Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 80
DAGBÓK 80 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Meira af hestaíþróttum MÉR finnst ekki nægilega mikið sýnt frá hestaíþrótt- um í sjónvarpsstöðvunum. Á öllum stöðvum er hægt að horfa á fótboltaleiki, og allt sem tengist fótbolta, en ekki er hægt að fylgjast með hestaíþróttum nema kaupa sér aðgang að Sýn, sem ég hef ekki áhuga á því ég fylgist ekki með öðrum íþróttum. Veit ég að það er mikill áhugi á landsbyggð- inni fyrir að horfa á svona þætti en það eru ekki allir úti á landi sem hafa aðgang að Sýn. Vil ég skora á sjón- varpsstöðvarnar að taka þetta til athugunar. 16 ára hestaunnandi. Vitlaust verð ÉG var í Bónus nýlega og ætlaði að kaupa mér pizza- snúð. Á verðmerkingu stóð að hann kostnaði 109 – en þegar komið var á kassann kostaði hann 139. Ég skil- aði snúðnum að sjálfsögðu. Finnst að þeir í Bónus ættu að laga þetta. Einar T. Kjartansson, 10 ára. Rifist um matseðil MIKIÐ verður gaman þeg- ar við Hafnfirðingar getum rætt um hvað og hvað ekki eigi að vera á matseðli grunnskólabarna í Hafnar- firði. Það er þannig hér hjá okkur í dag að við höfum engan matseðil til að ræða um. Skólayfirvöld í Hafnar- firði eru enn að hugleiða hvort eðlilegt sé að nýta tugmilljóna fjárfestingar í eldhúsum grunnskólana og búnaði til að elda hollan og góðan mat fyrir börnin okkar eða hvort halda eigi áfram að safna ryki á þenn- an búnað. Vonandi verður mörkuð skýr stefna í þess- um málum fljótlega. Gam- an væri að vita hvað stjórn- málaflokkarnir ætla að gera komist þeir að í næstu kosningum. Þetta er mál sem skiptir fjölskyldur í bænum miklu máli og gæti vel skilið á milli hvar ég set x-ið í næstu kosningum. Reykvíkingar! Verði ykkur maturinn að góðu. Okkar börn verða að láta sér nægja vatn í munninn við að lesa matseðlana ykk- ar. Guðjón Sigurðsson, Grænukinn 4, Hf. Týnd gleraugu STELPAN okkar er búin að týna nýju gleraugunum sínum. Hún hefur kannski misst þau í bíó, þegar hún fór á Skrekk í Borgarleik- húsinu, í vesturbæ kringum Hagaskóla, í strætó, Kringlunni eða Smáralind. Gleraugun eru með dökka (græna) fína umgjörð og eru eins og flestar 15 ára stelpur eru með. Uppl. í símum: 696 7530 og 692 1989. Þakkir fyrir skilvísi ÉG vil senda þeim sem fann gsm-símann minn og skilaði honum í 10–11-búð- ina í Skipholti mínar bestu þakkir. Gunnar Bjartmarsson, Hátúni 10. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI er einn af þeim semsupu hveljur yfir hækkun á geislaplötum, jafnt innlendum sem erlendum. Eftir hækkun eru dýr- ustu innlendu plöturnar, sem gefnar eru út fyrir jólin, því komnar í 2.699 kr. Forsvarsmenn Norðurljósa kenna gengisbreytingum um og verja hækkuninna með því að benda á að bækur hafi hækkað mun meira í verði undanfarið. Slíkar afsakanir gera bitann hvorki minni né bragð- betri sem tónlistarunnendur þurfa að kyngja. Geislaplötuverð hér á landi var hátt fyrir í samanburði við nágrannalöndin og nú er það orðið ennþá hærra. Sem dæmi kostar ný geislaplata með Robbie Williams, Swing When You’re Winning, 2.599 kr. hjá netverslun Skífunnar eftir verðhækkunina en hún kostar rétt rúmar 2.000 kr. hjá HMV-verslun- arkeðjunni í Bretlandi. Hvorki meira né minna en 599 