Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 43
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 43 ...í allan vetur N O N N I O G M A N N I • 4 8 0 1 / sia .is FUGLAR himinsins, þessir kær- komnu vinir, sem lífga svo upp á andann og tilveruna að við höfum ort um þá sum okkar fegurstu og þekktustu ljóð, fara engu að síður sína lítt rannsökuðu vegi. Í heim- ildarmyndinni Hvert fara þeir er sýnt hvernig vísindin reyna að svara brennandi spurningum eins og; Hvaðan koma þeir, hvert fara þeir, hvar eru þeir þess á milli? Auk þess sem vitneskja er aukin um hreiðurtryggð, stofnstærð o.fl. vísindalega þætti. Fuglamerkingar eru veigamesti þátturinn í leit svara, þessi umfangsmikla starf- semi, sem almenningur þekkir lítið nema af afspurn, hefur verið stunduð í heila öld. Hér hófst hún fyrir 80 árum en er nú fram- kvæmd af um eitt hundrað manns, lærðum sem leikum, á öllum lands- hornum. Alls hafa um 110 tegundir verið merktar, en íslenski varp- fuglastofninn er hins vegar um 60– 70 tegundir. Sýndar eru hinar mismunandi aðferðir við að ná til fuglanna. Al- gengast að grípa þá glóðvolga og ófleyga í hreiðrinu, fanga þá í háf, skotnet o.fl. Þess gætt að velferð fuglanna sé jafnan í fyrirrúmi. Rannsóknirnar hafa leitt ýmis- legt í ljós sem hjálpar okkur að umgangast og vernda þessa ómiss- andi vini sem gera landið okkar svo miklu hlýlegra og byggilegra. Ekki aðeins greinir myndin frá því að fuglar merktir hérlendis hafa fundist eftir ótrúlega skamman tíma á vetrarstöðvum sínum í fjar- lægum heimshornum; kjóar í Suð- ur-Afríku, kríur í Vestur-Afríku, jafnvel enn sunnar; hinn aðsóps- mikli skúmur í Suður-Ameríku. Merktur súluungi fannst eftir að- eins 79 daga í Alsír, um 3.000 kíló- metra frá merkingarstaðnum í Vestmannaeyjum. Allmargir fuglar týna lífinu á ferðalaginu yfir víðáttur hafsins, villast af leið, örmagnast í illviðr- um. Aðalhættan sem vofir yfir ís- lenskum fuglum er hins vegar af okkar eigin völdum. Sú ábending er umhugsunarverðasti þáttur myndarinnar. Dráp til átu er sann- arlega vandamál í vissum tilfellum, hins vegar er skerðing kjörlendis helsta ógnunin. Mólendi og vot- lendi er nú í yfirvofandi hættu vegna hugmynda um umfangs- mikla skógrækt, slíkar fram- kvæmdir gætu stórskert fugla- stofnana sem við berum ábyrgð á. Að ekki sé rætt um þá ógn sem fylgir auknum virkjunarfram- kvæmdum. 70% spóastofnsins verpa í íslenskri náttúru, 60% heiðlóu og lóuþræls. 80% álkunnar verpa hérlendis, mestmegnis í Látrabjargi. Svo mætti lengi telja. Við verðum að standa vörð um þessa fiðruðu vini okkar, ekki að- eins í Þjórsárverum, heldur um land allt. Myndir sem Hvert fara þeir eru nauðsynlegar, ýta við okkur og fræða um hlutverk Ís- lendinga gagnvart hinum fleygu íbúum landsins. Auk þess er Hvert fara þeir falleg mynd, tekin og unnin af fagmönnum af iðandi fuglalífi á fögrum stöðum vítt um land. Vonum það lífríki haldi velli um aldur og ævi. Fuglalíf og rannsóknir HEIMILDAMYND Ríkissjónvarpið Gerð að hugmynd Magnúsar Magn- ússonar og Ævars Petersen. Stjórn myndar: Magnús Magnússon. Handrit og texti: Ævar Petersen, Magnús Magn- ússon og Dúi Landmark. Kvikmyndataka: Magnús Magnússon, Dúi Landmark, Karl Sigtryggsson. Hljóðupptaka: Þorgerður Guðmundsdóttir. Klipping: Friðgeir Ax- fjörð. Íslensk heimildarmynd. Gerð af Emmson Film í samvinnu við Nátt- úrustofnun Íslands. 2001. Sjónvarpið, des. 2001. HVERT FARA ÞEIR – FUGLAMERKINGAR Í 100 ÁR Sæbjörn Valdimarsson Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.