Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 55
NESTORINN í TÖLVUBRANSANUM Frosti nýtur talsverðrar virðingar meðal kollega sinna í tölvugeiranum og nýtur þar langrar starfsreynslu sinnar og fjölbreyttari menntunar en tíðkast hefur á seinni árum. Hann er stundum kallaður Nestor ís- lenskra tölvugrúskara meðal yngri manna og nýtur virðingar samkeppnisaðila fyrir ábyrg og sanngjörn vinnubrögð. Hann leggur sig allan fram við rekst- ur fyrirtækisins og vinnudag- urinn verður iðulega lang- ur. Frosti er sagður góður yfir- maður sem á þó vanda til þess að fylgjast of náið með undir- mönnum sínum á köflum. Hann er gífurlega mikill sölu- maður og er alltaf að selja. I hans forgangsröð er viðskipta- vinurinn númer eitt en allt ann- að kemur þar á eftir. Kunnugir segja að Frosti skilji vinnuna aldrei við sig og sé alltaf á vakt- inni gagnvart hugsanlegum viðskiptum. Gagnvart undirmönnum sínum er hann jafnlyndur og kurteis og skiptir sjaldan skapi. Hann fylgist mjög vel með þeim en á einnig til að fela þeim ákveðin verkefni og gefa þeim þá lausan tauminn. Hann er ótvíræður yfirmaður sem getur þó slakað á í þeim litla hópi sem starfar hjá HP. Fyrir- tækið gerir nokkuð vel við starfs- menn sína eins og hátt meðaltal launa ber með sér og árshátíð/jólaglögg HP í haust var haldið í Amsterdam með mökum að hluta á kostnað fyrirtækis- ins. „Hann er minnugur en ekki lang- rækinn,“ segir Birgir Sigurðsson, fjármálastjóri HP. „Hann er farsæll í starfi eins og góð staða og afkoma HP bera með sér.“ Þetta er lunkinn og þrautreyndur tölvumaður sem slær samt ekki mjög um sig með þekkingu sinni. „Ég hef reynt hann að því að vera prinsip- mann sem er varkár í viðskiptum og virðist illa við að taka áhættu. Hann getur verið mjög stífur á sinni mein- ingu og hikar ekki við að láta menn hætta hjá sér ef virkilega hart mætir hörðu, “ segir tölvumaður í samtali við blaðið. Meðal kunningja Frosta í tölvu- bransanum má nefna Bjarna Júlíusson sem nú starfar sjálfstætt en vann áður hjá HP, Rúnar Sigurðsson í Tækni- val, Jón Þór hjá Skýrsluvélum ríkis- ins, Skúla Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóra svo fáir séu nefndir. Hann kemur ókunnugum fyrir sjón- ir sem formfastur og alvörugefinn. Ábyrgðartilfinning, reglufesta og skipulag eru ríkir og áberandi þættir í fari hans og hann tem- ur sér ráðsetta framkomu. „Hann er ekki maður sem slær um sig með bröndurum, háv- aða og skjalli. Hann vinnur á öðrum nótum,“ sagði maður sem þekkir hann vel. „Hann kemur fram sem traustvekj- andi og heiðarlegur maður sem leggur talsvert upp úr því að standa við það sem hann segir. “ „Það hefur alltaf verið gott á milli okkar,“ sagði Valdimar Bergsson, bróðir hans. „Það eina sem við erum alltaf ósam- mála um er hvor okkar sé betri í skák.“ „Hann er heiðarlegasti og traustasti maður sem ég þekki,“ segir Kristmundur Ás- mundsson, vinur hans og æskufélagi. Þannig sýnir nærmyndin af Frosta okkur reglusaman vinnuhest sem er gæddur rík- um sjálfsaga og góðri greind. Þetta er maður sem vinnur skipulega að settu marki og vill gjarnan sjá árangur verka sinna. Frosti leikur skvass og skokkar og er í mjög góðri líkamlegri þjálfun. Hann tók þátt í hálfmaraþon- hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni sumarið 1992. Í CG £ ■ BEINT UMHVERFISMÐHAbD Það er vitað að I IRJEHSIT UMHVERFI cykur VELLIE5ANI Fólks, bæði STARFSMANNA VIÖSKIPTAVINA, aukinni velliðan tylgja inciri AFKÖST bæ:tt andrúmsloft. Þetta þýðir BETRI ftVlYrsrT> fyrirtækisins og AUICIN VIÐSKIPTI. Ertu sammála okkur ? Hringdu jxá í okkur í sírna 884020 og í sameiningu bætum við vinnuumfverfi þitt. Við notum eingöngu viðurkcnndar, umhverfisvænar ræstingavörur, og höldum kostnaði niðri með jxví að byggja fyrirtækið upp cftir "flat network" hugmynd. Rifum piramídana ! Hrcinr og Beint hefur scö um reglubundnar ræstingar hjá smáum sem stórum fyrirtækjum siðan 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.