Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.10.1994, Blaðsíða 48
MARKAÐSMAL Ólafur Ingi Ólafsson talar um áframhaldandi djúpa lægð í gerð sjón- varpsauglýsinga. „Sú lægð á sér fyrst of fremst efnahagslegar forsendur. Nú er svo komið að auglýsendur eiga á hættu að íslenskir kvikmyndagerð- armenn dragist aftur úr, sérstaklega hvað varðar tækjakost. Það er afar alvarlegt á sama tíma og áhugi er- lendra aðila á því að nota ísland og íslenska kvikmyndagerðarmenn við auglýsingagerð hefur aldrei verið meiri en það voru verkefni að utan sem héldu kvikmyndagerðarfyrir- tækjunum á floti í sumar. Við höfum ennþá góða fagmenn, lágt verð og góðar aðstæður. Okkur skortir hins vera meiri stórhug þeirra sem taka ákvarðanir um gerð íslenskra sjón- varpsauglýsinga." Ólafur Ingi segir tölvuna svífa yfir vötnunum hvað varðar auglýsingagerð fyrir prent- miðla. „Hönnuðir leita frekar að tölvulausnum en hugmyndum. í augnablikinu virðast tölvu„trikkin“ bera hugmyndirnar ofurliði en okkur er nokkur vorkunn því viðskiptavin- urinn er oftast tilbúinn til að greiða meira fyrir handverk en hugverk!“ Helgi Helgason hjá Góðu fólki segir árið 1994 með afbrigðum lélegt hvað varðar hugmyndaauðgi í auglýs- ingafaginu. Þar finnst honum vanta metnað og segir það bæði eiga við um auglýsingastofumar og viðskipavini þeirra. „Viðskiptavinir stofanna gera allt of litlar kröfur um hugmynda- vinnu, þeir vilja „snotrar og öruggar auglýsingar" í stað þess að sýna þor. Hugmyndin er hins vegar lykill að ár- angri en sökin er ekki einvörðungu viðskiptavinanna heldur liggur hún ekki síður hjá stofunum sem, að mínu mati, horfa allt of mikið á ný tæki og tól og það að sleppa sem ódýrast frá verkinu. Fyrir vikið er allt of oft unnið að einstökum bráðabirgðalausnum í stað þess að hugsa fram á við strax í I„Fyrir vikið er allt of oft unnið að einstökum bráðabirgðalausnum í stað þess að hugsa fram á við strax í byrjun og finna hugmyndalegan farveg sem hægt er að prófa áfram. Þegar upp er staðið tapa allir á þessum ódýru en öruggu auglýsingum. Meginverkefni auglýsingafagsins verður að vera að hamra á mikilvægi hugmyndaauðgi og frumlegheitum til þess að auglýsing veki athygli. “ — Helgi Helgason hjá Góðu fólki Á meðal kærustu verkefna 1994 Frá YDDU Herferðin Keppni í heppni fyrir Happdrætti Háskólans. Frá ÍSLENSKU AUGÝSINGASTOFUNNI Kynning á íslandi í tímaritum erlendis. Frá GRAFÍT Nýtt heildarútlit fyrir Svala frá Sól. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.