Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 37
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 37 Notkun á DVD og netinu við að miðla flólnu efni FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Flyðrugrandi 16, Reykjavík Opið hús frá kl. 13-15 Góð 132 fm 4ra-5 herb. íbúð á 1. hæð, íbúð 0203, með sérinngangi í þessum eftirsóttu húsum í vesturbænum. Stór stofa með suðursvölum, eikarinnrétting í eldhúsi, 3 herb. og flísalagt baðherb. Þvottaherb. í íbúð. 25 fm bílskúr fylgir. Íbúðin er til afhendingar fljótlega. Verð 19,5 millj. Íbúðin er til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 13-15. Verið velkomin. Hvað eru vafrakökur (cookies), hvað gera þær og hvernig losnar maður við þær? SVAR: Vafrakökur eða einfaldlega kökur eru upplýsingapakkar sem vafraforrit vista á notendatölvum að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vef- síðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá not- að þessar upplýsingar frá vafranum til hvaða ákvarðanatöku eða vinnslu sem er. Oft eru lykilorð eða að- gangsheimildir einstaklings að til- tekinni vefþjónustu geymd á tölvu hans sem kökur. Hver kaka hefur gildistímabil. Vafrinn eyðir kökunni þegar tíma- bilið rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kök- una. Notkun á vafrakökum hefur oft verið gagnrýnd vegna þess að sum fyrirtæki hafa notað kökur til að safna upplýsingum um hegð- unarmynstur einstaklinga á Vefnum og hafa sum verið sökuð um að tengja slíkar upplýsingar við aðrar upplýsingar svo sem innkaupa- mynstur. Hægt er að stilla flesta vafra til að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum af tölvu sinni en notandinn þarf þá að vera við því búinn að sum verk kosti meiri tíma og fyrirhöfn en ella. Aðferðirnar sem notaðar eru til þessa eru mis- munandi eftir tegund vafra. Á vef- síðum Microsoft eru til dæmis leið- beiningar til að eyða kökum fyrir nýrri gerðir vafrans Internet Explorer. Snorri Agnarsson, prófessor í tölvunarfræði við HÍ. Hvað er Fibonacci- talnaruna? SVAR: Fibonacci-runan er talnarun- an 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærð- fræðinginn Leonardo Fibonacci sem fæddist á 12. öld. Hann notaði rununa til að gera sér grein fyrir hversu hratt kanínum fjölgar. Til einföldunar gerði hann ráð fyrir að engin kanína myndi deyja og að hvert kanínupar gæti af sér eitt par mánaðarlega. Þar sem par getur ekki af sér sín fyrstu afkvæmi fyrr en það er orðið tveggja mánaða gamalt fæst þá að fjöldi paranna er summa fjölda paranna fyrir tveim mánuðum og fjölda paranna fyrir einum mánuði. Menn þykjast sjá merki um Fibo- nacci-rununa víða í náttúrunni. Eitt dæmi er um býflugur. Fjölskyldulíf þeirra er öðruvísi en okkar mann- anna. Til dæmis hefur kvenfluga tvo foreldra, eitt kvenkyns og eitt karl- kyns, en karlfluga hefur aðeins eitt kvenkyns foreldri. Karlfluga hefur því eina ömmu og einn afa, samtals 2. En þá hefur karlflugan samtals 3 langömmur og langafa og samtals 5 langalangömmur og langalangafa. Ef þessu er haldið áfram fást töl- urnar í Fibonacci-rununni. Það má líka nota Fibonacci- tölurnar í rúmfræðileik. Við byrjum með ferning með hliðarlengd 1. Við tökum annan ferning með hlið- arlengd 1 og setjum hann vinstra megin við þann fyrsta. Næst tökum við ferning með hliðarlengd 2 og setjum hann ofan við hina tvo. Þar næst tökum við ferning með hlið- arlengd 3 og setjum til hægri við þá sem komnir eru. Svo kemur fern- ingur fyrir neðan það sem komið er, þá aftur til vinstri við það sem komið