Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 53
Frosti Bergsson, forstjóri H.P. á íslandi, er stundum kallaður Nestor íslenskra tölvugrúskara á meðal yngri manna
og nýtur virðingar samkeppnisaðila fyrir ábyrg og sanngjörn vinnubrögð.
í Kópavoginum var byggðin þar mjög
að þéttast og mikið af fólki með börn
sem flutti þangað. Hvammarnir í
Austurbænum, sem Frosti ólst upp í,
átti sitt strákagengi sem barðist
reglulega við önnur gengi í Austur-
bænum eða við Vesturbæinga í Kópa-
vogi. Vopnin voru trésverð og þess-
háttar og átökin yfirleitt í góðu þótt
stundum hlypi mönnum kapp í kinn
eins og verða vill.„Það var völlur á
Frosta þegar hann mætti með keðju-
svipuna, skjöldinn og hjálm merktan
íslenskum aðalverktökum,“ segir
gamall bardagafélagi hans frá þessum
árum. „Þá fór svo sannarlega hrollur
urn andstæðingana."
Hann réðst til starfa hjá Kristjáni
Ó. Skagfjörð hf. að loknu námi 1974
og tveimur árum síðar setti hann
tölvudeild KÓS á laggirnar og byggði
hana upp frá grunni. Hann náði góðri
sölu á Digital tölvum sem margir
muna eftir. Þegar hann yfirgaf KÓS
1984 fór hann að vinna hjá Hewlett
Packard sem opnaði síðar útibú á ís-
landi í maí 1985. Byggði hann það upp
frá grunni. Árið 1991 varð HP á íslandi
hf. til. Frosti er stærsti einstaki hlut-
hafinn ásamt þróunarfélaginu, með
um 30% eign í fyrirtækinu. Aðrir hlut-
hafar eru Pharmaco, starfsmenn og
móðurfyrirtæki Hewlett Packard í
Ameríku.
Frosti giftist 1970 Elínu Guð-
mundsdóttur, f. 20.01. 1949, dóttur
Guðmundar Vals Sigurðssonar klæð-
skera og Halldóru Guðlaugsdóttur.
Þau skildu árið 1992. Þau eiga saman
tvö börn, Frey f. 1970 og Önnu Dóru
f. 1975.
Seinni eiginkona Frosta er Hall-
dóra Mathiesen, f. 16.12.1960 og búa
þau í Staðarhvammi í Hafnarfirði
ásamt Matthíasi, 11 ára syni Halldóru.
Halldóra er dóttir Matthíasar Mathie-
sen, fyrrum ráðherra og alþingis-
manns, og Sigrúnar Þ. Mathiesen.
Frosti situr í ýmsum stjórnum og
nefndum. Hann er stjórnarformaður
Sementsverksmiðjunnar á Akranesi,
varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs
tæknifræðinga, stjómarformaður
hugbúnaðarfyrirtækisins Gagnalind-
ar, stjórnarformaður nefndar á veg-
um Alþingis í sambandi við fjárfest-
53