Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 26
FORSIÐUGREIN Við hefðum átt að fara ígreiðslustöðvun í upphafi og fá niðurfellingu skulda en stjórnin krafðist þess að enginn yrði látinn tapa peningum á fyrirtækinu heldur greiddum við okkur út úr skuldunum. Stoltið var mjög mikið og það fleytti okkur áfram.“ 1.000 tonna ufsakvóti í ESB-lögsög- unni. Að sjálfsögðu fannst mér ekkert annað nafn koma til greina en nafn ömmu, Guðmundu Torfadóttur. Stjóm Vinnslustöðvarinnar var hins vegar ekki alveg sammála mér í því. En þetta nafn var mér kappsmál. Síð- ar urðum við svo að selja skipið vegna þess að rekstur þess gekk ekkert allt of vel en þó fyrst og fremst vegna þess að við fengum ekki langtímafjár- mögnun til kaupanna. Við seldum Guðmundu til fyrirtækisins í Bret- landi, sem hafði keppt við okkur á uppboðinu í Frakklandi, á 450 mill- jónir. Útlagður kostnaður okkar vegna kaupanna, viðgerða á skipinu og annars kostnaðar var 320 milljónir þannig að Vinnslustöðin hagnaðist um 130 milljónir á kaupunum." Þótt útgerð Vinnslustöðvarinnar hafi verið rekin með tapi á síðasta ári er rekstur hennar þó allur annar en undanfarin ár. Skipin em færri, flot- inn er hentugri, og sótt er í fleiri fisk- tegundir og víðar en áður. Hann segir að áætlanir bendi til verulegs rekstr- arbata af útgerðinni á nýbyijuðu fisk- veiðiári. STJÓRNARFORMAÐUR SJÖUNDA STÆRSTA FYRIRTÆKIS LANDSINS Sighvatur er stjómarformaður Sölusambands íslenskra fiskframleið- enda, SÍF, sjöunda stærsta fyrirtæk- is á landinu. Hann situr einnig í stjóm Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH, stærsta fyrirtækis á íslandi. Mik- ill uppgangur hefur verið hjá SÍF frá því fyrirtækið var gert að hlutafélagi snemma á síðasta ári, 1993. Aukin samkeppni er í útflutningi á saltfiski frá landinu. En Sighvatur hefur lagt mesta áherslu á að fiskurinn sé unn- inn meira hér heima, pakkaður í neyt- endapakkningar, og sendur beint í verslanir þar sem neytendur kaupi hann. Vinnslustöðin er einn stærsti saltfiskframleiðandi á landinu. í salt- fiskinum hefur Vinnslustöðin einmitt verið í forystu við að framleiða beint í neytendapaldrningar og auka þannig verðmætasköpunina innan fyrirtæk- isins. Á margan hátt vekur það furðu að Sighvatur skuli hafa tíma til að gegna stjómarformennsku í SÍF og sitja í stjóm SH á sama tíma og Vinnslu- stöðin hefur þarfnast fuUra krafta hans í lífróðri sínum. Að mati Sighvats gagnast þessi störf hans fyrir Vinnsl- ustöðina, hann fylgist betur með því sem sé að gerast á mörkuðum erlend- is og það skipti auðvitað höfuðmáli þegar bilið á milli framleiðenda og neytenda sé að minnka — nálægðin við neytendur sé orðin mikil. „Ég kem til baka með ferskar hug- myndir eftir að hafa sinnt störfum fyrir SÍF. Ég hyggst samt draga mig út úr stjómarformennsku hjá SÍF á næstu árum. Mér finnst ég muni ljúka ætlunarverki mínu hjá SÍF á næstu árum, sem er að færa SÍF nær neyt- andanum, selja beint í verslanir er- lendis í stað þess að selja heildsölum, og að skilja SÍF betur frá keppinaut- unum. í haust hóf SÍF rekstur á eigin sölufyrirtæki á Spáni í samvinnu við stórt og þekkt spánskt fyrirtæki. Það er hugmynd sem ég hef haft í nokkur ár og var nú loks framkvæmd. Þegar við höfum fest okkur í sessi á Spáni tökum við til við næsta markað og leikum sama leikinn, væntanlega í Portúgal." HVELLURINN ÚT AF ÞRÓUNARSJÓÐSGJALDINU Á síðasta ári vakti það mikla athygli þegar Sighvatur Bjamason kvað rétt að leggja á sérstakt þróunarsjóðsgjald á úthlutaðan kvóta, 1 krónu á hvert þorskígildistonn, og betra væri að út- gerðarmenn hefðu frumkvæði í þess- um málum og væru með í að setja reglumar í stað þess að vera spor- göngumenn sem yrðu bara að hlýta reglunum. Þar sem þróunarsjóðs- gjaldið er almennt talið einn angi af venjulegu veiðileyfagjaldi varð úr þessu mikill hvellur. Meðal annars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.