Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 19 AKUREYRARKIRKJA: KA-messa í kirkjunni kl. 14 á morgun, sunnu- dag. Bryndís Arnarsdóttir, forvarn- arfulltrúi, flytur hugleiðingu og KA- félagar aðstoða við messugjörð. Prestur: sr. Svavar A. Jónsson. Kaffisala í Safnaðarheimili eftir messu. Fundur Æskulýðsfélags kl. 17 í kap- ellu. Morgunsöngur kl. 9 á þriðju- dag. Mömmumorgun á miðvikudag kl. 10, grillferð í Kjarnaskóg, en þetta er síðasti mömmumorgun vetr- arins. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í Safnaðarheimili eftir stundina. GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa verður í kirkjunni kl. 21 annað kvöld, sunnudagskvöld. Sungin verða létt lög og þá verða fyrirbænir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 annað kvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning laugardag, Pétur Reynisson predikar. Sunnudaga- skóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á sunnudag. Pétur Reynisson predik- ar. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag, Caroll Thompson frá Dall- as predikar. Fjölbreytt tónlist, fyr- irbænaþjóusta og barnapössun. Bænastundir alla virka daga kl. 06.30. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 20. maí kl. 11:00. Guðsþjónustan markar lok barnastarfsins í vetur. Börn úr 1.-5. bekk í Þelamerkur- skóla syngja og taka þátt í guðsþjónustunni. Öll fjölskyld- an velkomin. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 18. Messa á miðviku- dag kl. 18 og á fimmtudag, uppstign- ingadag kl. 11. Kirkjustarf HERRA Jóhannes Gijsen Reykja- víkurbiskup veitir þremur ungling- um fermingarsakramentið við messu í Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri, á sunnudag, 20. maí kl. 11. Þeir eru: Maria Podhajska, Ásabyggð 10, Akureyri, Pawel Kolosowski, Hlíðarvegi 13, Ólafsfirði, Tomasz Kolosowski, Hlíðarvegi 13, Ólafsfirði. Ferming Nemendur í 10. bekk Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði fengu leiðsögn í skyndihjálp í síðustu viku og þreyttu síðan próf í þessari viku. Það var Harpa Jónsdóttir sem annaðist kennsluna, en á myndinni sést húna einmitt leiðbeina tveim stúlkum í bekkn- um, þeim Sigurlaugu Helgadóttur og Láru Þórð- ardóttur. Harpa fylgist með og leiðbeinir þeim. Það ber ekki á öðru en að stúlkurnar hafi bara gaman af skyndihjálpinni. Leiðsögn í skyndihjálp Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson Sigurlaug Helgadóttir og Lára Þórðardóttir á skyndihjálparnámskeiðinu. Gagnfræðaskólinn í Ólafsfirði MÖGULEIKI á gerð jarðganga gegnum Vaðlaheiði verður til um- fjöllunar á málþingi sem At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar stendur fyrir á Fiðlaranum við Skipagötu á Akureyri á mánudag, 21. maí. Málþingið stendur frá kl. 10 til 13. Frummælendur verða Sigfús Jónsson hjá Nýsi hf., dr. Grétar Þór Eyþórsson, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, Birgir Guð- mundsson, Vegagerðinni á Norður- landi eystra, og Stefán Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Spalar. Meðal þess sem forsvarsmenn félagsins vilja skoða ofan í kjölinn er hvort möguleiki sé á að einkafyr- irtæki taki þátt í gerð ganganna með sama hætt og gert var í Hval- firði. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar Málþing um jarð- göng um Vaðlaheiði KANADÍSKA sópransöngkonan, Sigrid Carole Thorsteinsson Davis og undirleikari hennar, Harold Brown, halda tónleika í Laugaborg, Eyjafjarðarsveit á morgun, sunnu- dag kl. 16. Carole er fædd í Winni- peg, en á rætur að rekja til Akraness og Sauðárkróks. Hún er þekkt söng- kona í heimalandi sínu Þau Carole og Harold eru á tónleikaferð um Ísland um þessar mundir. Tónleikar í Laugaborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.