Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 64
UMRÆÐAN
64 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Aldamótakynslóð 20.
aldar tókst nánast að
útrýma áfengisbölinu
sem hrjáði þjóðina á
19. öldinni. Eftir
neyslu- og sölubann
áfengis 1915 hvarf ölv-
að fólk af götum bæj-
arins svo að ekki þurfti
á hegningarhúsinu að
halda og hægt var að
lána það fyrir húsnæð-
islaust fólk.
En þetta stóð ekki
lengi því þau öfl sem
ekki vildu una áfengis-
leysinu voru sterk og
studd af gróðasjónar-
miðum áfengissalanna.
Slakað á
Strax 1917 var læknabrennivínið
leyft og 1922 Spánarvínin. Í kjölfar
þeirra kom heimabruggið og var það
magnað upp á ýmsan hátt og brugg-
arar voru gerðir að hetjum. Þá var
talið betra að hafa löglegt áfengi og
útrýma gæðalitlu bruggi. Bannlögin
voru svo afnumin 1935.
Þegar hér var komið sögu var haf-
in barátta fyrir dreifingarstöðum.
Það átti að draga úr slæmu ástandi
að geta haft aðgengi að áfengi á veit-
ingastöðum og þeim fjölgaði, áfeng-
isútsölum fjölgaði, bjórinn var inn-
leiddur og allan tímann var unnið
markvist að því að auka aðgengið að
áfengi. Á allri þessari göngu eru
skrautlegar ýmsar þær undanþágur
sem gerðar hafa verið til að rýmka
aðgengið að áfenginu. Og nú bætist
við að koma áfenginu í stórmark-
aðina.
Mótuð af stjórnvöldum
Öll þessi ganga hefur verið mótuð
af stjórnvöldum. Allt hefur átt að
vera til að bæta illt áfengisástand.
Allt hefur það reynst vera haldlaus
óskhyggja. Öll þessi ganga hefur
verið eftir breiðum vegi blekkinga
og spillingar. Áfengisbölið var búið
til með öllu sínu margþætta tjóni og
tuga milljarða kostnaði í þjóðfélag-
inu. Þetta er hreint sjálfskaparvíti.
Fórnarkostnaður
Fylgifiskar áfengisneyslunnar
hafa ekki látið á sér standa. Ofbeldi,
gripdeildir, slys, eiturlyf og ótíma-
bær dauðsföll fylgja í kjölfarið. Þjóð-
félagsmyndin hefur breyst og öryggi
íbúanna hefur hrakað.
Enginn axlar ábyrgð
Þrátt fyrir þessar ófarir hefur
enginn axlað ábyrgð. Það eru há-
værar raddir um að axla ábyrgð ef
misfarast krónur en þótt gjörðir
okkar valdi ógæfu fólks og jafnvel
dauða er ekki talað um að axla
ábyrgð. Við fórnum
bara höndum og hróp-
um: Hvers vegna var
ekki nóg af lögreglu-
þjónum til að koma í
veg fyrir afleiðingar
gjörða okkar?
Milljón lítra
Áfengisneyslan jókst
á síðasta ári um milljón
lítra. Það svarar því að
3.000 manns hafi
drukkið einn lítra dag
hvern allt árið. Menn
sem gera slíkt eru ekki
ökufærir og svo er um
flest verk.
Áfengisneysla hlýtur
því að hafa mikil áhrif á þjóðarbú-
skapinn og draga úr framleiðni og
vinnuafköstum. Það er verið að
drekka út hagvöxtinn og það er eins
og efnahagssérfræðingar taki ekki
eftir því.
Ábyrgðarlaus
atvinnurekstur
Leyft er að stofna atvinnurekstur
þar sem sala og neysla áfengis er
snar þáttur í starfseminni. Stór hluti
gestanna neytir áfengis og er þá
meira og minna vanhæfur til ákvarð-
anatöku vegna vímu. Þar til af þeim
er runnið þurfa þeir að vera í ann-
arra forsjá og þá er bent á lögreglu.
En eðlilegast er að þeir sem fram-
leiða og selja þá vöru sem skerðir
dómgreind fólks hafi þá forsjá og
beri fulla kostnaðarlega ábyrgð á at-
höfnum fólks þar til það er komið í
ökufært ástand að nýju. Ennfremur
beri atvinnureksturinn, frá framleið-
anda til neytanda, allan kostnað af
sjúkdómum sem rekja má til áfeng-
isneyslu. Vínveitingaleyfi verði
bundin því skilyrði að nægar trygg-
ingar séu fyrir hendi. Þá verður
þessi grein atvinnurekstrar sjálfbær
og um það ættu allir að vera sam-
mála þótt mismunandi skoðanir séu
á neyslu vímuefna. Rétt væri að
kostnaður annarra vímuefna fylgdi
með því þau eru greinar af sama
meiði.
Þetta knýr atvinnugreinina í heild
til að halda kostnaðinum í lágmarki
og það er aðeins hægt með því að
draga úr áfengisneyslunni. Öflugt
forvarnarstarf yrði hagsmunamál
áfengissalanna.
Áfram er haldið
Hagsmunaaðilum finnst dreifing
áfengisins ekki nógu öflug. Stór-
markaðirnir þurfa að bætast við til
þess að fá börnin til að læra mik-
ilvægi áfengisins í daglegu lífi. Þá
þurfa þau að skilja það að berin eiga
ekki að fara í þeirra munn, til þess
eru þau of verðmæt og illa nýtt sam-
anber tillögu á Alþingi, þau eiga að
fara í bruggið. Kraftlaust berja-
glundrið hennar ömmu er ekki leng-
ur í tísku.
Hvert stefnir?
Á hvaða leið ert þú, íslenska þjóð?
