Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 40

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 40
ARAMOTAHEIT vernd er ríkari þegar böm eru á fram- færi eða greiðslubyrði þung. Flestir hafa þann háttinn á að lækka líftrygg- ingarfjárhæðina þegar skuldir minnka en hækka þá um leið greiðslur í líf- eyrissjóði. Þetta er samspil líftrygg- ingar og eigin lífeyrissjóðs. Framtíðarsýnin er sú að skuldir heimilanna minnki ekki á næstu árum. Og verði áframhaldandi lítill hagvöxt- ur hér á landi mun greiðslubyrðin heldur ekki minnka. Þess vegna er það kjörið áramótaheit að fá sér líf- tryggingu - eða að hækka hana sé hún of lág. Við minnum fólk í eigin atvinnu- rekstri á - og alla aðra líka - að í boði eru svonefndar tekjutryggingar sem tryggja stóran hluta af núverandi launum til 60 eða 65 aldurs komi til heilsubrests. Auðvitað eru þetta mjög sniðugar tryggingar sé heimilið skuldum vafið og framfærsla fjöl- skyldunnar þung. Auk þessa eru hjá flestum trygg- ingafélögunum í boði hefðbundnar sjúkra- og slysatryggingar fyrir fólk í eigin atvinnurekstri; tryggingar sem atvinnurekendur sjá annars um fyrir launþega samkvæmt kjarasamning- um. Niðurstaðan er þessi: Vertu með þína eigin forsjá í fjármálum. Það eru fleiri fiskar í sjónum í persónutrygg- ingum en þú gerir þér grein fyrir. Ef þú ert skuldugur og framfærir stórri ijölskyldu er áramótaheitið gull- tryggt, kauptu að minnsta kosti líf- tryggingu strax á nýju ári. 4. STUNDAÐU HEILSURÆKT W Áramótin erii úpplögð til að strengja þess heit að byrja í líkams- rækt og ná upp góðu úthaldi. Mikil vinna stjómenda krefst góðs úthalds og líkamlegs styrks. Erlendis hafa margir stjómendur brunnið út í starfi fyrir aldur fram vegna þess að þeir gleymdu sjálfum orkugeymnum - að hlaða batteríin með reglubundum líkamsæfingum og vera í líkamlega góðu formi. Það að hefja reglubundnar Ukams- æfingar er annað og meira en gamla góða áramótaheitið um að ná af sér jólafitunni. Gott líkamlegt form gefur stjómendum meiri kraft í vinnu, þeir eru sneggri og hafa úthald fyrir langan vinnudag - dögum og vikum saman. Hugmyndaauðgi eykst líka. Hug- myndir fæðast síður hjá stjómendum sem er sljóir og þreyttir. Og vilji svo til að þeir fái góða hugmynd getur langvarandi þreyta orðið til þess að þeir koma hugmyndinni ekki í verk. Þeir nenna því ekki. Þá vantar fítons- kraftinn. Það er vísbending um að þeir geti misst starf sitt hvenær sem er. Stjómunarstörf byggjast mjög á Stjórnendur munu alltafþurfa ab vinna meira en aðrir. Þess vegnaþurfa þeir að hafa gott útkald og vera líkamlega vel á sig komnir [f©OS© Skjalaskápar íslendingar þekkja þá Fást bæði í DIN A4 og folio stærðum S afgæðunum S afverðinu s af endingunni Verð kr. m.vsk. 4 skúffu skápur 23.879,00 3 skúffu skápur 21.912,00 2 skúffu skápur 19.410,00 <j|t> H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT Sundaborg 9 - s. 812499 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.