Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 36
ÁRAMÓTAHEIT Frjáls verslun leggur til sex kjörin áramótaheit fyrir stjórnendur og starfsmenn sína umþað hvernig þeir geti varið fjárhagslega framtíð 1. HÆTTU AÐ REYKJA > Að hætta að reykja er algengasta áramótaheit allra tíma. Það er auðvit- að algengt vegna þess að flestir falla á reykingabindindinu. Hinn frægi bandaríski rithöfundur, Mark Twain, mun hafa orðað það þannig að það væri enginn vandi að hætta að reykja, hann hefði gert það þúsund sinnum. Reykingar eru ekki aðeins skaðleg- ar heilsunni heldur eru þær einnig þrætuepli á mörgum vinnustöðum og valda oft deilum og slæmum vinnu- anda. Mörg fyrirtæki hafa á undan- fömum árum sett reglur um bann við reykingum á vinnustöðum - oftar en ekki að undangengnum kosningum á meðal starfsmanna. í stað algers reykingabanns á vinnustöðum er vænlegra að útbúa sérstakt reykingaherbergi fyrir starfsmenn og leyfa reykingar ein- göngu á þeim eina stað innan fyrir- tækja. Raunar eru mjög skiptar skoð- anir á sérstökum reykingaherbergj- um á vinnustöðum. Með þeim er þó farið bil beggja sjónarmiða. Best er auðvitað að vera ekki háður reyking- um á vinnustað. Stjómendur og fólk í viðskiptalíf- inu, sem hættir að reykja, eykur þrek sitt og úthald í starfí. Einnig getur það vænst lengri starfsævi fyrir vikið. Þetta kemur fólki til góða í harðnandi samkeppni í íslensku atvinnulífi. Við þetta bætist að eftir því sem fleiri vinnustaðir setja reglur um algert bann við reykingum geta reykingar, einar og sér, útilokað fólk frá störf- um. Það er slæmt á tímum atvinnu- leysis. Hættu að reykja. Framtíðarsýnin er sú að heilsa manna verði meira á „eigin ábyrgð“. Framtíðarsýn er vinsælt orð í stjómun. Skoðum framtíðina. Hvemig bregðast stjórnmálamenn framtíðarinnar við stöðugum fjárlaga- halla? Hvernig ætla þeir að verja vel- ferðarkerfið? Kostnaður við heilbrigðisþjónustu í vestrænum ríkjum hefur stóraukist síðasta áratuginn. Kröfur um sparnað og niðurskurð í heilbrigðisþjónustu skjóta æ oftar upp kollinum. Jafnframt eru háværari raddir um að millistéttin og þeir efnameiri taki aukinn þátt í kostnaði. Telja verður afar líklegt að stjómmálamenn í hinum vestræna heimi auki, fremur en hitt, hlut sjúkl- inga í kostnaði við heilbrigðisþjónust- una næsta áratuginn til að draga úr ríkisútgjöldum — og veija velferðar- kerfi frá hruni og algerum niður- skurði. Framtíðarsýnin er því sú að heilsa manna verði meira á „eigin íjárhags- lega ábyrgð“ ef svo má að orði kom- ast. Vegna þess ráðleggjum við fólki að hætta að reykja og huga að hollara lífemi. Hugsið meira um heilsu og heilsuvernd og spyrjið hvað sé heilsu- samlegt og hvað ekki. Gefið matar- æði einnig sérstakan gaum. Grípið til eigin forvarna í nútíð til að forðast heilsubrest í framtíð. Kaupið slysa- Sjúklingar munu íframtíðinni taka aukinnþátt í heilsugæslu. Með öðrum orðum; heilsan verður meira á„eigin fjárhagslega ábyrgðu TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON 36 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3544
Tungumál:
Árgangar:
73
Fjöldi tölublaða/hefta:
1232
Skráðar greinar:
Gefið út:
1939-í dag
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (1939-1955)
Frjáls verzlun, útgáfufélag h/f (1959-1966)
Verslunarútgáfan hf (1967-1969)
Frjálst framtak hf (1970-1989)
Fróði hf (1990-1995)
Talnakönnun hf (1996-2000)
Heimur hf. (2001-2015)
Efnisorð:
Lýsing:
Verslun og viðskipti
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (01.10.1994)
https://timarit.is/issue/233194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (01.10.1994)

Aðgerðir: