Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 63
Simon Whalley er formaður vinnu-
hóps sem stjónar verkefninu í King-
ton. Hann segist ekki einungis horfa á
framtakið sem tilraun til að komast að
því hvemig best megi nýta upplýs-
ingatækni við byggðaþróun, heldur
jafnframt sem prófstein á það að
hvort koma megi á nægilega góðu
samstarfi á milli einkageirans og þess
opinbera í sveitasamfélagi á borð við
Kington. Hann segir að það vilji
stundum gleymast að glíma þurfí við
ákveðin vandamál úti á landsbyggð-
inni engu síður en í afskiptum hverf-
um borga og telur að með verkefninu
skapist mikilvæg reynsla sem koma
muni að góðum notum við frekari at-
vinnuuppbyggingu síðar.
LANDBÚNAÐUR
Verkefnið „Samskiptafélag" hefur
haft ýmis óbein áhrif í Kington og ná-
grenni. Þannig hefur áhugi aukist á
því að nýta tölvur í auknum mæli til að
auka framleiðni í landbúnaði en það er
talin eina leiðin til að efla samkeppnis-
stöðu búanna á svæðinu. Ein af
ástæðunum fyrir því að bærinn King-
ton var valinn, en fleiri bæir sóttust
eftir verkefninu, var sú að samdráttur
í landbúnaðarframleiðslunni hefur
komið afar illa við almennan efnahag á
svæðinu.
Notkun tölva við búrekstur á þessu
svæði hefur verið takmörkuð en
eykst nú jöfnum höndum. Bændur
eiga nú kost á skipulögðum nám-
skeiðum í Kington. Þau eru haldin á
vegum viðskipta- og iðnaðarráðu-
neytisins (DTI). Möguleikar þeirra á
því að auka framleiðni eru taldir veru-
legir, annars vegar með því að nýta
tölvur til gagnasöfnunar vegna kyn-
bóta, til að meta fóðrunarþörf miðað
við gefnar forsendur, til að reikna út
fóðurkostnað, til áætlanagerðar, til
pöntunar á aðföngum (með símamót-
aldi) og hins vegar við búreikninga.
En í Bretlandi eru fáanleg ýmis sér-
hæfð forrit á Macintosh fyrir landbún-
að.
Frekari upplýsingar um þessi verkefni
má fá frá Apple Computer Inc. og dóttur-
fyrirtæki þess í Bretlandi og Svíþjóð fyrir
milligöngu umboðsaðila þeirra á íslandi
sem er Apple-umboðið í Reykjavík. Sími:
562-4800.
Sveinbjörn Guðjohnsen í bílabúðinni H. Jónsson & co í Brautarholti er dæmi
um starfsmann lítils fyrirtækis sem notar tölvutæknina út í ystu æsar á
öllum sviðum rekstursins.
TMwmJkmpUmíf
Prentkaplar • Netkaplar • Sérkaplar
Samskiptabúnaður fyrir
PS, PC og Macintosh
Samsetning á tölvubrettum, véllóðning
Örtækni
Hátúni 10 • 105 Reykjavík • Sími: 91-26832 • Fax: 91-622516
63