Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 48

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 48
MARKAÐSMAL Ólafur Ingi Ólafsson talar um áframhaldandi djúpa lægð í gerð sjón- varpsauglýsinga. „Sú lægð á sér fyrst of fremst efnahagslegar forsendur. Nú er svo komið að auglýsendur eiga á hættu að íslenskir kvikmyndagerð- armenn dragist aftur úr, sérstaklega hvað varðar tækjakost. Það er afar alvarlegt á sama tíma og áhugi er- lendra aðila á því að nota ísland og íslenska kvikmyndagerðarmenn við auglýsingagerð hefur aldrei verið meiri en það voru verkefni að utan sem héldu kvikmyndagerðarfyrir- tækjunum á floti í sumar. Við höfum ennþá góða fagmenn, lágt verð og góðar aðstæður. Okkur skortir hins vera meiri stórhug þeirra sem taka ákvarðanir um gerð íslenskra sjón- varpsauglýsinga." Ólafur Ingi segir tölvuna svífa yfir vötnunum hvað varðar auglýsingagerð fyrir prent- miðla. „Hönnuðir leita frekar að tölvulausnum en hugmyndum. í augnablikinu virðast tölvu„trikkin“ bera hugmyndirnar ofurliði en okkur er nokkur vorkunn því viðskiptavin- urinn er oftast tilbúinn til að greiða meira fyrir handverk en hugverk!“ Helgi Helgason hjá Góðu fólki segir árið 1994 með afbrigðum lélegt hvað varðar hugmyndaauðgi í auglýs- ingafaginu. Þar finnst honum vanta metnað og segir það bæði eiga við um auglýsingastofumar og viðskipavini þeirra. „Viðskiptavinir stofanna gera allt of litlar kröfur um hugmynda- vinnu, þeir vilja „snotrar og öruggar auglýsingar" í stað þess að sýna þor. Hugmyndin er hins vegar lykill að ár- angri en sökin er ekki einvörðungu viðskiptavinanna heldur liggur hún ekki síður hjá stofunum sem, að mínu mati, horfa allt of mikið á ný tæki og tól og það að sleppa sem ódýrast frá verkinu. Fyrir vikið er allt of oft unnið að einstökum bráðabirgðalausnum í stað þess að hugsa fram á við strax í I„Fyrir vikið er allt of oft unnið að einstökum bráðabirgðalausnum í stað þess að hugsa fram á við strax í byrjun og finna hugmyndalegan farveg sem hægt er að prófa áfram. Þegar upp er staðið tapa allir á þessum ódýru en öruggu auglýsingum. Meginverkefni auglýsingafagsins verður að vera að hamra á mikilvægi hugmyndaauðgi og frumlegheitum til þess að auglýsing veki athygli. “ — Helgi Helgason hjá Góðu fólki Á meðal kærustu verkefna 1994 Frá YDDU Herferðin Keppni í heppni fyrir Happdrætti Háskólans. Frá ÍSLENSKU AUGÝSINGASTOFUNNI Kynning á íslandi í tímaritum erlendis. Frá GRAFÍT Nýtt heildarútlit fyrir Svala frá Sól. 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.