Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ JónmundurJónsson fæddist á Möðruvöllum í Kjós 6. mars 1920. Hann lést 1. desem- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Guð- mundssonar, f. 18. júlí 1888, d. 28. maí 1939, og Ólafar Jónsdóttur, f. 8. júní 1883, d. 28. apríl 1922, hún var frá Melum á Kjalarnesi. Jónmundur átti einn albróður, Þorgeir, f. 12. ágúst 1921, d. 24. ágúst 1996. Jónmundur missti móður sína tveggja ára gamall og ólst upp með föður sínum og bróður. Nokkru síðar hóf Jón, faðir Jónmund- ar, sambúð með Margréti Jónsdótt- ur frá Litlabæ í Kjós. Hún gekk þeim bræðrum í móður- stað. Hann átti tvær hálfsystur, Ólöfu, f. 24. júní 1924, og Svanlaugu, f. 28. janúar 1929. Þær eru báðar látnar. Jónmundur var ókvæntur og barn- laus. Útför Jónmundar fer fram frá Möðruvöllum í Kjós. Jarðsett verður frá Reynivallakirkju laugardagin 8 desember og hefst athöfnin klukkan 14. Jonni frændi var búinn að gera margt á sinni löngu ævi. Hann var bóndi og mjög laginn í höndunum. Það kom sér oft vel í sveitinni, því menn urðu að bjarga sér sjálfir í þá daga, gera við dráttarvélar, smíða sjálfir það sem upp á vantaði og gera við aðrar vélar þar sem langt var til byggða. Ég man þegar ég var strákur í sveit á Möðruvöllum hjá þeim bræðrum þá smíðuðu vagn sem þeir drógu heilan galta á. Síðan var vagn- inn keyrður inn að hlöðudyrum þar var galtinn dreginn í heilu lagi inn í hlöðuna. Þetta þótti mikil tæknibylt- ing í þá daga. Jonni átti mjög fallega hesta. Hann hélt mikið upp á hestana sína, einkum þó jörpu hestana. Það fengu nú ekki allir að koma á bak þeim. Jonni átti mjög fallegan hest sem hann minntist oft á. Þessi hestur hét Léttir. Í stof- unni á Möðruvöllum hékk mynd af Létti. Það vakti oft umræður um hesta og þá einkum um þennan uppá- haldshest. Jonni smíðaði yfir gamlan Nash-jeppa. Hann byggði tréhús yfir hann. Það var unun að fylgjast með honum því allt lék í höndum hans. Sannkölluð listasmíð. Í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð leituðu starfsstúlkurnar oft til hans því hann var mjög greiðagóður og gott að leita til hans. Jonni var mjög barngóður maður. Hann kom oft við í sumarbústaðnum mínum Lækjar- bakka í landi Möðruvalla þar áttum við Jonni og fjölskylda mín oft góðar stundir saman. Síðustu árin dvaldi Jónmundur á Elliheimilinu Grund, þar var hugsað vel um hann og þar leið honum vel. Blessuð sé minning hans. Árni Friðrik Markússon. Jónmundur rak félagsbú á Möðru- völlum ásamt bróður sínum, Þorgeiri. Eftir lát föður þeirra tóku þeir form- lega við búinu, þá aðeins 18 og 19 ára. Þeir ráku búið til ársins 1995. Þá fluttist Jónmundur til Reykjavíkur ásamt foreldrum mínum, Þorgeiri bróður sínum, og eiginkonu hans, Ingibjörgu Sveinbjörnsdóttur frá Hámundarstöðum í Vopnafirði. Þau þrjú, foreldrar mínir og hann, fluttu á elli- og dvalarheimilið Grund við Hringbraut 50, þar sem Jónmund- ur dvaldi til dauðadags. Um 15 ára skeið vann Jónmundur í Reykjavík til að afla búinu tekna en Þorgeir rak þá einn búið á Möðruvöll- um. Samvinna þeirra bræðra var ein- stök, bar þar aldrei skugga á. Jón- mundur var mjög hæglátur maður og handlaginn, fór sér aldrei óðslega að hverju sem hann gekk, skoðaði alla hluti frá öllum hliðum og tími