Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 22
FORSIÐUGREIN
„Ég lærði þó fljótt hvað það er mikilvægt fyrir stjórnanda að vera fastur fyrir en þó
um leið sveigjanlegur. Það er líka nauðsynlegt að bera virðingu fyrir fólkinu á
gólfinu. Ég verð að játa að ég fer of lítið niður á gólf og það er slæmt. Það er
nefnilega þar sem ég fæ bestu hugmyndirnar.“
skyldu Sighvats þegar Vinnslustöðin
seldi verslunina Tanga í lok ársins
1992. Raunar varð málið að blaðamáli
í Eyjum eftir að Frjáls verslun gerði
Sighvati skil í Nærmynd fyrir ári síð-
an. Móðurbróðir Sighvats, Gísli Guð-
laugsson, hafði verið framkvæmda-
stjóri verslunarinnar til margra ára og
segir Sighvatur hann hafa haldið því
fram að honum hafi verið lofaður for-
kaupsréttur á versluninni en verið
þess í stað notaður af Sighvati til að
hækka annað tilboð.
„Mistök mín voru þau að bjóða
frænda mínum að gera líka tilboð.
Þeir, sem buðu fyrst, buðu 5 milljón-
um hærra í öðru tilboði. Ég hafði ekki
leyfi til að gefa ættingja mínum 5 mill-
jónir, svo einfalt var það.“
STÓR HLUTIÆTTINGJANNA
YRÐIR EKKIÁ HANN
Vegna þessa máls kom upp ósætti í
fjölskyldunni sem Sighvati þykir mið-
ur. „Það er erfitt að hitta ættingja á
götu og heilsa þeim ekki en ég hef
þykkan skráp. Eg er í eðli mínu mjúk-
ur maður en ekki harðjaxl. Það vita
þeir sem þekkja mig. Samfélagið er
lítið og ég þurfti að taka erfiðar
ákvarðanir. Fyrirtæki í Eyjum höfðu
verið nokkurs konar félagsmálastofn-
anir og á því þurfti að taka. Það gerð-
um við. Það var annað hvort að duga
eða drepast fyrir fyrirtækið. í mestu
átökunum lærði ég mikið um mann-
eskjuna sjálfa. Ég hef til dæmis horft
upp á fólk láta ákvarðanir mínar bitna
á föður mínum sem hefur alltaf stutt
mig hvort heldur sem hann er sam-
mála mér eða ekki. Ég geri mér nú
betur grein fyrir því hverjir eru vinir
mínir og hveijir ekki. “
Sighvatur setti það sem skilyrði,
fyrir því að hann tæki við Vinnslu-
stöðinni, að honum væri veitt alræð-
isvald í fyrirtækinu. „Öðru vísi gat ég
ekki tekið starfið að mér. Bæri ég
ábyrgðina yrði ég líka að hafa fullt
vald. Ekkert þar á milli. Ég tek allar
ákvarðanir og ber ábyrgð á því sem
gerist innan fyrirtækisins. Mér finnst
mjög gott að fá að sitja einn við stjórn-
völinn. Ég hef góða menn með mér og
treysti þeim fullkomlega. Fyrirtækið
er í góðum höndum þegar ég bregð
mér frá.“
Sighvatur segir fleiri ástæður liggja
að baki þeirri ákvörðun sinni að fá
einn fullt vald. „Þeir sem voru við
stjómvölinn í fyrirtækinu vom allir
eldri en ég og bar ég mikla virðingu
fyrir þeim enda höfðu þeir unnið vel.
Það hefði aftur á móti verið mjög erf-
itt fyrir mig að fara að segja þeim fyrir
verkum. Verkefnið, sem mín beið við
Vinnslustöðina, var að koma fyrir-
tækinu á réttan kjöl og fá starfsfólk
sem og lánardrottna til að trúa því að
það gæti tekist.
Einnig var mikilvægt að sameina í
reynd þau sex fyrirtæki sem samein-
uð voru undir heiti Vinnslustöðvar-
innar árið 1991. Skuldastaðan var nán-
ast vonlaus og reksturinn hafði geng-
ið iila sem var ekkert skrýtið þar sem
Vinnslustöðin var kvótalaus þegar
kvótakerfið var sett á. Hún hafði því
reitt sig á aðkeyptan afla en þegar
gámavæðingin hófst árið 1986, og all-
ur fiskur fór út í gámum, fékkst eng-
inn fiskur. Því þurfti að fjárfesta í afla-
heimildum og skuldir hrönnuðust
Sighvatur með eiginkonu sinni, Ragnhildi Gottskdlksdóttur, og bömum. Frd vinstri: Dóra Dúna, Þórður, Ragnhildur,
Gottskdlk, Bjami og Sighvatur.
22