Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 26

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 26
FORSIÐUGREIN Við hefðum átt að fara ígreiðslustöðvun í upphafi og fá niðurfellingu skulda en stjórnin krafðist þess að enginn yrði látinn tapa peningum á fyrirtækinu heldur greiddum við okkur út úr skuldunum. Stoltið var mjög mikið og það fleytti okkur áfram.“ 1.000 tonna ufsakvóti í ESB-lögsög- unni. Að sjálfsögðu fannst mér ekkert annað nafn koma til greina en nafn ömmu, Guðmundu Torfadóttur. Stjóm Vinnslustöðvarinnar var hins vegar ekki alveg sammála mér í því. En þetta nafn var mér kappsmál. Síð- ar urðum við svo að selja skipið vegna þess að rekstur þess gekk ekkert allt of vel en þó fyrst og fremst vegna þess að við fengum ekki langtímafjár- mögnun til kaupanna. Við seldum Guðmundu til fyrirtækisins í Bret- landi, sem hafði keppt við okkur á uppboðinu í Frakklandi, á 450 mill- jónir. Útlagður kostnaður okkar vegna kaupanna, viðgerða á skipinu og annars kostnaðar var 320 milljónir þannig að Vinnslustöðin hagnaðist um 130 milljónir á kaupunum." Þótt útgerð Vinnslustöðvarinnar hafi verið rekin með tapi á síðasta ári er rekstur hennar þó allur annar en undanfarin ár. Skipin em færri, flot- inn er hentugri, og sótt er í fleiri fisk- tegundir og víðar en áður. Hann segir að áætlanir bendi til verulegs rekstr- arbata af útgerðinni á nýbyijuðu fisk- veiðiári. STJÓRNARFORMAÐUR SJÖUNDA STÆRSTA FYRIRTÆKIS LANDSINS Sighvatur er stjómarformaður Sölusambands íslenskra fiskframleið- enda, SÍF, sjöunda stærsta fyrirtæk- is á landinu. Hann situr einnig í stjóm Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH, stærsta fyrirtækis á íslandi. Mik- ill uppgangur hefur verið hjá SÍF frá því fyrirtækið var gert að hlutafélagi snemma á síðasta ári, 1993. Aukin samkeppni er í útflutningi á saltfiski frá landinu. En Sighvatur hefur lagt mesta áherslu á að fiskurinn sé unn- inn meira hér heima, pakkaður í neyt- endapakkningar, og sendur beint í verslanir þar sem neytendur kaupi hann. Vinnslustöðin er einn stærsti saltfiskframleiðandi á landinu. í salt- fiskinum hefur Vinnslustöðin einmitt verið í forystu við að framleiða beint í neytendapaldrningar og auka þannig verðmætasköpunina innan fyrirtæk- isins. Á margan hátt vekur það furðu að Sighvatur skuli hafa tíma til að gegna stjómarformennsku í SÍF og sitja í stjóm SH á sama tíma og Vinnslu- stöðin hefur þarfnast fuUra krafta hans í lífróðri sínum. Að mati Sighvats gagnast þessi störf hans fyrir Vinnsl- ustöðina, hann fylgist betur með því sem sé að gerast á mörkuðum erlend- is og það skipti auðvitað höfuðmáli þegar bilið á milli framleiðenda og neytenda sé að minnka — nálægðin við neytendur sé orðin mikil. „Ég kem til baka með ferskar hug- myndir eftir að hafa sinnt störfum fyrir SÍF. Ég hyggst samt draga mig út úr stjómarformennsku hjá SÍF á næstu árum. Mér finnst ég muni ljúka ætlunarverki mínu hjá SÍF á næstu árum, sem er að færa SÍF nær neyt- andanum, selja beint í verslanir er- lendis í stað þess að selja heildsölum, og að skilja SÍF betur frá keppinaut- unum. í haust hóf SÍF rekstur á eigin sölufyrirtæki á Spáni í samvinnu við stórt og þekkt spánskt fyrirtæki. Það er hugmynd sem ég hef haft í nokkur ár og var nú loks framkvæmd. Þegar við höfum fest okkur í sessi á Spáni tökum við til við næsta markað og leikum sama leikinn, væntanlega í Portúgal." HVELLURINN ÚT AF ÞRÓUNARSJÓÐSGJALDINU Á síðasta ári vakti það mikla athygli þegar Sighvatur Bjamason kvað rétt að leggja á sérstakt þróunarsjóðsgjald á úthlutaðan kvóta, 1 krónu á hvert þorskígildistonn, og betra væri að út- gerðarmenn hefðu frumkvæði í þess- um málum og væru með í að setja reglumar í stað þess að vera spor- göngumenn sem yrðu bara að hlýta reglunum. Þar sem þróunarsjóðs- gjaldið er almennt talið einn angi af venjulegu veiðileyfagjaldi varð úr þessu mikill hvellur. Meðal annars

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.