Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 29
lækka skuldir. í lok ársins var farið fram á það við Sölumiðstöðina að hún keypti 75% af eign Vinnslustöðvar- innar í Sölumiðstöðinni eða hefði for- göngu um söluna til annarra félags- manna. Hluturinn er um 160 milljónir. Jafnframt var Sölumiðstöðinni eða dótturfyrirtækjum hennar boðið að kaupa hlutafé í Vinnslustöðinni. Eitt lá á hreinu, Vinnslustöðin var að leita allra leiða til að auka hlutafé og grynnka á skuldum. „Innan Sölumiðstöðvarinnar var enginn áhugi ekki síst vegna óhent- ugs fordæmisgildis sem kaupin fælu í sér. Við urðum því að finna aðra kaup- endur og leituðum leiða. Snemma í haust var ég staddur á Spáni þegar faðir minn fór til Reykjavíkur og heim- sótti bróður minn sem starfar hjá Is- lenskum sjávarafurðum. Hann leit inn til hans í vinnuna og hitti í leiðinni Benedikt Sveinsson, forstjóra ís- lenskra sjávarafurða. Faðir minn spurði hann hvort fyrirtækið hefði áhuga á að kaupa hlut sinn í Vinnslu- stöðinni. Benedikt tók vel í það og kom það mér satt að segja á óvart. Eftir óbeinum leiðum var Sölumið- stöðinni sagt hvað væri að gerast og þeim var gert kleift að koma inn í dæmið og einhverjar viðræður áttu sér stað innan þess á lokasprettinum. En til að gera langt mál stutt gekk eftirleikurinn nokkuð hratt fyrir sig enda sýndu íslenskar sjávarafurðir mikinn áhuga á málinu og unnu í því af krafti. Faðir minn tók þá ákvörðun að selja þeim og varð ekki snúið. Endir- inn þekkja svo allir. Ég tel að Sölumiðstöðin sé eitt sterkasta sölufyrirtæki sem íslend- ingar eiga og hefur hún þjónað okkur vel í gegnum tíðina. Hins vegar kom- um við með sterka framleiðslu inn í íslenskar sjávarafurðir sem styrkir þær verulega og Vinnslustöðina líka. Það er trúnaðarmál hvað faðir minn fékk í sinn hlut en inni í samkomulag- inu var skilyrt að það tækist að selja nýtt hlutafé að andvirði um 250 mill- jóna króna. Það hefur nú gengið eft- ir.“ STARFSFÓLKIÐ STAÐIÐ SAMAN EINS 0G FÓTBOLTALIÐ í FALLBARÁTTU Þess má geta að verðbréfafyrir- tækið Handsal annast hlutafjárútboð Á skrifstofunni í Vinnslustöðinni. „Mittfyrsta verk á morgnana er að líta inn i síldarvinnsluna. Þaðan fer ég á skrifstofuna upþ úr klukkan átta. “ Vinnslustöðvarinnar og hljóðar það upp á 300 milljónir króna. Fyrmefnd- ar 250 milljónir króna eru inni í því dæmi. Þá hefur fyrirtækið sótt um aðild að Verðbréfaþingi íslands. „Vinnslustöðin á nú góða framtíð fyrir sér, ólíkt því sem var árið 1992. Fyrirtækið er á góðum stað. Vest- mannaeyjar liggja vel að mörgum miðum. Að auki er Vinnslustöðin með gott starfsfólk sem er vant fiskvinnu og kann vel til verka. Ég held að lífróður Vinnslustöðvar- innar hafi enn og aftur sýnt að Eyja- menn eru baráttumenn. Starfsfólkið hefur staðið saman eins og fótboltalið í fallbaráttu en þeirri baráttu hafa Vestmannaeyingar kynnst á undan- förnum árum. Það skyldi enginn af- skrifa knattspyrnulið og fyrirtæki sem ná upp baráttuanda vegna þess að allir standa saman. Sé þetta fyrir hendi er staðan fljót að breytast." GSM farsímar frá BOSCH 15® 1 •• BRÆOURNIR ORMSSON HF aágmúla 9 - Sími 38825 Ath. Ekið inn frá Háaleitisbraut 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.