Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 18
STARFSEMI Báta-
tryggingar Breiðafjarð-
ar lauk hinn 1. október
sl., en þá yfirtók Sjóvá-
Almennar trygginga-
stofn Bátatryggingar-
innar. Ákvörðun um að
hætta starfsemi var
tekin eftir að félagið var
orðið eitt eftir af starf-
andi bátatrygginga-
félögum á landinu, en
fyrr á þessu ári hafði
Vélbátatryggingafélagið
Grótta selt Sjóvá-Al-
mennum tryggingastofn
sinn. Þar með lauk 63
ára farsælu starfi Báta-
tryggingarinnar.
Þá hefur Sjóvá-Al-
mennar sameinað um-
boð sitt í Stykkishólmi,
bátatryggingarstarf-
seminni frá og með 1.
desember og verður
skrifstofan í sama hús-
næði og Bátatryggingin var til
húsa. Gissur Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Bátatryggingar
Breiðafjarðar, hefur tekið við um-
boðinu.
Bátatrygging Breiðafjarðar var
stofnuð 22. júlí 1938. Aðalhvata-
maður að stofnun félagsins var Sig-
urður Ágústsson. Tilgangur félags-
ins var að tryggja útgerðarmenn
fyrir tjónum á bátum þeirra, en
bátar voru ótryggðir fyrir þann
tíma. Félagssvæðið náði yfir
Breiðafjörð og hefur starfsemi
Bátatryggingarinnar verið í Stykk-
ishólmi.
Á síðasta starfsári Bátatrygging-
ar Breiðafjarðar voru 65 skip og
bátar í tryggingu hjá félaginu.
Fyrsti framkvæmdastjóri félags-
ins var Kristmann Jóhannsson, og
auk hans hafa gegnt starfinu þeir
Ásgeir Ágústsson, Víkingur Jó-
hannsson og Gissur Tryggvason.
Síðasta báta-
tryggingafélagið
hættir starfsemi
Stykkishólmur
Gissur Tryggvason hefur verið framkvæmda-
stjóri Bátatryggingar Breiðafjarðar í 26 ár.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
LANDIÐ
18 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í UPPHAFI jólaföstu er kveikt á
jólatré á Bakkafirði og svo var einnig
nú í blíðskaparveðri. Oddviti
Skeggjastaðahrepps kveikti á jóla-
trénu og hjálpuðu allir krakkarnir til
við að telja niður og varð mikill fögn-
uður þegar ljósin kviknuðu á trénu.
Allir bæjarbúar sungu jólalag og
pólskir starfsmenn hér á staðnum
sungu pólskt jólalag og að því loknu
fengu allir sér hressingu, kakó og ný
bakaðar vöflur.
Sungu ís-
lenskt og
pólskt
jólalag
Bakkafjörður
Morgunblaðið/Áki Guðmundsson
Pólverjar syngja jólalag.
Á ÞRIÐJUDAG var kveikt á jólatré
hér í Búðardal. Dagskráin hófst
með því að séra Óskar Ingi Inga-
son sóknarprestur las jólasögu fyr-
ir viðstadda og svo var kveikt á
trénu. Í ár var það Heiðrún Sandra
Grettisdóttir sem tendraði ljósin á
trénu. Eftir að ljósin voru kveikt
var sungið og dansað í kringum
tréð við harmonikkutóna. Tóku all-
ir vel undir í söng og dansi.
Jólasveinar komu í heimsókn og
dönsuðu með okkur í kringum jóla-
tréð og gáfu svo öllum krökkunum
gotterí. Eftir söng og dans fóru all-
ir inn í Dalabúð þar sem var boðið
upp á kaffi, kakó og piparkökur. Á
meðan fólk gæddi sér á veiting-
unum spilaði lúðrasveitin jólalög
og síðan söng kórinn Vorboðinn
fyrir gesti.
Kveikt á
jólatrénu
Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir
Strákarnir hlusta áhugasamir á
lúðrasveitina spila jólalögin.
Búðardalur
ÞAGAÐ var í Húsi handanna síðast-
liðið mánudagskvöld. Þetta er ár-
leg hefð í handverkshúsinu og hef-
ur umgjörð kvöldsins jafnan vakið
forvitni og eftirtekt.
Að þessu sinni var húsið prýtt
kertalogi stafna á milli og allskyns
nytjahlutir og skreytilist gladdi
augu og fingurgóma. Þær Lára Vil-
bergsdóttir listhönnuður, Signý
Ormarsdóttir fatahönnuður og
Sjöfn Eggertsdóttir listmálari, sem
standa að Húsi handanna, voru við
iðju sína í rósömu andrúmslofti.
Gestum var forboðið að tala
nokkuð og rituðu staðfestingu þess
í sérlega bók við innganginn.
Aðventan og þjóðlegt yfirbragð
einkenndu kvöldið og mátti þannig
sjá föngulegar snótir á upphlut.
Var þar á meðal Ingveldur G. Ólafs-
dóttir sem söng gamlar þjóðvísur
inn í kyrrðina.
Enn var
þagað í Húsi
handanna
Morgunblaðið/Steinunn
Sjöfn Eggertsdóttir listmálari.