skipti hann aldrei máli. Hlutirnir tóku ein- göngu þann tíma sem þeir þurftu, annað skipti ekki máli. Þótti okkur bræðrabörnum hans oft nóg um. Að vissu marki gekk hann okkur í föð- urstað. Í uppvexti okkar fannst okkur systkinunum að alltaf þyrfti að gera jafnt fyrir Jonna og pabba. Ég man eftir honun gera við hina og þessa hluti sem komu víða að, frá bændum sveitarinnar. Hann var einstaklega hagur bæði á tré og járn. Þúsund þjala smiður. Ég hlaut þau forréttindi að ganga með Jonna síðasta spölinn í þessu lífi. Ég hugsaði eitthvað á þessa leið, þessa síðustu löngu en samt fögru og tilfinningaríku nótt sem hann lifði, ég var að upplifa það sem ég hafði aldrei upplifað áður og hugsaði með söknuði og trega til föður míns og til þess augnabliks er hann kvaddi þennan heim án nærveru neins okkar: Feigðin strýkur föla kinn, forlög koma og segja: Á þig hrópar himinninn, þú hlýtur fljótt að deyja. Þessa nótt lét ég hugann reika, horfði á þig ganga hægt, skref fyrir skref inn í eilífðina eða inn í það óþekkta sem bíður hvers manns að þessu tilverustigi loknu. Ég sá mig litla á leið í skólann í bíl með Jonna, þögull, traustur, hægur, óhagganlegur. Það þurfti ekki að eyða orðum í neitt, við skildum án orða. Ég horfði á hendur þessa manns, sá þær fara nærgætnum höndum um skrokk hestanna sinna, kemba, tala við þá í lágum hljóðum, sem enginn heyrði hvað var. Það var alveg sama á hverju þessar hendur snertu, þær meðhöndluðu alla hluti með lagni og alúð þótt hægt færu, því aldrei var asi á Jonna. Þrátt fyrir það gekk allt upp um síðir. Upp komu minningar um óþolin- mæði okkar systkinanna þegar okkur þótti Jonni þurfa að vega og meta alla hluti frá öllum hliðum áður en hafist var handa. Það átti ekki við okkur sem börn og unglinga þegar við vild- um hespa hlutunum af. Minning svo ljóslifandi þegar Jonni keyrði okkur systurnar niður að höfn, en hann var sá sem keyrði bíl á heim- ilinu, við systurnar vorum að fara í skóla vestur á firði með skipi, fullar af spenningi fyrir því ókomna. Hann stóð á bryggjunni eins og hann væri að kveðja okkur í síðasta skipti, með depurð í augunum og þungan áhyggjusvip um þá óvissu sem biði okkar. Þögull en með sömu áhyggjur og faðir sem kveður börnin sín er þau fljúga úr hreiðrinu, svo að vissu marki var hann okkur sem faðir. Þannig komu minningarnar upp hver af annarri þessa síðustu nótt sem við héldumst í hendur og horfð- umst í augu og ég sá það þótt þú gætir ekki tjáð þig með orðum (við þurftum það sjaldnast, skildum hvort annað án orða) að þú vissir hvert stefndi. Við hugsuðum trúlega bæði á þessa leið. Styttast tekur langa biðin, leiðarenda bráðum náð. Þó er eftir hæsta hæðin, hún er grýtt og þyrnum stráð. Leiðin út getur verið eins og erfið fæðingog ég var ákveðin að hjálpa þér yfir hana, Jonni minn, eins og best ég gat, með öllum þeim kærleik og styrk sem ég gæti gefið þér í gegnum þá fæðingu sem framundan var. Sagt er að tvisvar verði gamall maður barn. Minn hugur segir mér að eins megi segja: Fæðing hvers manns er tví- þætt, í byrjun lífs hér á jörðinni og í enda hvers lífs er við skiljum við, fæð- ing úr lífsins fjötrum í eitthvað óþekkt sem við öll höfum skiptar skoðanir um hvað verður. Þegar leið á nóttina og þú horfðir á