kr. verðmun- ur og platan 23% dýrari út úr búð hér á landi en í Bretlandi. x x x VÍKVERJI heldur að með hækk-uninni séu plötusalar að fara út á hálan ís og að hún kunni að koma þeim ærlega í koll. Ekki er víst að hún komi mikið niður á sölunni fyrir jólin enda ríkir þá mikið verðstríð sem kýlir verðið niður á söluhæstu titlunum en það er þó tilfinning Vík- verja að almennt sé geislaplatan álitin munaðarvara og sem slík þoli hún ekki að vera of hátt verðlögð. Neytendur muni þannig mikið til veigra sér við að kaupa geislaplötu þegar hún er komin yfir ákveðinn verðþröskuld og spurningin er hvort með síðustu hækkun hafi verið farið yfir þennan ósýnilega þröskuld. Annað sem gerir það varasamt að hækka mjög verðið á tónlist eru stórar erlendar netverslanir á borð við Amazon sem bjóða geislaplötur á almennt mun lægra verði en út úr búð og er þá átt við út úr búð erlend- is þannig að verðmunurinn er jafn- vel ennþá meiri þegar borið er sam- an við verð í íslenskum hljómplötuverslunum. (Ofannefnd plata kostar 9,99 pund án flutnings- gjalds hjá Amazon eða um 1.500 kr.) Þriðja og kannski varasamasta ógnin við hinar hefðbundnu hljóm- plötuverslanir eru síðan netsíðurnar sem bjóða fólki upp á að nálgast tón- list að vild, sumar gegn vægu gjaldi, aðrar hreinlega frítt. Vissulega er ólöglegt að dreifa á Netinu tónlist sem er í eigu annarra aðila en marg- ir gera það nú samt sem áður og á meðan hlýtur það að teljast ógn við geislaplötusölu og enn þá meiri þeg- ar verðið út úr búð þykir fram úr hófi hátt. A.m.k. er hvatningin til neytenda um að sýna löghlýðni og tryggð við rétthafa fjarri því fyrir hendi þegar svo er ástatt á markaði. x x x VÍKVERJI kætist mjög yfirþeirri miklu gósentíð sem nú er í heimi kvikmyndanna og þá sér- staklega fyrir fjölskyldur. Nú flykkjast þær á Harry Potter og viskusteininn, ógleymanlega og hreinræktaða fjölskylduskemmtun. Næst tekur við langþráð kvik- myndagerð á sígildri Hringadrótt- inssögu Tolkiens. Það er langt síðan kvikmyndaheimurinn hefur sinnt börnum á öllum aldri svo ríkulega og satt að segja kominn tími til að endurvekja ævintýraneistann. Það sem meira er, þá þykja báðar mynd- irnar sérdeilis vel heppnaðar, mikið í þær lagt og tryggðin við bók- menntaverkin höfð í hávegum. Eitt er víst að Harry Potter og Hobbitarnir eru öllu uppbyggilegri og vitrænni skemmtun en Pokémon, Teenage Mutant Ninja Turtles, Power Rangers og hvað þeir nú heita allir saman. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SENNILEGA býr Reykja- víkurborg yfir besta og fullkomnasta flota af snjóhreinsitækjum sem fáanlegur er. Þess vegna ætti að takast vel að hreinsa og moka snjó af götum og gangstéttum borgarinnar en það er öðru nær, alltof lítið eru gagnrýnd vinnubrögð þeirra sem á þessu eiga að bera ábyrgð. Tvíverknaður og lítið verksvit er oft áberandi þegar um snjómokstur er að ræða, tækjum er illa „beitt“ viðhreinsun á göngustígum og gang- brautum, þ.e.a.s snjómagn er skilið eftir á stígum. Svo virðist sem lítið eða ekkert samband sé á milli þeirra sem moka af göt- um og þeirra sem hreinsa gangstíga. Þannig að oft hef ég séð tvíverknað í því sam- bandi, það er gangstétt rudd fyrst, síðan kemur götuhreinsari og þeytir snjó yfir