Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 37
Þú verður fyrst og fremst að treysta á eigin lífeyrissjóð í framtíðinni. Hafðu sparnaðþinn sjálfvirkan og sjúkratryggingar í stórauknum mæli til að forðast fjárhagslegan skell. Reynslan sýnir að flestir gera ekki róttækar breytingar á lífi sínu fyrr en þeir neyðast til þess. Læknar geta staðfest ótal sögur af fólki sem hætti ekki að reykja eða borða óholla fæðu fyrr en það mátti til vegna heilsu- brests. Allt þetta fólk hefði viljað víkja út af hættubrautinni á meðan allt lék í lyndi - til að forðast skellinn síðar. Niðurstaðan er þessi: Að hætta að reykja er gamalt áramótaheit en það er alls ekki gamaldags. Það er tákn um framsýni. Vertu framsýnn. Líklegast á ríkissjóður besta slag- orðið um sparnað þótt ekki sjái þess merki að ríkið sjálft fari eftir því. Slag- orðið er: „Eyddu í sparnað." Það er gott áramótaheit. Allir kannast við áform um að heíja reglulegan sparnað tfl ævikvöldsins, skapa eigin lífeyri, en fáir koma því í verk nægilega snemma á k'fsleiðinni. Því fyrr, sem þú byrjar að spara, þeim mun lengur vinna vextimir fyrir þig. Dæmi: Sá, sem leggur fyrir 10 þúsund krónur á mánuði frá 20 tO 30 ára aldurs og lætur uppsafnað sparifé halda áfram að ávaxtast til eftirlauna- áranna, á við 70 ára aldur 17 milljónir króna miðað við að árleg ávöxtun sé 6%. Sá, sem leggur fyrir sömu upp- hæð frá 30 til 40 ára aldurs, á hins vegar næstum helmingi minna, eða rúmar 9 milljónir króna. Byrjaðu því strax að spara og láta vextina vinna fyrir þig. í viðskiptalífinu er mikið af fólki í eigin atvinnurekstri; einyrkjum, sér- fræðingum og fólki með reksturinn á eigin nafni í stað hlutafélags. Þetta fólk er ekki með skylduaðild að faglíf- eyrissjóðum, eins og almennir laun- þegar en er engu að síður skylt að vera í einhverjum lífeyrissjóði. Þeir geta valið í hvaða lífeyrissjóði þeir vilja vera. Mikill misbrestur er á að fólk í eigin rekstri fari að lögum og greiði í lífeyrissjóð. Framtíðarsýnin er sú að fólk verði fyrst og fremst að treysta á eigin líf- eyrissjóð, fremur en á faglífeyrissjóði samtaka launamanna, ætli það ekki að búa við stórskert lífskjör á ævikvöld- inu. Tvennt kemur til. Staða hinna almennu lífeyrissjóða er ekki sterk, þegar á heildina er litið, og ætla má að stuðningur hins opinbera við aldraðra muni ekki aukast á næstu áratugum þar sem velferðarkerfið á þegar undir högg að sækja. Þótt fjárhagsstaða ýmissa lífeyris- sjóða hafi batnað verulega á tímum hárra raunvaxta á undanfömum árum lítur heildardæmið illa út. „Lífeyris- mál landsmanna eru mesta tíma- sprengja í efnahagslífinu,“ er setning sem heyrist oft í umræðum manna um efiiahagsmál. í heildina hafa skyldulífeyrissjóðir lofað meiru en þeir geta staðið við. Aldurssamsetn- ing þjóðarinnar er einnig að breytast. Fjölmennir árgangar munu á næstu árum fara á eftirlaunaaldur og því mun eftirlaunaþegum fjölga verulega. Það vantar til dæmis um 80 millj- arða króna inn í lífeyrissjóð opinberra starfssmanna svo hann geti staðið við skuldbindingar sínar. Hvar á að taka það fé? Frá skattborgurum sem þegar telja byrðar sínar of miklar? Skerðing virðist óumflýjanleg í fram- tíðinni þegar hin fjölmenna kynslóð, sem nú greiðir í lífeyrissjóðina, fer á eftirlaunaaldur. Ekki má heldur reikna með að jafn fjölmennir árgang- ar, og nú greiða í lífeyrissjóðina, standi undir sjóðunum í framtíðinni. Nú standa margir undir fáum en í framtíðinni munu margir þurfa að standa undir mörgum. Sömuleiðis hefur áhugi launamanna á séreigna- sjóðum vaxið á meðan áhuginn hefur dvínað á hinum almennu lífeyrissjóð- um. Kröfur um að afnema skylduaðild að lífeyrissjóðum eru að verða há- værari. Láttu til skarar skríða í spamaði um þessi áramót og byrjaðu að spara. Betra er að byrja smátt en byrja alls ekki. Og betra er að byrja seint en aldrei. Byggðu upp þinn eigin lífeyris- sjóð. Hafðu spamað þinn sjálfvirkan, láttu draga af tékkareikningnum þín- Skipulagður sparnaður er áramótaheit sem margborgar sig. Umfram allt; byggðu upp eigin lífeyrissjóð. L 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.