mig, fylgdist með hreyfingum mínum, fannst fyrir strokum mínum, hlustað- ir á lága rödd mína, gafst þú mér þau boð að þú værir að skilja við, sáttur en þó með ákveðnum trega, óvissu um hvað við tæki, trúlega þess vegna hélst þú svo ótrúlega lengi í það sem þú hafðir, það er lífið, þrátt fyrir að þú hafðir ekki nærst á nokkurn hátt í rúma viku. Skyndilega hættir þú að horfa á mig, augun leituðu upp eins og þú sæ- ir eitthvað fyrir ofan og aftan mig og andlitið fylltist eins konar undrun, síðan vissu og öryggi. Ég upplifði að nú vissir þú hvert þú værir að fara og varst tilbúinn. Þá kom upp í huga minn síðasta er- indi Haraldar Hjálmarssonar í ljóð- inu Feigð: Dagur er liðinn og niðdimm nótt, nú fer það að styttast. Kæri dauði, komdu fljótt. Hvar eigum við að hittast? Stundin var komin og það síðasta sem ég hvíslaði í eyra hans um leið og hann hvarf á braut var: Takk fyrir samveruna, Jonni minn, ég bið að heilsa pabba, ég kem seinna. Guð veri með þér og farðu í guðs friði. Eygló. JÓNMUNDUR JÓNSSON ✝ Bjarni Sigjóns-son fæddist á Hofi í Öræfum 29. september 1909. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjól- garði á Höfn í Hornafirði 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigjón Jónsson frá Hofi, f. 24. nóvember 1865, d. 14. ágúst 1914, og Arndís Halldórsdóttir frá Lágu-Kotey í Meðal- landi, f. 19. septem- ber 1864, d. 2. júní 1952. Systkini Bjarna sem komust á legg voru Karl Jören, f. 21. mars 1904, d. 12. apríl 1970, Jónína Sigur- björg, f. 15. janúar 1906, d. 28. maí 1931, Þorlákur, f. 3. mars 1907, d. 17. nóvember 1976, og Þuríður Halldóra, f. 25. maí 1912, d. 14. október 1979. Bjarni kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Stefáns- dóttur, hinn 14. júlí 1940 og bjuggu þau í austurbænum í Svínafelli til ársins 1943 þegar þau fluttu að Hofi IV, Hofskoti, og bjuggu þar alla sína búskap- artíð. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Páll, f. 1940, kona hans er Ingibjörg Ingimundardóttir, f. 1956. Börn þeirra eru Guðrún Bára, f. 1974, Helga Sigur- björg, f. 1976, sam- býlismaður hennar er Árni Pétur Hilm- arsson, og Ingi Björn, f. 1982. 2) Sigurjón Arnar, f. 1944. 3)Unnur, f. 1947. Barn hennar er Bjarni Sigurður Grétarsson, f. 1982. 4) Jón Sigurbergur, f. 1951, kona hans er Áslaug Þor- björg Guðmundsdóttir, f. 1956. Börn þeirra eru Bjarni Guð- mundur, f. 1977, sambýliskona hans er Védís Helga Eiríksdóttir, Hjalta Sigríður, f. 1980, sam- býlismaður hennar er Össur Ims- land, og Guðni Rúnar, f. 1989. 5) Stefán Bjarnason, f. 1955, kona hans er Margrét Guðbrandsdótt- ir, f. 1957. Börn þeirra eru Bjarki Elvar, f. 1977, sambýliskona hans er Steinunn Elna Eyjólfs- dóttir, og Helena Marta, f. 1983. Útför Bjarna fer fram frá Hofskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Faðir okkar, Bjarni Sigjónsson, missti föður sinn aðeins fimm ára að aldri og á áttunda ári flutti hann að Svínafelli í Breiðutorfuna til Þur- íðar Jónsdóttur og barna hennar. Eftir að Sigjón dó hafði Jón Bjarna- son faðir Sigrúnar, sem nú er á Litla-Hofi, umsjón með búi Arndís- ar og voru þau í samvinnu við heim- ilið þar til þau fluttu að Litla-Hofi árið 1940. Dvaldi pabbi í Svínafelli til 17 ára aldurs þegar hann flutti aftur í Hofskot. