Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 20
FORSIÐUGREIN „Ég hugsaði mig um í tvo sólarhringa áður en ég ákvað að láta slag standa. Ég gat ekki hugsað mér að láta Vinnslustöðina fara á hausinn án þess að reyna að koma í veg fyrir það þar sem hún er ævistarf afa míns og aleiga föður míns. Ég vildi því bæði tryggja sparifé foreldra minna sem og sjá Vinnslustöðina rísa upp úr öskunni. “ Rætur Sighvats Bjarnasonar liggja djúpt í Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum. Báðir afar hans sátu í stjóm hennar þegar hún var stofnuð árið 1946 af um það bil 100 útgerðarmönn- umíEyjum. Móðurafihans, Guðlaug- ur Gíslason, sat í fyrstu stjórn Vinnslustöðvarinnar en sneri sér svo að bæjarstjórastarfi og síðan að þing- mennsku. Föðurafinn, Sighvatur Bjamason, starfaði aftur á móti sem framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar frá árinu 1954. Þegar hann dó, árið 1975, kom sonur hans, Bjami, inn í Vinnslustöðina, fyrst sem stjóm- armaður og síðan sem stjómarfor- maður frá 1977-1994. í júlí 1992 tók síðan Sighvatur yngri við. SIGHVATUR ER AÐEINS 32ÁRA Sighvatur er fæddur 4. janúar árið 1962 og er því aðeins 32 ára gamall. Hann er sonur Bjama Sighvatssonar og Dóru Guðlaugsdóttur. Hann er í miðið í hópi fimm systkina. Eldri syst- ur hans tvær heita Sigurlaug og Guðmunda Áslaug en yngri systkinin heita Ingibjörg Rann- veigogHinrikÖrn. Guðmundaer gift Viðari Elíassyni framleiðslu- stjóra Vinnslustöðvarinnar en að öðru leyti koma systkini Sighvats ekki nálægt fyrirtækinu. „Ég byrjaði að vinna hjá Fjölni í saltfiski sjö ára gamall. Fjölnir hf. var útgerðarfyrirtæki sem faðir minn stofnaði ásamt móðurafa mínum, Guðlaugi Gíslasyni og fleirum. Ég fékk þó að kynnast landbúnaði líka því ég var sendur í sveit á sumrin og dvaldi á Dufþaksholti í Hvolhreppi austan við Hvolsvöll. Þar var ég kúasmali í ijög- ur sumur.“ Sighvatur var 11 ára þegar eldgosið varð í Eyjum og er það því enn skýrt í minningu hans: „Við fórum öll fjöl- skyldan með bátnum Ásveri sem föð- urbróðir minn, Richard, átti. Við krakkamir vorum settir undir segl aftur í nótakassa. Amma og afi ætluðu bæði með en þegar þau voru komin í bátinn sagðist Sighvatur afi þurfa að skreppa í bílinn því hann hefði gleymt einhverju. Svo leysti hann bátinn frá landi og varð eftir. Afi var í Eyjum allt gosið og neitaði að fara. Vimislustöð- in var eina fyrirtækið sem engar vélar voru fluttar úr þar sem afi ætlaði sér að vera tilbúinn til að hefja vinnslu þegar gosinu lyki. “ Þegar Sighvatur sigldi frá Eyjum og horfði á eldglæringamar í fjarska hvarflaði ekki að honum að hann ætti nokkum tímann eftir að flytjast þang- að aftur. En það var nú öðru nær. Eftir sjö mánaða dvöl á fasta landinu, á Eyrarbakka, var fjölskyldan komin til Eyja á nýjan leik. FANN ÁSTINA Á HANDBOLTALEIK Að loknu skyldunámi hélt Sighvat- ur til Reykjavíkur þar sem hann hóf nám í Verslunarskóla íslands. Hann hafði alla tíð verið ötull knattspymu- maður og fyrirliði í öllum yngri flokk- um. Knattspyrnan tók drjúgan tíma frá honum. Meðan hann bjó í Reykja- vík lék hann með meistaraflokki Fram sem miðvörður. Sighvatur segist raunar hafa stefnt að því að „skríða“ á prófunum í Verslunarskólanum því boltinn hafi þá skipt meira máli. Sig- hvatur hefur einnig leikið handbolta og það var einmitt á handboltaleik sem leiðir hans og konu hans Ragn- hildar Gottskálksdóttur lágu saman árið 1981. Skemmtileg saga. „Við kynntumst í íþróttahúsinu á Seltjarnamesi þar sem ég var að leika með Gróttu gegn Breiðabliki. Ragn- hildur var að horfa á leikinn. Sonur hennar henti pelanum inn á völlinn og ég tók hann upp. Stuttu síðar hitti ég hana á balli í Sigtúni og ég hafði að sjálfsögðu ekki gleymt þessari fallegu konu.“ Ragnhildur er lærður snyrtisér- fræðingur en starfar sem húsmóðir. Börnin eru fjögur talsins. Elstir eru synir Ragnhildar af fyrra hjónabandi, þeir Þórður fæddur 1975 og Gott- skálk fæddur 1979. Þá koma Dóra Dúna fædd 1984 og Bjami fæddur 1987. Sighvatur segist vart geta talist fyrirmyndarfaðir svo lítinn tíma hafi hann aflögu til að vera með fjölskyld- unni. Hann sinnir þó börnunum á morgnanna, gefur þeim morgun- mat og ekur þeim í skólann. Að því loknu tekur starfið við. „Mitt fyrsta verk er að líta inn í síldarvinnsluna en þar eru nætur- vaktir. Þaðan fer ég á skrifstof- una upp úr klukkan átta. Ég er mikið í símanum og er í miklu sambandi við skipstjórana á bát- unum. Ég kem ekki heim fyrr en um klukkan sex síðdegis og þá tekur síminn við heima. Um helg- ar finnst mér gott að vinna á skrif- stofunni og vera laus við símann. Það er erfitt að meta hvað ég vinn margar stundir á viku því ég hugsa í raun ekki um mikið annað. Ég spila fótbolta tvisvar í viku, þegar ég er heima, með gömlu félögunum og svo er ég í „Old boys“ í handboltanum. Það er nauðsynlegt fyrir stjómendur að fá góða hreyfingu ef þeir ætla að búa yfir einhverjum krafti." Breytingar á flota Vinnslustödvarinnar eftir að Sighvatur tók við Skip seld Skip keypt Sigurfari Guðmunda Torfadóttir (Kcypt og seld) Sindri Kristbjörg Kiakkur Frigg Kristbjörn Voru oq eru Breki Styrmir Sighvatur Bjarnason Frigg Kap 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.