Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Síða 10

Frjáls verslun - 01.10.1994, Síða 10
FRETTIR Ingimundur Sigfússon, úr sveitasælunni í Húnavatnssýslu til Þýskalands. INGIMUNDUR TIL BONN Fréttir í fjölmiðlum að undanfömu um að Ingi- mundur Sigfússon, fyrr- um forstjóri og stjórnar- formaður Heklu, verði næsti sendiherra fslands í Bonn, hafa ekki komið svo mjög á óvart. Strax eftir að hann hætti sem stjómarformaður hjá Heklu og yfirgaf fyrirtæk- ið fóm að kvisast út sögur um að hann yrði sendi- herra og horfðu menn þá einna helst til Frakk- lands og Spánar í því sam- bandi en Ingimundur hef- ur um langt skeið verið aðalræðismaður Spán- verja á íslandi. Nýlega lét hann af því embætti og við því tók Sigurður Gísli Pálmason, einn af Hag- kaups-systkinunum. Ingimundur, sem er einn allra þekktasti for- stjórinn í íslensku við- skiptalífi, hefur að mestu dvalist norður í Húna- vatnssýslu, á jörð Heklu- systkinanna, Þingeyrum. Jörðin er svokallað stór- býli, henni fylgja mikil hlunnindi, meðal annars veiðiréttindi í Vatnsdals- og Víðidalsá. ÞINGMENN FENGU BÓKINA VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA Alþingismönnum barst góð gjöf fyrir aðra um- ræðu fjárlaga á dögunum þegar VÍB afhenti þeim formlega 63 eintök af fjármálabókinni Verðbréf og áhætta sem fyrirtækið gaf út í byrjun júní. Þetta var vel til fundið en ríkissjóður hefur verið rekinn með stöðugum fjárlagahalla síðastliðin tuttugu og tvö ár að aðeins þremur árum und- anskildum, árunum ’81, ’82 og ’84. Búist er við að fjárlagahalli næsta árs verði um 8 milljarðar króna. Þess má geta að Ragnar Arnalds var fjár- málaráðherra árin ’81 og ’82 og Albert Guðmunds- son árið 1984. Bókin Verðbréf og áhætta er fyrsta bók sinn- ar tegundar, sem gefin hefur verið út á íslensku, en hún fjallar á aðgengi- legan og skýran hátt um það hvernig best sé að ávaxta peninga. Bókin hefur selst mjög vel eða í yfir 2 þúsund eintökum síðan í byrjun júní eða á þeim tíma sem bóksala er almennt mjög lítil. Ásgeir Þórðarson, yfirmaður verðbréfaviðskipta VÍB, afhend- ir hér Geir Haarde, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, eintak af bókinni Verðbréf og áhætta. FJOLNIR VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR Sveigjanleiki er forsenda árangurs STRENGUR hf. - í stöðugri sókn Stórhöfða 15, Reykjavík, sími91 -875000 10

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.