Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 42
stöðu til líkamsræktar heima hjá sér, eru með þolhjól og lyftingatæki. Margir fara reglulega í líkamsræktar- stöðvar og æfa undir handleiðslu leið- beinenda. Nýlega mátti lesa í bandaríska tímaritinu Fortune um þrjár algengar aðferðir fyrir stjórnendur til að safna kröftum og auka úthaldið. Þeim var bent á að gera 100 magaæfingar á hverjum degi, ná í 20 mínútna blund síðla dags til að halda það út að sofa að jafnaði í aðeins sex klukkustundir á sólarhring. Loks var þeim bent á að borða ekki of mikið en gæta þess að hafa nægilegt prótín (orku) í fæðunni. Þetta eru aðferðir sem krefjast lítillar fyrirhafnar og auðveldlega er hægt að koma við í erfiðum viðskiptaferðum. Það er einmitt athyglisvert að í flestum viðtölum við athafnamenn, hvort heldur íslenska sem útlenda, kemur oftar en ekki fram að þeir sofa yfirleitt minna en aðrir, eða um sex klukkustundir að jafnaði á sólarhring. Og nánast allir eiga það sameiginlegt að taka daginn mjög snemma. Þeir vakna eldsnemma og eru mættir til vinnu á undan öðrum. Þeir fara líka seinna heim en aðrir. Niðurstaða okkar er einföld. Til að hafa orku í erfið verkefni, sem hvíla á stjórnendum, þurfa menn að huga að orkugjöfum til að hafa meira úthald. Reglubundin líkamshreyfmg sem byggir upp þol og gefur kraft er nauð- synlegt áramótaheit. 5. FJARFESTU I NÁMSKEIÐUM Strengdu þess heit að fjárfesta í menntun á nýju ári. Menntun og sér- fræðikunnátta er mikilvæg eign og styrkir stöðu þína í núverandi starfi eða léttir undir með þér að sækja um nýtt starf. Fjárfesting í menntun er verðmætt áramótaheit. Kynntu þér strax á nýju ári hvaða námskeið eru í boði sem henta þér. Það er af nógu að taka. Þú skalt kynna þér endurmenntunardeild Háskóla íslands og farðu vel yfir nám- skeið og menntun sem félög eins og Stjómunarfélagið, Námsflokkamir, málaskólar og fleiri skólar bjóða upp á í byrjun árs. Menntun er fjárfesting sem aldrei verður tekin af fólki. Endurmenntun er nauðsynleg og styrkir stöðu þína í núverandi starfi - að minnsta kosti ver hún hana betur. Hún gerir þér líka betur kleift að grípa spennandi tæki- færi bjóðist betra og áhugaverðara starf. Þú skalt aldrei vamneta gildi menntunar. Ef þú ert yfirmaður skaltu leita þér að námskeiði til að sækja, þess vegna erlendis, en þú skalt ekki síður kanna hvort alveg eins góð námskeið séu í boði fyrir starfsmenn þína. Ef þú ert undirmaður skaltu einsetja þér að finna rétta námskeiðið, fara til yfir- manns þíns og lýsa yfir áhuga þínum á að sækja viðkomandi námskeið. Efþú ert til dæmis bókhaldsmaður, og telur ekkert námskeið henta þér, má minna á að heimurinn er að opnast upp á gátt og tungumálakunnátta verður sífellt verðmeiri. Ef fyrirtæki þitt skiptir til dæmis við danskt fyrir- tæki skaltu drífa þig á námskeið í dönsku. Þú kynnir óvænt að borða kvöldverð með erlendum gesti frá þessu fyrirtæki. Ef þú ert í þeirri stöðu að vera sendur í viðskiptaferðir til útlanda og finnst að málakunnátta Menntun er fjárfesting sem aldrei verður tekin affólki. Endurmenntun er nauðsynleg og styrkir stöðu þína í núverandi starfi eða léttir undir með þér að sækja um nýtt starf B3 Electrolux COMtTKUCTOK I mismunandi hœðum. Einfaldir í uppsetningu. Margir aukahlutir s.s. venjulegar hillur, sld fyrir tromlur o.fl, lnaíícf\ Borgartúní 26, Reykjavík. ■ Sími 91-622262. Símbréf 91-622203. GALVANISERAÐIR BRETTARE KKAR i. Pallrtitopi 6. Wirr mnh íramei 7. Cible-drum lupporieri *. Birrclchucks 9. Aiphiltfoot 1. Pair o( bcama with ihdving 2. Tranivcric bcam (or longiidc hamiling 3. Post guardi 4. Hal(-pallct lupponrrs 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.