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður, fædd á Hnappavöllum, dóttir hjónanna Ljótunnar Pálsdótt- ur og Stefáns Þorlákssonar. Hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Svínafelli, þeim Páli og Guðrúnu í Austurbænum, og móðursystkinum sínum. Hann flutti í Austurbæinn árið 1937 til unnustu sinnar þar sem þau eignuðust sitt fyrsta barn. Þegar Arndís móðir pabba og Karl elsti sonur hennar voru orðin ein í Kotinu árið 1943, þá fluttu þau þangað og hafa búið þar síðan. Þar eignuðust þau fjögur börn í viðbót. Hann var víðsýnn og framfara- sinnaður. Hann hafði gaman af að ferðast og gleðjast með glöðum. Hann var alltaf opinn fyrir nýjung- um sem létti fólki vinnuna sem gerði mönnum frekar kleift að skrimta. Hann stundaði lunda- og svartfuglaveiði í Ingólfshöfða svo lengi sem heilsan leyfði. Byrjaði hann ungur að sækja vinnu út fyrir sveitina og stundaði t.d. sjó- mennsku frá Höfn í nokkur ár, upp úr 1930, við erfið skilyrði. Eftir að eldri synir hans stálp- uðust og fóru að geta séð um búið, fór hann í mörg ár á vertíð til Vest- mannaeyja. Þegar komið var heim að vori kom hann oftar en ekki með heyvinnutæki og annað sem búið og heimilið þarfnaðist. Var hann ætíð með þeim fyrstu í sveitinni að taka í notkun ný heyvinnutæki, t.d. hey- tætlu. Eftir að ár voru brúaðar þá fór hann á nokkrar vertíðar austur á Höfn þar sem hann vann í salt- fiskverkun. Pabbi var einn af þeim sem var alltaf tilbúinn að styðja framfara- mál hvort sem það var í eigin þágu eða sveitarinnar. Í búskapartíð hans var byggður upp sá húsakostur sem nú er á jörðinni. Með útsjónarsemi og dugnaði, og með hjálp góðra sveitunga, byggði hann íbúðarhús og t.d. fjárhús með djúpum kjallara sem var nýjung á landinu um það leyti. Sem dæmi um framsýni hans má nefna að þegar hann kom til læknis til Reykjavíkur þá orðinn 89 ára og sá farsímana sem fólk var töluvert komið með, þá vildi hann endilega kaupa einn slíkan til að hafa í sveitinni, og var það að sjálf- sögðu gert. Þegar pabbi var kominn nokkuð á sjötugsaldurinn fór að bera á sliti í mjöðmum sem fór að há honum og varð hann að minnka vinnu um það leyti. Hann fór í mjaðmaaðgerðir sem færðu honum nokkurn kraft að nýju. En þegar árin liðu og verkir jukust í mjöðmum á ný og heyrnin skertist þá sagði athafnamaðurinn að það væri ekki gaman að vera gamall. Hann fór um 1995 sér til hress- ingar á dvalarheimilið Skjólgarð nokkrum sinnum á ári og lengi vel stundaði hann ferðalög með ung- mannafélaginu í Öræfum og með öldruðum á Höfn sem hann hafði alltaf jafn gaman af. Þegar hann var níræður veiktist hann meira og dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn eftir það, þar sem heilsu hans hrakaði og lést hann 30. nóvember s.l. Starfsfólki þar þökk- um við innilega fyrir góða umönnun sem við vitum að pabbi var ánægð- ur með. Nú er leið pabba hér á jarðríki á enda og hann hefur verið leystur þrautunum frá. Eftir lifir minningin um góðan og jákvæðan föður. Blessuð sé minn- ingin. Unnur Bjarnadóttir, Stefán Bjarnason. Ég hitti Bjarna tengdaföður minn sumarið 1976 þegar ég kom í fyrsta sinn í Öræfin með Stefáni. Bjarni var þá orðinn fremur stirður vegna slits í mjöðmum en hann og Sigga sáu um fjósið man ég. Eftir að skipt hafði verið