Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 23

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 23
upp. Vinnslustöðin fékk því ekki afla- heimildir í vöggugjöf. Að auki var flot- inn allt of stór þegar ég tók við. Vinnslustöðin átti alls tíu skip. Við hefðum átt að fara í greiðslustöðvun í upphafi og fá niðurfellingu skulda en stjórnin krafðist þess að enginn yrði látinn tapa peningum á fyrirtækinu heldur greiddum við okkur út úr skuldunum. Stoltið var mjög mikið og það hefur fleytt okkur áfram.“ STJÓRNANDISEM KOM MEÐ SITTEIGIÐ LIÐ Sighvatur er stjómandi, sem kom með sitt eigið lið með sér í fyrirtækið, nýja menn sem hann setti í lykilstöð- ur. Þar fara fremstir í flokki Úlfar Steindórsson, fjármálastjóri en hann var í þrjú ár fjármálastjóri hjá P. Sam- úelssyni, Toyota-umboðinu, Sigurð- ur Friðbjömsson verksmiðjustjóri og Viðar Elíasson. Sighvatur lék undir stjórn Úlfars sem þjálfaði 2. flokk ÍBV árið 1980. Sighvatur var fyrirliði liðs- ins líkt og hann hafði verið í gegnum alla yngri flokkana. Það er skemmst frá því að segja að þeir félagar urðu Islandsmeistarar það árið. Frábært upphaf að góðu samstarfí. Að mati Sighvats em kostir góðs stjórnanda að vera samkvæmur sjálf- um sér, sanngjarn og flýja ekki ákvarðanatöku. „Ég hef ekki séð eftir neinni ákvörðun sem ég hef tekið hjá Vinnslustöðinni, þær hafa verið tekn- ar út frá þeirri einu hugsjón að koma fyrirtækinu aftur af stað,“ orðar hann það. Hann hefur lofað nýrri stjórn Vinnslustöðvarinnar að vera fram- kvæmdastjóri næstu fimm árin en segist ætla að vera kominn í annað starf um aldamótin. Eitt af því sem Sighvatur lagði áherslu á, þegar hann kom í fyrirtæk- >ð, var að grípa til skjótra aðgerða við sölu eigna. Ekkert var heilagt í því sambandi. Gera varð sér mat úr öllum eignum og lækka skuldimar. Hluta- bréf voru seld í þeim fyrirtækjum, sem Vinnslustöðin átti hlut í, svo sem eins og Tryggingamiðstöðinni og 01- íufélaginu. Því næst var hlutafé fyrir- tækisins aukið um 80 milljónir. lækkaði fyrst sín eigin laun Áður hefur verið minnst á fækkun starfsfólks í stjórnunarstöðum, eins og framkvæmdastjóranna fimm sem þurftu að láta af störfum sínum. Árangurinn er mjög sýnilegur. Árið 1992 nam stjómunarkostnaður til að mynda 83 milljónum en er nú kominn niður í um 60 milljónir. Laun stjórn- enda vom einnig lækkuð. Áður en til þess kom lækkaði Sighvatur eigin laun um íjórðung, eða 25%. „Við óskuðum ekki eftir neinum af- skriftum heldur hófum miklar samn- ingaviðræður við lánardrottna okkar sem hafa verið mjög þolinmóðir. ís- landsbanki, Olíufélagið og Trygginga- miðstöðin eiga mjög stóran þátt í því að fyrirtækinu hefur tekist að rétta úr kútnum." Einn af stóm vinningum Vinnslu- stöðvarinnar undir stjórn Sighvats var afburðagóð loðnuvertíð síðastlið- inn vetur. „Þetta var undirbúin heppni,“ orðar Sighvatur það. Sig- hvatur ákvað að veðja á loðnuna og jók afkastagetu fyrirtækisins í loðnu- frystingu á meðan aðrir héldu að sér höndum í þeim efnum. Og loðnan kom. Handagangur var í öskjunni og keppnisskapið gaus upp í Sighvati og öðrum starfsmönnum Vinnslustöðv- arinnar — rétt eins og á góðum degi í knattspyrnunni á Hásteinsvelli í Vest- mannaeyjum. Það var stemmning. „Ég spurði framleiðslustjórann hvað við gætum mögulega fryst mikið af loðnu og nefndi hann 1.500 tonn. Ég svaraði að bragði að við skyldum frysta 2.500 tonn. Það þótti eins og hver annar brandari, það var hlegið að mér. En viti menn, þegar upp var staðið höfðum við fryst 2.700 tonn af loðnu. Þetta var ævintýri líkast. Við vorum að frysta 270 tonn á sólarhring fyrir 35 milljónir. Þetta stóð yfir í mánuð. Auk þess var bræðslan í full- um gangi líka.“ FJÁRMÁLASTJÓRINN FYLLTITÖSKUNA AFGRÆNUM GREIÐSLUSEÐLUM 0G RÖLTIÚT í BANKA Þegar Sighvatur er spurður hvort sú saga sé rétt að Úlfar fjármálastjóri hafi farið með fullan skókassa af reikningum í bankann og greitt upp reikninga eftir loðnuvertíðina brosir hann og segir: „Hann fyllti töskuna af grænum greiðsluseðlum og rölti út í banka með bros á vör.“ Nýir, stæltir og sterkir bllar til leigu um land allt. Við bjóðum nýja bíla, sem uppfylla ströngustu kröfur Hertz, á 6 stöðum á landinu. Þú getur skilað bílnum á þeim afgreiðslu- stað sem hentar þér best. Reykjavík: Aðalskrifstofa, Flugvallarvegi. Reykjavíkurflugvöllur. Sími 91-690500. Akureyri: Akureyrarflugvöllur. Sími 96-22000. Egilsstaðir: Egilsstaðaflugvöllur. Sími 97-11210. Höfn: Hornafjarðarflugvöllur. Sími 97-81250. Keflavík: Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sími 91-690595. Vestmannaeyjar: Vestmannaeyjaflugvöllur. Sími 98-13300 Bílaleiga 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.