það sem var ver- ið að hreinsa á gangstétt. Þetta er alveg óþarfi og væri sennilega hægt að spara milljónir hjá borg- inni ef verkstýringin yrði betri. Frágangur og hreinsun á gatnamótum er oft þannig að stórhættulegt er að komast leiðar sinn- ar á tveimur jafnfljótum. Snjómokstursbílar borgarinnar aka oft með of miklum hraða, sem er alls ekki betra þegar snjór er hreinsaður af götum borgarinnar. Væri óskandi að þeir sem um þetta eiga að sjá og bera ábyrgð á tækju á málinu. Reykvíkingur. Snjómokstur – vanda þarf til verka LÁRÉTT: 1 ógallaður, 8 manns- nafn, 9 fjallstopps, 10 reið, 11 horuð, 13 ræktuð lönd, 15 kjöts, 18 heysátu, 21 verkfæri, 22 eyja, 23 traust, 24 gata í Reykja- vík. LÓÐRÉTT: 2 götu, 3 sefur, 4 smáa, 5 alda, 6 hæðum, 7 mynni, 12 sár, 14 húsdýra, 15 hörfa, 16 sötrar með tungunni, 17 fælin, 18 skarpskyggn, 19 sló, 20 ægisnál. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gljái, 4 skell, 7 fótum, 8 ártíð, 9 afl, 11 norn, 13 hrun, 14 ýkjur, 15 fúst, 17 ódýr, 20 átt, 22 glæst, 23 ríp- ur, 24 rotta, 25 gorta. Lóðrétt: 1 gufan, 2 Jótum, 3 ilma, 4 stál, 5 ertur, 6 lóðin, 10 fljót, 12 nýt, 13 hró, 15 fögur, 16 skært, 18 dapur, 19 rorra, 20 átta, 21 treg. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Arina Artica kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ým- ir kom í gær, Polar Sigl- ir, Vædderen og Kristen fór í gær. Fréttir Bókatíðindi 2001, núm- er laugardagsins 8. des. er. 37092 Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Árskógar. Opi hús verð- ur miðvikudaginn 2. des. kl. 20. Tískusýning, Jóla- bingó verður föstudag- inn 14. des. Aflagrandi 40. Jóla- kvöldverður verður föstudaginn 14. desem- ber. Allir velkomnir, skráning og upplýsingar í afgreiðslu sími 562- 2571 Bólstaðarhlíð 43. Jóla- trésskemmtun verður föstudaginn 14. des kl. 14. Jólasveinnin kemur í heimsókn Fjórar klass- ískar kynna nýútkominn geisladisk sinn. Skrán- ing í s. 568-5052 fyrir 13. des Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566-8060 kl. 8– 16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag verður púttað í Bæjarútgerðinni kl. 10 og félagsvist kl. 13:30. Þriðjudaginn 11. des. býður Lögreglan í Hafn- arfirði í skoðunarferð og kaffi í Svartsengi. Rútur fara kl. 13. Fimmtud. 13. des. verður opið hús í Hraunseli kl. 14 „Jóla- fundur“. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi – blöðin og mat- ur í hádegi. Sunnudagur: Félagsvist fellur niður, hefst aftur eftir áramót. Dansleikur kl. 20. Caprí- tríó leikur fyrir dansi, síðasti dansleikur á þessu ári. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda fram- hald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13, verðlaunaafhending. Alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB mánud. 17. desem- ber nk. panta þarf tíma. Jólaferð verður farin um Suðurnesin 17. des. Jólaljósin skoðuð. Far- arstjóri Sigurður Krist- insson. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Skrán- ing hafin. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Mánud. 10. des.: Jólaupplestur í Bókasafni Garðabæjar kl. 17, spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Jólakaffi kl. 15, föndurdagur í Kirkju- hvoli neðri hæð kl. 13.30. miðvikud. 