um liði í báðum mjöðmum og hann kom austur eftir seinni aðgerðina fór hann beint í að rífa frá og naglhreinsa í véla- skemmunni sem var í byggingu. Hann fór í stiga niður í gryfju og ég man að allir voru skíthræddir um að hann myndi detta og meiða sig en hann lét það ekkert á sig fá. Bjarni var í eðli sínu mikill fram- kvæmdamaður og áhugasamur um að laga það sem betur mátti fara. Ég man að oft þegar við komum í sveitina og eitthvað átti að taka til hendinni lyftist brúnin á þeim gamla og hann dreif sig út að fylgj- ast með og hvetja menn áfram. Þeir feðgar Stefán og Bjarni áttu það sameiginlegt að báðir höfðu gaman af veiðiskap ýmiss konar. Þeir fóru saman í Ingólfshöfða að síga eftir eggjum og til fuglaveiða. Selveiði var stunduð á vorin og silungsveiði austur á sandi. Ég var mikil rauð- sokka á þessum árum og vildi gera allt sem karlmenn gerðu og gerði það líka oftast, fékk að fara með í alls konar veiðiferðir og fleira sem kvenfólk sóttist ekki eftir að gera á þeim árum. Ég man að Bjarni studdi mig alltaf þótt öðrum fyndist að ég gæti verið heima eins og aðr- ar konur. Bjarni átti Massey Ferguson, árgerð 1966, með velti- grind. Hann tók aldrei bílpróf en fór á vélinni það sem hann þurfti til að komast leiðar sinnar langt fram á níræðisaldur. Hann skrapp austur að Litla-Hofi eða austur í búð. Í Öræfunum nota menn aðeins tvær áttir; austur og inneftir. Bjarni var félagslyndur og lét sig sjaldan vanta á mannamót í sveitinni. Í Kotinu er oft glatt á hjalla og á sumrin er þar mjög gestkvæmt. Krakkar sem voru þar í sveit halda mikilli tryggð við Kotfólkið. Börnin mín fóru oft þangað til lengri eða skemmri dvalar og áttu þar góða daga hjá afa, ömmu og frændfólk- inu fyrir austan. Bjarni var orðinn mjög stirður í hreyfingum síðustu árin og var kominn í hjólastól, því fyrir um 15 árum, þegar mjaðmakúlurnar sem skipt hafði verið um áður voru farn- ar að slitna, þótti ekki taka því að skipta um aftur í svo gömlum manni. Einnig var hann farinn að heyra illa en það munu hafa m.a verið afleiðingar af því að hann var í mörg ár skotmaður í sláturhúsinu á Fagurhólsmýri. Heyrninni hrakaði svo enn síðustu árin og háði það honum mjög í samskiptum við fólk. Ég þakka þér samfylgdina og vona að þér líði vel núna og sért laus við allar þrautir. Margrét Guðbrandsdóttir. Jæja, afi minn, nú færðu að hvíla þig í friði eftir langan og strangan vinnudag. Ég vildi bara þakka þér fyrir tímann sem ég fékk að eyða með þér upp í Koti þau sumur sem ég dvaldi þar. Að vera innan um gott fólk eru forréttindi sem ég fékk að verða aðnjótandi hvert ein- asta sumar til 17 ára aldurs. Þetta voru sumur sem maður beið með eftirvæntingu eftir á hverju vori! Ég mun alltaf muna eftir þér sem skemmtilegum og duglegum afa. Muna þegar þú rúntaðir á Fergu- soninum þínum um allt og spilaðir vist við mig, Unni og Guðjón Run á hverju ári. Ég man líka eftir góðum kartöfluuppskerutímum fyrir um 15 árum þegar steinastæðið var þitt og ég var að rembast við að skipta um poka. Það var líka alltaf gaman að koma upp í herbergi til þín og setj- ast við gluggann og spjalla. Þakka þér fyrir að leyfa mér að kynnast þér, takk fyrir allt. Þinn Bjarki. BJARNI SIGJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.