað hægt og rólega. Það var í 7. sæti á lista yfir stærstu fyrirtæki í þessari grein á lista Frjálsrar verslunar. Þar kemur fram að velta fyrirtækisins jókst um 20% árið 1993 og nam 421.6 milljónum. Veltan á þessu ári, 1994, verður væntanlega um 500 milljónir og arðsemi eigins- fjár um 30% eins og raunar hef- ur verið að jafnaði frá 1991. Tólf starfsmenn unnu hjá HP á ís- landi hf. og þeir höfðu að með- altali 3.2 milljónir í árslaun en alls námu launagreiðslur 38.9 milljónum og kemst HP inn á lista yfir þá sem greiða hæst laun en ekki inn á lista yfír stærstu fyrirtækin. Launa- greiðslur og fjöldi ársverka juk- ust verulega milli ára í áður- nefndu yfirliti eða um 20-30%. Frosti Bergsson fæddist í Kópavogi 30. desember 1948 og telst því vera í merki Steingeitar- innar. í stjömukorti hans eru Sól, Tungl, Merkúr og Mars í merki Steingeitar. Þetta segja fræðin að sé varkár, lokaður og formfastur fram- kvæmdamaður sem leggi áherslu á skipulag og aðhyllist hefðbundin gildi. NÆRMYND Frosti ólst upp í Kópavogi ásamt Víðihvamminum í Valdimar, bróður sínum,f. 1953 og systur, Önnu Rós f. 1961. Þeir bræður hafa báðir orðið athafnamenn því Valdimar stofnaði og rak í 11 ár Kökubankann í Hafnarfirði Frosti er fæddur 30. desember 1948. Hann ólst upp í Hvömmunum í Kópavoginum. Hann hefur verið í tölvubransanum í um tuttugu ár, fyrst hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð en síðustu tíu árin hefur hann selt Hewlett Packard tölvur á íslandi. en seldi þann rekstur og starfar nú hjá Gunnars Majonesi sem tengdafor- eldrar hans eiga og reka. BÚFRÆÐINGUR 0G PÍPARI Foreldrar Frosta eru Bergur 0. Haraldsson sem er fæddur á Frost- astöðum í Skagafirði en kom ungur maður til Reykjavíkur með búfræði- próf frá Hólum upp á vasann. Hann lærði pípulagnir og hefur unnið í ára- tugi fyrir íslenska aðalverktaka. Hann er einn af eigendum Samein- aðra verktaka og hefur verið stjórnar- formaður þess fyrirtækis undanfarin ár eftir að hafa stýrt vatnsvirkjadeild fyrirtækisins um árabil. Eiginkona hans er Kristín L. Valdimarsdóttir sem er ættuð af Vestfjörðum, dóttir Valdimars Sigvaldasonar sem lengi bjó á Blámýrum í Ög- urhreppi. Frosti Bergsson gekk í Gagnfræðaskóla Kópavogs og lauk þaðan prófi 1964. Þaðan lá leiðin í símvirkjanám og síðan í tækninám. Hann lauk prófi úr Tækniskóla íslands árið 1972 og hélt síðan til Danmerkur í frekara nám og útskrifaðist frá Tækniháskólanum í Árósum 1974 með próf í rafeindatækni- fræði. TEXTI: PALL ASGEIRSSON MYNDIR: KRISTJAN EINARSS0N FÓR HROLLUR UM ANDSTÆÐINGANA Þegar Frosti var að alast upp 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.