Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 24
FORSIÐUGREtN
Frá því Sighvatur kom til Vinnslu-
stöðvarinnar hefur gæfa fylgt honum í
kaupum og sölu skipa. Raunar þykir
hann það slyngur í þeim efnum að haft
hefur verið á orði í gamni að færa
skipasölur sem reglulegar tekjur en
ekki óreglulegar í bókhaldi. Hann
segist aldrei hafa tapað á að kaupa eða
selja skip og bankar í leiðinni í tréborð
með orðunum sjö, mu, þrettán.
Frægustu kaupin eru á frönskum tog-
ara á uppboði í Frakklandi. Þar kom
sér vel að vera inni í málum í Frakk-
landi — og kunna frönsku. Togaran-
um var gefið nafnið Guðmunda Torfa-
dóttir, í höfuðið á ömmu Sighvats.
„Ég vissi af skipinu hjá frönsku út-
gerðarfyrirtæki, sem hafði orðið
gjaldþrota, og hafði spumir af því að
þetta væri mikil fleyta. Þegar ég
sagði bankastjóra íslandsbanka, okk-
Maður ársins í viðskiptalífinu:
ÚTNEFNT í SJÖUNDA SINN
Útnefning Sighvats Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum og stjóm-
arformanns SIF hf., er sjöunda útn-
efning Frjálsrar verslunar og Stöðv-
ar 2 á manni ársins í atvinnulífinu —
á jafn mörgum árum. Útnefningin
hefur öðlast fastan sess í viðskipta-
lífinu.
Tilgangurinn með útnefningunni
er að vekja athygli á því, sem vel er
gert í íslensku viðskipta- og atvinnu-
lífi, og hvetja íslenska athafnamenn
og fyrirtæki til dáða. Jákvæð um-
ræða um fyrirtækjarekstur er nauð-
synleg og ber að vekja athygli á því
sem vel er gert og verðlauna það.
Dómnefnd P'rjálsrar verslunar og
Stöðvar 2 var að þessu sinni skipuð
fimm mönnum, einum færri en áður.
Ámi Vilhjálmsson prófessor, sem
setið hefur í nefndinni frá upphafi, gaf
ekki kost á sér í nefndina. Þá kom
Jafet Ólafsson, útvarpsstjóri Islenska
útvarpsfélagsins, inn í nefndina í stað
Páls Magnússonar.
Formaður nefndarinnar er Magnús
Hreggviðsson, stjómarformaður
Fróða, útgáfufyrirtækis Frjálsrar
verslunar, Erlendur Einarsson, fyrr-
um forstjóri Sambandsins, Sigurður
Helgason, fyrrum forstjóri og stjóm-
arformaður Flugleiða, Jafet Ólafsson,
útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélags-
ins, sem rekur Stöð 2, og Jón G.
Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslun-
ar.
Útnefning á manni ársins í atvinnu-
Kfinu fór fyrst fram árið 1988 þegar
þeir Jóhann Jóhannsson og Sig-
tryggur Helgason, eigendur og
stjórnendur Brimborgar, vom útn-
efndir.
Arið 1989 urðu eigendur Sam-
herja á Akureyri fyrir valinu, þeir
Þorsteinn Már Baldvinsson og
bræðurnir Þorsteinn og Kristján
Vilhelmssynir.
Árið 1990 hlaut Pálmi heitinn
Jónsson, stofnandi og aðaleigandi
Hagkaups, titlinn.
Árið 1991 voru feðgarnir Þorvald-
ur Guðmundsson og Skúli Þorvalds-
son útnefndir.
Árið 1992 var Þorgeir Baldurs-
son, forstjóri Prentsmiðjunnar
Odda, valinn.
Árið 1993 féll útnefningin í skaut
þeirra hjóna Ágústs Sigurðssonar
og Guðrúnar Lárusdóttur, útgerð-
armanna í Hafnarfirði, eigenda Stál-
skips hf.
Þetta árið fer útnefningin til Vest-
mannaeyja, hana hlýtur Sighvatur
Bjarnason, 32 ára framkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnar og
stjómarformaður Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda, SÍF hf.
Sighvatur er útnefndur sem mað-
ur ársins í atvinnulífinu árið 1994
fyrir frábært starf fyrir Vinnslustöð-
ina en þess má geta að SÍF hf. hefur
einnig verið að gera mjög góða hluti í
stóraukinni samkeppni í útflutningi á
saltfiski.
Sighvati Bjarnasyni er hér með
óskað til hamingju með vel unnið
verk með von um áframhaldandi
gifturíkt starf í framtíðinni.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
24