Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Síða 27

Frjáls verslun - 01.10.1994, Síða 27
I vinnslusalnum. Með höfnina og togarann Breka í baksýn. ÚRNÆRMYND UM SIGHVAT BJARNASON Sighvatur var í nærmynd Frjálsrar verslunar fyrir einu ári. Þar sagði meðal annars: „Þetta er ægilegur vinnuþjarkur, sem geymir stígvélin á skrifstofunni, og efhann þarf að kynna sér málin í vinnslunni þá getur hann stokkið íþau og brugðið sér í slopþinn og farið og talað við fólkið á máli sem það skilur. Það vita allir að hann ber hag fyrirtækisins framar öllu öðru fyrir brjósti og allir virða þann kjark sem hann hefur sýnt. “ hafði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ og stjórnarformaður íslands- banka, uppi stór orð um Sighvat og Vinnslustöðina og sagðist í viðtali ekki geta séð hvernig Vinnslustöðin hefði efni á að greiða slík gjald. Síðar varð hann að biðjast afsökunar á þess- um ummælum sínum — og varð það eitt og sér landsfrægt. „Ég er algerlega á móti því að bjóða upp veiðileyfi á einhverjum upp- boðsmarkaði eins og sumar hug- myndir hagfræðinga ganga út á og leggja þannig á veiðileyfagjald. Hætt- an er sú að nokkur af stærstu útgerð- arfyrirtækjunum eignist þá allan kvót- ann og að fjöldi byggðalaga úti á landi leggist í eyði. Ég tel hins vegar rétt að leggja þróunarsjóðsgjaldið á en sam- kvæmt lögum frá Alþingi tekur það gildi árið 1996. Þróunarsjóður sjávar- útvegsins er tæki þessarar greinar til að koma á eigin hagræðingu vegna offjárfestingar fyrri ára. Þróunar- sjóðsgjaldið fer aldrei út fyrir grein- ina. Það er það sem skiptir mestu máli. Veiðileyfagjald, sem lagt er á sjávarútveginn, og fer beint í ríkis- sjóð; ríkishítina, og er útdeilt í gælu- verkefni eins og vegagerð, er að mínu mati afleitur kostur. Sjávarútveginum er ekkert eins mikilvægt og að standa á eigin fótum við að draga úr offjár- festingu í greininni og standa straum af rannsóknum meðal annars á fiski- miðunum. Ég hef líkt þessu við vega- gerð í Eyjum. Allar götur eru hér mal- bikaðar og í þær hefur ríkissjóður lagt mikið fé. Ég tel hins vegar að þessu fé hefði verið betur varið í rannsóknir á dýpinu í kringum Vestmannaeyjar. Þar er forðabúrið, hfsafkoma okkar.“ 27

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.