Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 64
SKOÐUN
HVAÐ SEGJA ÞEIR
UMÁRAMÓT?
1. Hvað einkenndi árið
1994 í þinni
atvinnugrein?
2. Hvernig metur þú
horfurnar fyrir árið
1995?
Tölvur og rádgjöf:
GUNNAR HANSSON,
FORSTJÓRI NÝHERJA
1. Það lifnaði verulega yfir viðskipt-
unum árið 1994 miðað við árið 1993.
Viljinn til að fjárfesta kom aftur en á
erfiðu árunum undanfarið vantaði
þann vilja. í mínu fyrirtæki höfum við
náð góðum árangri í sölu og auknum
hagnaði.
2. Um áramót eru lausir samning-
ar og ég er uggandi um hvað það get-
ur haft í för með sér. Ég trúi ekki öðru
en að allir sjái hvað stöðugleikinn er
mikils virði. Ég er bjartsýnn á að við-
skiptalífið verði áfram á uppleið næsta
ár og að uppbygging undanfarinna ára
fari að skila sér.
Við erum að gera áætlanir fyrir
næsta ár og óvissuþátturinn í því
dæmi er samningamálin. Ef samið
verður um launahækkanir fara þær út
í verðlagið. Ég vona því að hægt verði
að halda áfram þeim stöðugleika sem
hefur verið skapaður undanfarin ár,“
sagði Gunnar í Nýherja.
Bifreiðar:
SIGFÚS SIGFÚSSON,
FORSTJÓRI HEKLU
1. „Markaðurinn hefur verið rólegur
árið 1994 og samkeppni hörð í sölu á
bílum, bátavélum og þungavinnuvél-
um. Ég held því að flestir hafi haft lítið
upp úr krafsinu þetta árið.
2. Ég býst ekki við miklum breyt-
ingum 1995. Kaupmáttur hefur
minnkað, fólk er að ná sér út úr skuld-
um og gjaldþrotum. Á meðan á því
stendur er hægt að fresta því að
kaupa nýjan bíl. Hin mikla bflasala eft-
ir 1987 hefur komið okkur í koll og
afskipti stjórnvalda hafa ekki leitt til
góðs. Við búum enn við úrelt kerfi þar
sem gjöld eru sett á til neyslustýring-
ar. Undanfarið hafa t.d. gjöld á stærri
bfla hækkað en gjöld á minni bfla
lækkað.
Við höfum lagað vel til í rekstri í
mínu fyrirtæki og því er engin hætta á
ferðum þó að sala aukist ekki á næsta
ári. Ég er því bjartsýnn á framtíðina,“
sagði Sigfús í Heklu.
Útflutningur:
FRIÐRIK PÁLSSON,
FORSTJÓRI SH
1. „Hjá S. H. varð um 40% sölu- og
veltuaukning á árinu 1994. Fjögur atr-
Sigfús Sigfússon, Heklu: „Býst ekki
við miklum breytingum á næsta ári. “
Friðrik Pálsson, S.H.: „í íslenskum
fiskiðnaði eru ýmsar blikur á lofti. “
Gunnar Hansson, Nýherja: „ Viljinn
til að fjárfesta kom aftur á þessu ári. ‘
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR
64