Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 16
FORSÍÐUGREIN Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar: MABUR ÁRSINS í ATVINNULÍFINU Sighvatur er mikill forystumaður, athafnasamur, áræðinn ogglæsilegur fulltrúi ungrar kynslóðar stjórnenda sem fram er komin á íslandi ighvatur Bjamason, 32 ára framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyj- um og stjómarformaður Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda, SÍF hf., sjöunda stærsta fyrirtækis á íslandi, er maður ársins í íslensku við- skiptalífi árið 1994 samkvæmt útnefn- ingu Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2. Sighvatur hefur unnið þrekvirki í starfi sínu hjá Vinnslustöðinni. Hann tók við fyrirtækinu þegar það virtist í vonlausri stöðu um mitt ár 1992 og í „öndunarvér lánadrottna. Nú hefur sjúklingurinn sloppið fyrir hom þótt enn hafi hann ekki náð fullum bata. Sighvatur hefur ekki aðeins bjargað fyrirtækinu heldur um leið komið í veg fyrir að hundmð Vestmannaey- inga misstu vinnuna. Hann orðar það sjálfur svo að kaupum á hlutabréfum í Vinnslustöðinni fylgi núna vissulega nokkur áhætta en einnig mikil ábata- von. Hann er sá yngsti sem til þessa hefur hlotið útnefningu Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 sem maður ársins í viðskiptalífinu. Víða hafa afrek verið unnin í viðskiptalífinu á þessu ári, ekki hvað síst í mörgum sjávar- útvegsfyrirtækjum vítt og breitt um landið — árangur sem eflaust á sér hliðstæðu við árangur Sighvats hjá Vinnslustöðinni. En við svona val eru ævinlega margir kallaðir en aðeins einn útvalinn. GLÆSILEGUR FULLTRÚIUNGRAR KYNSLÓÐAR STJÓRNENDA Við valið vó þungt að hann er mikill forystumaður, athafnasamur, áræð- inn og útsjónarsamur. Hann er glæsi- legur fulltrúi ungrar kynslóðar stjóm- enda sem komin er fram á íslandi. Þetta er kynslóð, sem mörkuð er af sjónarmiðum arðsemi, meðal annars vegna þess að hún þekkir ekkert ann- að en verðtryggð lán — húsnæðislán sem námslán — og veit að aðeins hagnaður af rekstri getur greitt lán til baka. Ekki gerir verðbólgan það; ijár- festingar verða að skila arðsemi. Vissulega geta sjónarmið arðsemi virst harðneskjuleg við rekstur fyrir- tækja og þau hafa fengið á sig ýmis skammaryrði á meðal fólks. En þau em engu að síður hinn óumflýjanlegi og kaldi vemleiki þegar á reynir. Róður Sighvats með Vinnslustöð- ina hefur verið lífróður. Hann fékk alræðisvald þegar hann kom til fyrir- tækisins. Fyrirmælin vom einföld: Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til að bjarga því frá gjaldþroti þannig að enginn tapi á að hafa lánað því. Þetta vom fyrirmælin. Og niðurstaðan núna: Fyrirtækið hefur öðlast trú fjár- festa, hundruð almennra starfsmanna hafa haldið vinnunni þótt f upphafi hafi Sighvatur gipið til óvæginna upp- sagna nokkurra framkvæmdastjóra. í uppsögnunum byijaði hann að ofan- TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 16 verðu, þar sem garðurinn er hæstur; hann fækkaði í toppliðinu! í ákvörðunum sínum hefur hann eingöngu haft heildarhagsmuni fyrir- tækisins að leiðarljósi. Hagur ein- stakra hefur orðið að víkja. Hann hef- ur stóraukið framleiðni fyrirtækisins en framleiðni merkir í raun verð- mætasköpun, hagvöxtur, og er ein- mitt það sem íslensku þjóðina vantar sárlega eftir að hafa búið við hagvaxt- arleysi og kjaraskerðingu í samfelld sex ár. Hann hefur dregið úr kostnaði, stórlega aukið tekjur, selt og keypt eignir með hagnaði — og hefur engin eign verið honum heilög í því sam- bandi. Er skemmst að minnast þess í haust þegar faðir hans, Bjami Sig- hvatsson, stærsti hluthafinn í Vinnslustöðinni, seldi íslenskum sjávarafurðum hlut sinn og fjölskyldu sinnar. Sighvatur útbjó pakkann. Skil- yrt var að samhliða sölunni yrði nýtt fjármagn tryggt inn í fyrirtækið. Það hefur ræst. Við það styrkist fyrirtæk- ið enn frekar. DJÖRFUNG, KIARKUR, FESTA OG ÁRÆÐNI Sighvatur hefur sýnt djörfung, kjark, festu og áræðni í starfi sínu. Hann byijaði á að lækka eigin laun um fjórðung, mest allra í prósentum, til að sýna fordæmi þegar hann Iækkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.