12. des.: Lögreglan í Garða- bæ býður í árlega ferð. Farið verður í Svarts- engi. Rútur frá Kirkju- hvoli og Holtsbúð kl. 13. Gjábakki, Fannborg 8. Jólahlaðborð verður í Gjábakka, fimmtud. 13. des, kl. 12. Sr. Ægir Sig- urgeirsson flytur hug- vekju. Nemendur Suz- uki-skólans flytja nokkur lög. Vinsamlega skráið þátttöku fyrir kl. 17 miðvikud. 17. des. Gerðuberg, félagsstarf, í dag kl. 13–16 opin myndlistarsýning Bryn- dísar Björnsdóttur, listamaðurinn verður á staðnum, veitingar í veitingabúð. Hvassaleiti. Jólafagn- aðurinn verður föstu- daginn 14. des. kl. 19. Húsið opnað kl. 18:30. Ýmislegt til skemmt- unar góður matur, söng- ur, gleði og jólalegt um- hverfi. Miðapantanir á skrifstofunni og í síma 588-9335. Sækja þarf miða eigi síðar en mið- vikudaginn 12. des. fyrir kl. 17. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudaginn sem hefst með mat kl. 12. Jólavaka. Jólagleðin verður 28. des. kl. 14. í kirkjunni. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykja- vík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Úrvals-fólk – Kanarí Enn þá er laust í ferðina 5. jan. 2002 uppselt í ferðina 2. mars, höfum bætt við dagsetningum fyrir Úrvals-fólk 23. feb. í 4 vikur og 9. mars. í 3 vikur. Nýir félagar í Úr- vals-fólki kynnið ykkur afsláttinn upplýsingar gefur Valdís og sölufólk á skrifstofu Úrvals- Útsýnar í síma 585-4000. Kvenfélagið Seltjörn minnir á jólafundinn mánudaginn 10. desem- ber kl. 19.30 í golfskál- anum á Seltjarnarnesi. Árnesingafélagið í Reykjavík. Jólakaffi- tónleikar Árnes- ingakórsins verða í safn- aðarheimili Áskirkju sunnud. 9. des. kl. 15. Aðalfundur Árnesinga- félagsins verður haldin í framhaldi af kaffi- tónleikunum um kl. 16:30 á sama stað. Allir velkomnir. Breiðfirðingafélagið. Aðventudagur fjölskyld- unnar verður á morgun, sunnud. 9. des. í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, og hefst kl. 14.30. Breiðfirðingar fjölmenn- ið. Hana-nú, Kópavogi. Skráningu á Vínarhljóm- leika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands lýkur þriðjud. 11. des. Hljóm- leikarnir eru laugard. 5. jan. kl. 17. Engin rúta. Nánari upplýsingar í Gjábakka 554-3400 og Gullsmára 564-5261. Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ. Mánud. 10. des. verður farið í Reykjavík, litið við í búðum og farið á kaffihús. Þær búðir sem farið verður í eru Smára- lind (Hagkaup) og Rúmfatalagerinn. Kaffi verður drukkið á Grand Hóteli og að síðustu komið við í Blómavali. Þeir sem hafa áhuga á að koma með í þessa ferð láti skrá sig í s. 421-4322 eða 861-2085. Eldri skátar. Jóla- fundur. Endurfundir eldri skáta verða mánud. 10. des. í Hraunbyrgi, skátaheimili Hraunbúa, Hjallabraut 51 í Hafn- arfirði. Húsið opnað kl. 11:30, matur kl. 12. Allir eldri skátar eru hvattir til að koma og hitta gamla félaga. Öldungaráð Hauka Jólafundurinn er mið- vikud. 12. des. á Ásvöll- um og hefst kl. 20. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Í dag er laugardagur 8. desember, 342. dagur ársins 2001. Maríumessa. Orð dagsins: Lát bæn mína koma fyrir þig, hneig eyra að hrópi mínu, því að sál mín er mett orðin af böli, og líf mitt nálægist Hel. (Sálm. 81, 7.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.