Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 19

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 19 AKUREYRARKIRKJA: KA-messa í kirkjunni kl. 14 á morgun, sunnu- dag. Bryndís Arnarsdóttir, forvarn- arfulltrúi, flytur hugleiðingu og KA- félagar aðstoða við messugjörð. Prestur: sr. Svavar A. Jónsson. Kaffisala í Safnaðarheimili eftir messu. Fundur Æskulýðsfélags kl. 17 í kap- ellu. Morgunsöngur kl. 9 á þriðju- dag. Mömmumorgun á miðvikudag kl. 10, grillferð í Kjarnaskóg, en þetta er síðasti mömmumorgun vetr- arins. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í Safnaðarheimili eftir stundina. GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa verður í kirkjunni kl. 21 annað kvöld, sunnudagskvöld. Sungin verða létt lög og þá verða fyrirbænir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 annað kvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning laugardag, Pétur Reynisson predikar. Sunnudaga- skóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á sunnudag. Pétur Reynisson predik- ar. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag, Caroll Thompson frá Dall- as predikar. Fjölbreytt tónlist, fyr- irbænaþjóusta og barnapössun. Bænastundir alla virka daga kl. 06.30. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 20. maí kl. 11:00. Guðsþjónustan markar lok barnastarfsins í vetur. Börn úr 1.-5. bekk í Þelamerkur- skóla syngja og taka þátt í guðsþjónustunni. Öll fjölskyld- an velkomin. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 18. Messa á miðviku- dag kl. 18 og á fimmtudag, uppstign- ingadag kl. 11. Kirkjustarf HERRA Jóhannes Gijsen Reykja- víkurbiskup veitir þremur ungling- um fermingarsakramentið við messu í Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri, á sunnudag, 20. maí kl. 11. Þeir eru: Maria Podhajska, Ásabyggð 10, Akureyri, Pawel Kolosowski, Hlíðarvegi 13, Ólafsfirði, Tomasz Kolosowski, Hlíðarvegi 13, Ólafsfirði. Ferming Nemendur í 10. bekk Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði fengu leiðsögn í skyndihjálp í síðustu viku og þreyttu síðan próf í þessari viku. Það var Harpa Jónsdóttir sem annaðist kennsluna, en á myndinni sést húna einmitt leiðbeina tveim stúlkum í bekkn- um, þeim Sigurlaugu Helgadóttur og Láru Þórð- ardóttur. Harpa fylgist með og leiðbeinir þeim. Það ber ekki á öðru en að stúlkurnar hafi bara gaman af skyndihjálpinni. Leiðsögn í skyndihjálp Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson Sigurlaug Helgadóttir og Lára Þórðardóttir á skyndihjálparnámskeiðinu. Gagnfræðaskólinn í Ólafsfirði MÖGULEIKI á gerð jarðganga gegnum Vaðlaheiði verður til um- fjöllunar á málþingi sem At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar stendur fyrir á Fiðlaranum við Skipagötu á Akureyri á mánudag, 21. maí. Málþingið stendur frá kl. 10 til 13. Frummælendur verða Sigfús Jónsson hjá Nýsi hf., dr. Grétar Þór Eyþórsson, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, Birgir Guð- mundsson, Vegagerðinni á Norður- landi eystra, og Stefán Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Spalar. Meðal þess sem forsvarsmenn félagsins vilja skoða ofan í kjölinn er hvort möguleiki sé á að einkafyr- irtæki taki þátt í gerð ganganna með sama hætt og gert var í Hval- firði. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar Málþing um jarð- göng um Vaðlaheiði KANADÍSKA sópransöngkonan, Sigrid Carole Thorsteinsson Davis og undirleikari hennar, Harold Brown, halda tónleika í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit á morgun, sunnu- dag kl. 16. Carole er fædd í Winni- peg, en á rætur að rekja til Akraness og Sauðárkróks. Hún er þekkt söng- kona í heimalandi sínu Þau Carole og Harold eru á tónleikaferð um Ísland um þessar mundir. Tónleikar í Laugaborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.