Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 24
FORSIÐUGREtN Frá því Sighvatur kom til Vinnslu- stöðvarinnar hefur gæfa fylgt honum í kaupum og sölu skipa. Raunar þykir hann það slyngur í þeim efnum að haft hefur verið á orði í gamni að færa skipasölur sem reglulegar tekjur en ekki óreglulegar í bókhaldi. Hann segist aldrei hafa tapað á að kaupa eða selja skip og bankar í leiðinni í tréborð með orðunum sjö, mu, þrettán. Frægustu kaupin eru á frönskum tog- ara á uppboði í Frakklandi. Þar kom sér vel að vera inni í málum í Frakk- landi — og kunna frönsku. Togaran- um var gefið nafnið Guðmunda Torfa- dóttir, í höfuðið á ömmu Sighvats. „Ég vissi af skipinu hjá frönsku út- gerðarfyrirtæki, sem hafði orðið gjaldþrota, og hafði spumir af því að þetta væri mikil fleyta. Þegar ég sagði bankastjóra íslandsbanka, okk- Maður ársins í viðskiptalífinu: ÚTNEFNT í SJÖUNDA SINN Útnefning Sighvats Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum og stjóm- arformanns SIF hf., er sjöunda útn- efning Frjálsrar verslunar og Stöðv- ar 2 á manni ársins í atvinnulífinu — á jafn mörgum árum. Útnefningin hefur öðlast fastan sess í viðskipta- lífinu. Tilgangurinn með útnefningunni er að vekja athygli á því, sem vel er gert í íslensku viðskipta- og atvinnu- lífi, og hvetja íslenska athafnamenn og fyrirtæki til dáða. Jákvæð um- ræða um fyrirtækjarekstur er nauð- synleg og ber að vekja athygli á því sem vel er gert og verðlauna það. Dómnefnd P'rjálsrar verslunar og Stöðvar 2 var að þessu sinni skipuð fimm mönnum, einum færri en áður. Ámi Vilhjálmsson prófessor, sem setið hefur í nefndinni frá upphafi, gaf ekki kost á sér í nefndina. Þá kom Jafet Ólafsson, útvarpsstjóri Islenska útvarpsfélagsins, inn í nefndina í stað Páls Magnússonar. Formaður nefndarinnar er Magnús Hreggviðsson, stjómarformaður Fróða, útgáfufyrirtækis Frjálsrar verslunar, Erlendur Einarsson, fyrr- um forstjóri Sambandsins, Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri og stjóm- arformaður Flugleiða, Jafet Ólafsson, útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélags- ins, sem rekur Stöð 2, og Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslun- ar. Útnefning á manni ársins í atvinnu- Kfinu fór fyrst fram árið 1988 þegar þeir Jóhann Jóhannsson og Sig- tryggur Helgason, eigendur og stjórnendur Brimborgar, vom útn- efndir. Arið 1989 urðu eigendur Sam- herja á Akureyri fyrir valinu, þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og bræðurnir Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir. Árið 1990 hlaut Pálmi heitinn Jónsson, stofnandi og aðaleigandi Hagkaups, titlinn. Árið 1991 voru feðgarnir Þorvald- ur Guðmundsson og Skúli Þorvalds- son útnefndir. Árið 1992 var Þorgeir Baldurs- son, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, valinn. Árið 1993 féll útnefningin í skaut þeirra hjóna Ágústs Sigurðssonar og Guðrúnar Lárusdóttur, útgerð- armanna í Hafnarfirði, eigenda Stál- skips hf. Þetta árið fer útnefningin til Vest- mannaeyja, hana hlýtur Sighvatur Bjarnason, 32 ára framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar og stjómarformaður Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda, SÍF hf. Sighvatur er útnefndur sem mað- ur ársins í atvinnulífinu árið 1994 fyrir frábært starf fyrir Vinnslustöð- ina en þess má geta að SÍF hf. hefur einnig verið að gera mjög góða hluti í stóraukinni samkeppni í útflutningi á saltfiski. Sighvati Bjarnasyni er hér með óskað til hamingju með vel unnið verk með von um áframhaldandi gifturíkt starf í framtíðinni. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (01.10.1994)
https://timarit.is/issue/233194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (01.10.1994)

Aðgerðir: