Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 43

Morgunblaðið - 08.12.2001, Side 43
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 43 ...í allan vetur N O N N I O G M A N N I • 4 8 0 1 / sia .is FUGLAR himinsins, þessir kær- komnu vinir, sem lífga svo upp á andann og tilveruna að við höfum ort um þá sum okkar fegurstu og þekktustu ljóð, fara engu að síður sína lítt rannsökuðu vegi. Í heim- ildarmyndinni Hvert fara þeir er sýnt hvernig vísindin reyna að svara brennandi spurningum eins og; Hvaðan koma þeir, hvert fara þeir, hvar eru þeir þess á milli? Auk þess sem vitneskja er aukin um hreiðurtryggð, stofnstærð o.fl. vísindalega þætti. Fuglamerkingar eru veigamesti þátturinn í leit svara, þessi umfangsmikla starf- semi, sem almenningur þekkir lítið nema af afspurn, hefur verið stunduð í heila öld. Hér hófst hún fyrir 80 árum en er nú fram- kvæmd af um eitt hundrað manns, lærðum sem leikum, á öllum lands- hornum. Alls hafa um 110 tegundir verið merktar, en íslenski varp- fuglastofninn er hins vegar um 60– 70 tegundir. Sýndar eru hinar mismunandi aðferðir við að ná til fuglanna. Al- gengast að grípa þá glóðvolga og ófleyga í hreiðrinu, fanga þá í háf, skotnet o.fl. Þess gætt að velferð fuglanna sé jafnan í fyrirrúmi. Rannsóknirnar hafa leitt ýmis- legt í ljós sem hjálpar okkur að umgangast og vernda þessa ómiss- andi vini sem gera landið okkar svo miklu hlýlegra og byggilegra. Ekki aðeins greinir myndin frá því að fuglar merktir hérlendis hafa fundist eftir ótrúlega skamman tíma á vetrarstöðvum sínum í fjar- lægum heimshornum; kjóar í Suð- ur-Afríku, kríur í Vestur-Afríku, jafnvel enn sunnar; hinn aðsóps- mikli skúmur í Suður-Ameríku. Merktur súluungi fannst eftir að- eins 79 daga í Alsír, um 3.000 kíló- metra frá merkingarstaðnum í Vestmannaeyjum. Allmargir fuglar týna lífinu á ferðalaginu yfir víðáttur hafsins, villast af leið, örmagnast í illviðr- um. Aðalhættan sem vofir yfir ís- lenskum fuglum er hins vegar af okkar eigin völdum. Sú ábending er umhugsunarverðasti þáttur myndarinnar. Dráp til átu er sann- arlega vandamál í vissum tilfellum, hins vegar er skerðing kjörlendis helsta ógnunin. Mólendi og vot- lendi er nú í yfirvofandi hættu vegna hugmynda um umfangs- mikla skógrækt, slíkar fram- kvæmdir gætu stórskert fugla- stofnana sem við berum ábyrgð á. Að ekki sé rætt um þá ógn sem fylgir auknum virkjunarfram- kvæmdum. 70% spóastofnsins verpa í íslenskri náttúru, 60% heiðlóu og lóuþræls. 80% álkunnar verpa hérlendis, mestmegnis í Látrabjargi. Svo mætti lengi telja. Við verðum að standa vörð um þessa fiðruðu vini okkar, ekki að- eins í Þjórsárverum, heldur um land allt. Myndir sem Hvert fara þeir eru nauðsynlegar, ýta við okkur og fræða um hlutverk Ís- lendinga gagnvart hinum fleygu íbúum landsins. Auk þess er Hvert fara þeir falleg mynd, tekin og unnin af fagmönnum af iðandi fuglalífi á fögrum stöðum vítt um land. Vonum það lífríki haldi velli um aldur og ævi. Fuglalíf og rannsóknir HEIMILDAMYND Ríkissjónvarpið Gerð að hugmynd Magnúsar Magn- ússonar og Ævars Petersen. Stjórn myndar: Magnús Magnússon. Handrit og texti: Ævar Petersen, Magnús Magn- ússon og Dúi Landmark. Kvikmyndataka: Magnús Magnússon, Dúi Landmark, Karl Sigtryggsson. Hljóðupptaka: Þorgerður Guðmundsdóttir. Klipping: Friðgeir Ax- fjörð. Íslensk heimildarmynd. Gerð af Emmson Film í samvinnu við Nátt- úrustofnun Íslands. 2001. Sjónvarpið, des. 2001. HVERT FARA ÞEIR – FUGLAMERKINGAR Í 100 ÁR Sæbjörn Valdimarsson Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.