er, þá fyrir ofan og svo framvegis réttsælis. Við sjáum að til að nýi ferningurinn passi við það sem áður var komið, þannig að heildin sé alltaf rétthyrningur, þá verða hlið- arlengdir rétthyrninganna að vera eins og tölurnar í Fibonacci-rununni. Jón Kr. Arason, prófessor í stærðfræði við HÍ. Hve margir íbúar eru í þriðja heiminum? SVAR: Það er hreint ekki eins ein- falt og ætla mætti að svara þessari spurningu. Aðalvandamálið felst auðvitað í þeirri spurningu hvað þetta fyrirbæri þriðji heimurinn er og hvaða lönd teljast til hans. Hugtakið þriðji heimurinn var upphaflega notað árið 1952 af Alfred Sauvy, frönskum hagfræðingi og landfræðingi. Hugtakið varð síðar afsprengi kalda stríðsins þegar lönd- um heims var skipt í fyrsta heiminn, sem vestræn iðnríki töldust tilheyra, og annan heiminn sem í voru Sov- étríkin og önnur kommúnistaríki. Þeim löndum sem ekki pössuðu í annað hvorn flokkinn var síðan skellt saman í nokkurs konar af- gangsflokk: þriðja heiminn. Í þessum flokki eru jafnólík lönd og Argentína, Zimbabwe, Sádi- Arabía og Norður-Kórea. Þetta eru lönd með gríðarlega mismunandi stjórnarhætti, efnahagskerfi, menn- ingu og trúarbrögð og í raun er afar ósanngjarnt að flokka þau saman. Við notum hins vegar enn þá þetta hugtak, þriðja heiminn, einfaldlega vegna þess að ekki er völ á öðru betra. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa lönd þriðja heimsins sameinast í þrýstihópi sem kallar sig Group of Seventy Seven eða G77. Samtökin voru stofnuð árið 1964 af 77 ríkjum en nú eru aðildarríkin 133 talsins. Oft er vísað til þessara samtaka þeg- ar rætt er um hvaða lönd teljast til þriðja heimsins. Til einföldunar og í tölfræðilegum tilgangi flokka hins vegar flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna lönd heimsins í tvennt; meira þróuð lönd og minna þróuð lönd. Í fyrri hópinn falla Ástralía, Nýja-Sjáland, Evr- ópulönd, Bandaríkin, Kanada og Japan en öll önnur lönd eru flokkuð sem minna þróuð. Að auki er upp á síðkastið æ oftar fjallað um þann hóp landa sem eru minnst þróuð (least developed countries eða LDC) og þurfa á hvað mestri aðstoð að halda. Alls teljast 48 lönd til þessa hóps, flest í Afríku sunnan Sahara en einnig mörg í Asíu og nokkur í Karíba- og Kyrrahafi. Og þá erum við loks farin að nálg- ast upphaflegu spurninguna. Sam- kvæmt fólksfjöldaskýrslu Samein- uðu þjóðanna frá því í fyrra bjó um mitt síðasta ár 6,1 milljarður manna í heiminum öllum. Í þeim 48 löndum sem teljast minnst þróuð búa rúm- lega 10% jarðarbúa eða um 658 milljónir íbúa. Íbúafjöldi í þeim löndum sem skilgreind eru sem minna þróuð og gjarnan eru einu nafni kölluð þriðja heims lönd er hins vegar um 4,865 milljarðar. Með öðrum orðum búa tæplega fimm milljarðar manna eða um 80% jarðarbúa á rúmlega 70% land- svæðis heimsins, í þeim rúmlega 130 löndum sem teljast til þriðja heims- ins. Brynhildur Ólafsdóttir stjórnmálafræðingur. Hvað eru vafrakökur? Undanfarið hafa birst svör á Vís- indavefnum um skrifun á kristalla, kjarnorkusprengingar í geimnum, rafstöðukrafta, nifteindir, trúleys- ingja, rannsóknir á Y-litningum, Fibonacci-tölur, nafnið „Tellus“, rómverskar tölur, geyma fyrir fljótandi köfnunarefni, fordóma, amm- oníak, íbúa þriðja heimsins, líkur í yatsy, eldvegg, vafrakökur, intr- anet, möndulhalla, 1. áratuginn, áhrif tónlistariðkunar á námshæfi- leika, hámarkshraða blettatígurs, vatnshöfuð, sekúndufjölda í ári, ljóseindir, veiðar háhyrninga og sigurkufl. VÍSINDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.