Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 45
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 45 Opið frá kl. 10 til 14 10/40 5L brúsi Áður 2.374 kr. Nú 1.390 kr. Gæða smurolía fyrir bifreiðina Láttu hjólin snúast! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B IL 1 61 75 15 /2 00 1 Aðeins í dag! skáldskapur í fremstu röð © T H E IC EL A N D IC A D A G EN C Y/ SI A .I S E D D 1 61 98 12 /2 00 1 „Fagurt verk“ „Kærkomið ljóðaúrval“ Matthías Johannessen Hann nærist á góðum minningu er ný skáldsaga eftir Matthías Johannessen sem hlotið hefur frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. „Í sögunni er Matthías Johannessen augsýnilega að vinna úr eigin minningum ... En úrvinnslan er óvenjuleg og lyftir sögunni langt upp úr „venjulegri“ endurminningabók. Stíllinn er ljóðrænn og heillandi“. -Silja Aðalsteinsdóttir, DV „... ljóðræn, frumleg og eftirminnileg“. - Fríða Björk Ingvarsdóttir, Morgunblaðinu „... gríðarlega fallega skrifuð bók, einlæg, hlý og angurvær ... það er í henni einhver mjög falleg von um það að lífið sé þess virði að lifa því. ... Skáldlegt og fagurt verk um sára reynslu þess að vera til.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 Úrval ljóða Matthíasar Johannessen í samantekt Silju Aðalsteinsdóttur sem einnig ritar ýtarlegan inngang. Diskur með lestri Matthíasar á eigin ljóðum fylgir. Bók sem er mikill fengur öllum unnendum góðs skáldskapar! „Matthías hefur verið óragur við að tjá sig og sköpunar- kraftur hans virðist óþrjótandi. Ljóðaúrval hans er því kærkomið og skemmtilegt að sjá bestu ljóð hans samankomin í einni bók.“ - Guðbjörn Sigurmundsson, Morgunblaðinu SYKURSÝKI er vaxandivandamál í heiminum, ekkisíst sykursýki af tegund 2,sem svo er kölluð og er talin útbreiddasti velmegunarsjúkdómur samtímans. Skoskur sérfræðingur á þessu sviði hélt á dögunum erindi á fundi sérfræðinga í sykursýki hér- lendis, á vegum lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline (GSK), og í samtali við Morgunblaðið sagði hann að ný- legt lyf, Avandia (rósiglítazón), gæti í framtíðinni hugsanlega komið í veg fyrir sjúkdóminn. Dr. Murray Stewart, sem er skosk- ur, sérhæfði sig í lækningum við syk- ursýki og starfaði við rannsóknir um árabil, og var árið 1999 valinn læknir ársins í Bretlandi á sínu sérsviði. Síð- ustu misseri hefur hann gegnt stöðu þróunarstjóra á sviði sykursýki hjá Evrópudeild GSK. Talið er að um 150 milljónir manna þjáist af sykursýki 2 í veröldinni og að fjöldi þeirra muni að óbreyttu tvöfald- ast á næstu áratugum. Ástæða hefðbundinnar sykursýki, sem herjar á ungt fólk, er skortur á insúlíni og lausnin því insúlíngjöf. Miðaldra fólk og gamalt verður aftur á móti fyrir barðinu á sykursýki 2 og orsakir sjúkdómsins má í mörgum til- fellum rekja til mataræðis og lífsstíls. „Þrátt fyrir að þetta fólk framleiði insúlín virkar það ekki og því verður hlutfall glúkósa of hátt,“ sagði Stew- art við Morgunblaðið. „Flestir þekkja sykursýki 1, vegna þess að við því þarf að sprauta sig og sjúkdómurinn er þannig áberandi, en sannleikurinn er sá að sykursýki 2 er orðin mun al- gengari; af þeim sem eru með syk- ursýki eru 90% með þá tegund.“ Stewart sagði að sykursýki 2 gæti verið ættgeng en það væri ekkert launungarmál að hún tengdist einnig offitu og því yrði sjúkdómurinn sífellt algengari, vegna þess að fólk væri víða að þyngjast. Hann sagði um 4% íbúa Evrópu með sykursýki 2 og þeim færi fjölgandi, en í Mið-Austurlönd- um, þar sem hlutfallið hefði verið það sama fyrir nokkrum árum, væru nú 20% fólks með sjúkdóminn. „Sykursýki 2 var áður talin vægur sjúkdómur en hjartasjúkdómar eru nú í ríkari mæli en áður tengdir hon- um, og talið er líklegt að þrír fjórðu þeirra sem fá það afbrigði muni deyja úr hjartaslagi. Staðreyndin er sú að þeir sem fá sykursýki eru fjórum sinnum líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem hafa ekki sjúkdóminn.“ Lyfið Avandia (rósiglítazón) kom á markað fyrir um tveimur árum og sagði Stewart rannsóknir hafa leitt í ljós að lyfið dragi úr líkum á þeim hættulegu aukaverkunum sem sykur- sýkin hefur í för með sér fyrir hjarta og æðakerfi. Lyfið gerir það að verkum að insúl- ínið virkar, það lækkar glúkósahlut- fallið og dregur úr lífshættulegum aukaverkunum sem sjúkdómurinn hefur í för með sér; hefur t.d. áhrif á blóðþrýsting og blóðfitu. Lyfið hefur verið í notkun í Bandaríkjunum í tvö ár, þar sem gefnar hafa verið út rúm- lega tvær milljónir lyfseðla, og lyfið er þegar mikið notað bæði á Bretlandi og í Þýskalandi. „Við erum enn að vinna að rann- sóknum en teljum, í ljósi þess að lyfið vinnur á helsta vandamálinu, að það getu hugsanlega komið í veg fyrir sykursýki 2 í framtíðinni. Ég get ekki fullyrt ennþá að svo verði en rann- sóknir benda eindregið til þess.“ Stewart sagði það verða heilbrigð- iskerfinu mjög dýrt yrði ekkert að gert. „Þar sem nú er komið lyf sem reynist svona ætti það að draga veru- lega úr kostnaði. Það gæti að vísu orð- ið dýrt í fyrstu að nota lyfið en sparn- aðurinn til lengri tíma litið verður mikill vegna þess hve innlögnum á sjúkrahús ætti að fækka.“ Lyf sem gæti komið í veg fyrir sykursýki 2 Morgunblaðið/Golli Dr. Murray Stewart, þróun- arstjóri á sviði sykursýki hjá Glaxo- SmithKline. Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.