Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu 9. og 10. áfanga Verkmenntaskólans á Akureyri. Áfangarnir eru um 2.150 m². Verkið skal unnið á tímabilinu 2001-2003. Útboðsgögn verða seld á Verkfræðistofu Norðurlands, Hofsbót 4, 600 Akureyri, 22.-29. maí n.k. Verð á útboðsgögnum er kr. 15.000. Tilboð verða opnuð á sama stað, 12. júní 2001, kl. 11.00 Byggingarnefnd VMA. AKUREYRARBÆR Málþing um gerð jarðganga í gegnum Vaðlaheiði á Fiðlaranum, 4. hæð, mánudaginn 21. maí frá kl. 10.00 til 13.00 Frummælendur: Stefán Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Tilurð Spalar og reynsla þess af einkafjármögnun. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf. Einkafjármögnun, hvernig er að henni staðið. Dr. Grétar Þór Eyþórsson, rannsóknarstjóri RHA. Samfélagsleg áhrif jarðganga Birgir Guðmundsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra. Hvað hefur verið kannað til þessa varðandi göng í gegnum Vaðlaheiði. Aðgangseyrir kr. 2.000, kaffi og léttur hádegisverður innifalinn. Þátttaka tilkynnist til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í síma 460 5700 eða á póstfang sigga@afe.is . Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Akureyrarkirkju verður hald- inn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju strax eftir messu sunnudaginn 27. maí 2001 kl. 12.15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningar. Önnur mál. Sóknarnefnd Akureyrarkirkju. ELLEFU nemendur í 10. bekk Brekkuskóla á Akureyri voru sendir heim úr skólaferðalagi til Danmerkur í vikunni, eftir að þeir höfðu orðið uppvísir að áfengisneyslu í ferðinni. Alls fóru 36 nemendur í ferðina til Danmerkur sl. föstudag og kemur hinn hópurinn heim nk. þriðjudag samkvæmt ferðaáætl- un. Björn Þorleifsson skólastjóri Brekkuskóla sagði að þessi upp- ákoma væri mikil vonbrigði en nemendurnir hafa verið með þessa ferð í undirbúningi sl. þrjú ár. Nemendur Brekkuskóla hafa verið í sambandi við jafnaldra sína í Skagen á Jótlandi undan- farin ár og með þessari ferð voru þeir að endurgjalda heimsókn dönsku krakkanna frá því í haust. Krakkarnir í Brekkuskóla gistu í heimahúsum en að sögn Björns var í einhverjum tilfellum um að ræða að fólk sem krakkarnir gistu hjá hefðihringt skelfingu lostið út af ástandinu. Björn sagði að gert hefði verið samkomulag við foreldra barnanna, þar sem fararstjórum hefði m.a. verið heimilt að senda hvern þann sem bryti lög og eða reglur heim á kostnað foreldr- anna. „Á meðan nemendur eru í skólaferðalagi teljast þeir vera í skóla og áfengisneysla í skóla er ekki liðin og því sem fór.“ Ellefu nemendur sendir heim Áfengisneysla í skólaferðalagi Brekkuskóla í Danmörku TÍU akureyrsk fyrirtæki efna til viðamikillar brúðarsýningar í Ketilhúsinu á sunnudag, 20. maí en hún hefst kl. 14.30. Brúðarpör ganga í salinn kl. 15 og 16. Á sýn- ingunni gefur að líta nánast allt sem hugsa þarf fyrir þegar blásið er til brúðkaups. Fyrirtækin sem standa að sýn- ingunni eru Blómabúð Akureyrar, Brúðarkjólaleiga Akureyrar, Hársnyrtistofan Medulla, Hjá Maríu, Hótel KEA, JB úr og skart, Karl K. Karlsson, Krist- jánsbakarí, Ljósmyndastofa Páls og Valrós. Brúðar- sýning í Ketilhúsi STARFSMENN Bæjarverks á Akureyri voru í óða önn að endurbyggja og laga kantsteina sem víða höfðu farið illa í vetur. Einn starfsmannanna orðaði það á þann hátt að svo virtist sem meira hefði verið um mokstur á kantsteinum en snjó síðasta vetur. Þegar ljósmyndari rakst á Bæjarverks- menn voru þeir að endurbyggja kantstein nyrst á Drottning- arbraut og vönduðu þeir að sjálfsögðu verk sitt. Þeir höfðu vart lokið framkvæmdum og horfið á braut þegar einhver bílstjórinn hafði ekið yfir steypuna og eyðilagt þannig verk þeirra. Morgunblaðið/Kristján Starfsmenn Bæjarverks á Akureyri endurbyggja kantstein nyrst á Drottningarbraut. Svona leit verk starfsmanna Bæjarverks út skömmu síðar, eftir að einhver ökumaður hafði tekið heldur krappa beygju. Kantsteinn keyrður í klessu KENNARAFUNDUR Tónlistar- skólans á Akureyri hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að aðstaða til tónleikahalds og tón- listariðkunar sé bæjarfélaginu til háborinnar skammar. Ályktunin er sett fram í tilefni þess að Íþróttaskemman á Akur- eyri verður ekki framar notuð undir tónleikahald og að hið ný- uppgerða Ketilhús komi aldrei til með að geta þjónað þörfum tónlist- arinnar. Fundurinn skorar á bæj- aryfirvöld og stjórnvöld að flýta ákvörðun um byggingu menning- arhúss á Akureyri hið fyrsta svo hið öfluga tónlistarlíf sem hér er stundað bæði hjá áhugafélögum, atvinnuhópum og Tónlistarskólan- um verði ekki fyrir varanlegum skaða. Jafnframt bendir kennarafund- urinn á þá staðreynd að öflugur tónlistarskóli er mjög mikilvægur þegar fjölskyldufólk tekur þá ákvörðun að flytja til bæjarins og hefur sú staðreynd aldrei verið áþreifanlegri en nú. Einnig þykir sýnt að öflug menningarstarfsemi er hornsteinn þess ásamt góðum háskóla að byggja hér upp öflugt háskóla- samfélag. Kennarafundur Tónlistarskólans á Akureyri Aðstaða til tónleika- halds í bænum til hábor- innar skammar ÞRJÁR umsóknir bárust um styrki frá jafnréttisnefnd Ak- ureyrar og samþykkti nefndin þá á síðasta fundi sínum. Kompaníið fékk 85 þúsund krónur til að standa straum af stuttmyndanámskeiði fyrir stúlkur. Menntasmiðjan fékk 150 þúsund krónur til að gera könnun á högum fyrrverandi nemenda Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Þá fékk Knattspyrnudeild Þórs 175 þúsund krónur í styrk frá jafn- réttisnefnd til að styrkja kvennaknattspyrnu. Þrjár um- sóknir um styrki Jafnréttisnefnd Akureyrar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.