Egilsstaðir
HINN fyrsta desember sl. var
formlega tekinn í notkun annar
áfangi Árskóla á Sauðárkróki
með veglegri opnunarhátíð.
Hátíðin hófst með göngu nem-
enda og starfsfólks, þar sem
gengið var að Sauðárkrókskirkju,
en þar var mynduð friðarkeðja
sem náði frá kirkjunni, upp
Kirkjustíginn og að ljósakrossi á
Nöfum, en síðan var ljósker látið
ganga milli manna að krossinum,
og á honum tendruð ljós sem loga
munu allt fram á þrettánda dag
jóla.
Aftur var svo gengið að skól-
anum, en í íþróttahúsi fór fram
stutt athöfn þar sem skólastjóri
Óskar G. Björnsson gerði grein
fyrir hinu nýja húsnæði, aukn-
ingu á almennu kennslurými um
sjö stofur auk sérkennslustofa og
nýrrar stjórnunaraðstöðu.
Þá fluttu formaður skóla-
nefndar og formaður foreldra-
félags stutt ávörp og óskuðu skól-
anum velfarnaðar og lýstu
ánægju með þennan góða áfanga.
Þessu næst fluttu nemendur skól-
ans nokkur jólalög en síðan var
nýtt merki skólans kynnt, en
merkið er hannað af Áslaugu
Árnadóttur arkitekt en hún er
gamall nemandi skólans.
Að athöfn lokinni gafst gestum
kostur á að fylgjast með nem-
endum í starfi og leik og um leið
að skoða hið nýja og glæsilega
húsnæði skólans og þiggja veit-
ingar í boði foreldrafélagsins.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Nýbygging Árskóla
formlega tekin í notkun
Sauðárkrókur
JÓLIN eru að nálgast, flestir eru
farnir að huga að þessu venjulega
jólastússi og því var ákveðið að nem-
endur, foreldrar og kennarar í
Grunnskóla Mýrdalshrepps kæmu
saman einn laugardag til að föndra
og gleðjast saman. Heilu fjölskyld-
urnar mættu og var mikið unnið af
allskonar föndri. Sumir skáru laufa-
brauð, aðrir útbjuggu jólakort eða
jólapappír, skreyttu kerti eða gerðu
piparkökuhús eins og Þorgils Hauk-
ur Gíslason sem vandaði sig mikið
við að skreyta jólapiparkökuhúsið
sitt þegar fréttaritari Morgunblaðs-
ins tók þessa mynd.
Jólaföndur
í Vík
Fagridalur
Þorgils Haukur Gíslason, nem-
andi í 8. bekk, vandar sig við að
skreyta jólapiparkökuhúsið.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Á SEYÐISFIRÐI er orðið jólalegt
og jólaljósin glitra í hverjum glugga.
„Jólahlaðborð, dansleikur og
skemmtun verður í félagsheimilinu
Herðubreið 8. desember nk. Hótel
Seyðisfjörður stendur fyrir þessu
hlaðborði. Meðal skemmtiatriða
verður dans, söngdívur frá Seyðis-
firði, brekkusöngur, glens og gam-
anmál. Veislustjóri er Þorvaldur Jó-
hannsson.
Kveikt verður á jólatré við
sjúkrahúsið með viðhöfn föstudag-
inn 7. des kl. 17. Þorláksmessuskata
verður í hádeginu á Þorláksmessu á
Hótel Seyðisfirði. Sýning Birgis
Andréssonar og Magnúsar Reynis
Jónssonar; ,,Fossar í firði“, verður
opin laugardaginn 8. desember og
sunnudaginn 9. desember kl. 14–18
og frá og með 15. desember alla
daga fram til 23. desember kl. 14–
18.
Birgir teiknar eftir ljósmyndum
Magnúsar og speglar ljósmyndir
hans. Sýningin stendur til 13. jan-
úar 2002, hægt er að skoða sýn-
inguna utan afgreiðslutíma ef óskað
er.
Í Skaftfelli verður jólastemmning
helgina 15.–16. desember, seyðfirsk-
ir listamenn stíga á svið og níu ung-
menni úr menntaskólanum á Egils-
stöðum munu leika og syngja fyrir
gesti laugardagskvöldið 15. des.,“
segir íkvæmt því sem fram kemur í
fréttatilkynningu frá ferðamálafull-
trúa Seyðisfjarðar.
Mikið um að
vera fyrir jólin
Seyðisfjörður
ELDUR kom upp í eldhúsi Essó-
skálans á Blönduósi um klukkan 22
í fyrrakvöld. Það kviknaði í steik-
ingarpotti og kom upp töluverður
eldur. Starfsfólki og vöruflutn-
Snarræði
kom í veg
fyrir stórtjón
Morgunblaðið/Jón Sig.
Slökkviliðsmenn að störfum.
Blönduós
ingabílstjóra, sem þarna var gest-
komandi, tókst aðráða niðurlögum
eldsins áður en slökkviliðið á
Blönduósi kom á vettvang.
Lúðvík Vilhelmsson, kaupfélags-
stjóri á Blönduósi, sagði að með
þessari snöru samvinnu gesta og
starfsfólks hefði tekist að koma í
veg fyrir stórtjón. Að slökkvistarfi
loknu var unnið að því að hreinsa
og undirbúa veitingastarfsemina.