Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 32

Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 32
BÆKUR Viðskiptabók ársins að mati Frjálsrar verslunar er Competing for the future: ÁN FRAMSÝNIMISSA FYRIRTÆKIDAMPINN Hér kemur bókin sem pekktustu viðskiptatímaritin hafa lofað í hástert. Hún er um framsýna stjórnendur, sem ráða ferðinni, og hina er sitja eftir sem sporgöngumenn Heiti bókar: Competing for the future Höfundar: G. Hamel og C.K. Prahalad Útgefandi og ár: Harvard Business School Press -1994 Lengd bókar: 352 bls. Hvar fengin: Bóksölu stúd- enta Einkunn: Mjög fróðleg og vel skrifuð bók, byggð á yfirgripsmikl- um rannsóknum og þekkingu höf- unda. Tvímælalaust viðskiptabók ársins 1994. í stuttu máli má segja að eftirfar- andi fullyrðingar séu inntak bókarinn- ar: Það, sem skiptir mestu máli í rekstri fyrirtækja og atvinnugreina, er framtíðin. Það, sem gefur fyrir- tækjum möguleika á að ná forystu í framtíðinni, er fyrst og fremst fram- sýni. Það, sem gerir gæfumuninn, er að sjá hluti fyrir áður en þeir gerast. Þetta felur í sér að sjá tækifærin á undan keppinautunum og vera fyrstur að grípa þau tækifæri sem eru fyrir hendi í dag. En framsýni ræðst ekki eingöngu af því að vera betri spámað- ur en aðrir heldur byggist hún á hugs- unarhætti sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að tileinka sér, þ.e. að vera ekki of þröngsýnir og íhaldssamir á breyt- ingar og nýjungar. Aðaláhugasvið höfunda er ekki að reyna að staðsetja fyrirtækin í nútím- anum og búa til mælikvarða hve vel þau standa í sinni grein m.v. fyrri tímabil, heldur að sjá hve vel þeim tekst til að skapa nýjungar í greininni. Það skiptir því höfuðmáli, að þeirra dómi, að reyna að hafa stjóm á og vera þátttakandi í þróuninni í sinni at- vinnugrein fremur en að fljóta bara með straumnum. Með öðrum orðum: Reyna að stjórna eigin örlögum. HÖFUNDARNIR Báðir em og hafa verið kennarar við mjög virta viðskiptaháskóla beggja vegna Atlantshafsins. G. Ha- mel er nú gistiprófessor við London Business School en var áður við Michigan háskólann þar sem C.K. Prahalad er nú starfandi pró- fessor, en hann hefur starfað við Harvard og IN- SEAD í Frakk- landi. Báðir hafa verið ráðgjafar hjá mörgum stórfyrirtækjum víða um heim. Hamel, sem hefur kennslu nánast sem aukastarf, hefur mjög gott orð á sér sem ráðgjafi stórfýrirtækja á sviði upplýsingatækni í Bandaríkjunum. Prahalad er aftur á móti talinn fram- úrskarandi „akademiker" en báðir eru í miklu áliti sem höfundar fjölda viðskiptagreina í tímaritinu Harvard Business Review. Greinar þeirra „Strategic Intent“ (1989) og „Core Competences of the Corporation“ (1990) hafa báðar unnið til McKinsey verðlauna sem bestu greinar tímari- tsins og sú síðarnefnda hefur verið útbreiddasta sérprentun á grein í sögu tímaritsins. KYNNING Á EFNINU Að sjálfsögðu er erfitt að velja úr til stuttrar kynningar eða reyna að end- ursegja efni í jafn yfirgripsmikilli bók og hér er á ferðinni en við skulum engu að síður grípa niður í athyglis- verða umræðu höfunda um viðfangs- efni sem mjög ofarlega eru á baugi um þessar mundir, bæði hér á landi og erlendis: Að þjóna viðskiptavininum. Það þarf að koma til miklu meira en hin mikla trú á núverandi viðskiptavini sem ræður ríkjum í dag. Hún mun aðeins leiða til þess að viðhalda nú- verandi vörum/þjónustu og reyna að auka markaðshlutdeild þar en kemur engum fram á veg. Astæðan er ein- faldlega sú að notendur hafa ekki þá nauðsynlegu framsýni sem fyrirtæki þurfa að hafa. Fyrir 10-15 árum datt engum viðskiptavini í hug að biðja Póst og síma (um allan heim) um Jón Snorri Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Lýsingar og stundakennari við Háskóla Islands, skrifar reglulega bókardóma íFrjálsa verslun. 32

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.