Þú hefur gengið 20. öldina í aukinni
drykkju og rölt inn í 21. öldina í vax-
andi vímu. Þúsundir manna hafa
fallið í valinn. Þúsundir manna hafa
orðið örkumla fólk. Þúsundir heimila
hafa flosnað upp. Þúsundir ofbeld-
isverka hafa verið framdar. Þúsund-
ir manna hafa þurft að stríða við
sjúkdóma. Þúsundir manna hafa
orðið afbrotamenn. Þetta er afrakst-
ur og fórnarkostnaður 20. aldar-
innar í áfengismálum. Hófdrykkju-
alkahólisminn hefur stýrt för.
Mannfórnir
Er fólk sátt við að þetta haldi
áfram?
Talað er um forvarnarstarf en það
er til lítils gagns þegar stjórnvöld
standa ekki með í því efni. Þá næst
enginn árangur. Við það mátti búa í
80 ár á síðustu öld.
Það fer ekki saman að auka að-
gengi að áfengi og að draga úr
áfengisneyslu. Að veifa vínflösku í
annarri hendi og forvarnarályktun í
hinni er hræsni sem enginn tekur
mark á.
Á þessum málum verður ekki
raunhæft tekið nema við borð æðstu
stjórnenda ríkis og sveitarfélaga.
Þar er valdið. Árangursríkt væri að
láta skrá kostnaðinn af áfengisneysl-
unni í þjóðfélaginu og láta áfengis-
viðskiptin bera hann að fullu.
Mér vitanlega hefur engin þjóð
leyst áfengisvandann með auknu
frelsi, það hefur öllum mistekist.
Enda er ástandið víða slæmt, t.d. í
ESB-löndunum þar sem um 500 þús-
und manns láta lífið fyrir aldur fram
á ári hverju vegna áfengisneyslu.
Það eru miklar og hryllilegar
mannfórnir.
Ráðamenn eru loksins búnir að
sjá að ekki verður ráðist gegn skaða
reykinga nema með takmörkunum á
frelsi sem áður var algert. Sömu leið
þarf að ganga að því er áfengið varð-
ar. Við fíkniefni verður ekki ráðið
með öðrum hætti. Þar vísa veginn
bæði rannsóknir og sagan.
Að framleiða
áfengisböl
Páll V.
Daníelsson
Óhóf
Ráðamenn eru loksins
búnir að sjá, segir
Páll V. Daníelsson, að
ekki verður ráðist
gegn skaða reykinga
nema með takmörk-
unum á frelsi sem
áður var algert.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
AÐVENTAN og
jólin eru tími fjöl-
skyldubanda og sam-
heldni. Við leitumst
við að treysta böndin,
styrkja tengslin, rétta
út hendur og hjörtu til
ástvina, kunningja,
náungans. Þetta er
tími þegar góðvildin
og gjafmildin eru
ræktuð og nærð, við
viljum muna eftir og
vera minnst, gleðja
aðra og njóta gleði.
Við sækjum í samver-
ur og samkomur sem
stuðla að öllu þessu
með einum eða öðrum hætti, og svo
prýðum við hús og híbýli til að
fagna þeirri hátíð sem hæst er og
best.
Á miðri aðventu mætir okkur
Bindindisdagur fjöl-
skyldunnar. Hann vill
beina athygli okkar að
gesti sem víða gerir
sig heimakominn á
þessum tíma undir yf-
irskini gleði og fagn-
aðarauka, en verður
svo oft til þess að
varpa skugga á
gleðina og valda
sundrung og sársauka.
Það er áfengið.
Bindindisdagur fjöl-
skyldunnar er haldinn
til að vara við þeim
gesti og minna á að
áfengi, vímuefni og
jólahald á alls ekki
saman. Bindindisdagur fjölskyld-
unnar minnir á hófsemi og bind-
indi, þær dyggðir sem eiga svo
mjög í vök að verjast um þessar
mundir.
Gefum bindindisdegi fjölskyld-
unnar gaum, hugleiðum og ræðum
hvernig við fáum gefið börnum
okkar og heimilum þá hátíð þar
sem gleðin á sér skjól. Gleði sem er
sjálfvakin af samheldni og návist,
umhyggju og ástúð, í anda hans
sem jólin gefur.
Bindindisdagur
fjölskyldunnar
Karl
Sigurbjörnsson
Höfundur er biskupinn yfir Íslandi.
Bindindi
Bindindisdagur fjöl-
skyldunnar, segir Karl
Sigurbjörnsson, minnir
á hófsemi og bindindi.
HINN 11. október
var myndaður sam-
starfshópur innan
lyfjaiðnaðarins í
Bandaríkjunum. Í
þessum hópi sitja
æðstu yfirmenn sjö
lyfjafyrirtækja og er
hlutverk hópsins að
vera ráðgefandi fyrir
stjórnvöld. Samstarfs-
hópnum er m.a. ætlað
að forgangsraða verk-
efnum og gera áætlan-
ir um hvernig megi
tryggja öryggi al-
mennings. Þetta eru
verkefni eins og hvern-
ig megi auka bóluefna-
framleiðslu vegna miltisbrands og
bólusóttar á sem skemmstum tíma.
Birgðamál sýklalyfja eru rædd og
hvernig megi fjölga lyfjum sem
virka gegn miltisbrands-bakter-
íunni eftir innöndun gróa.
Samkvæmt skilgreiningu Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) er sýklavopnum ætlað að
valda skaða með sýkingu af völdum
sýkla, sýkjandi kjarnasýru eða smi-
tefna eins og príon. Eiturefnavopn
eru annars vegar vopn sem byggj-
ast á eiturefnum sýkla og hins veg-
ar á kemískum efnum.
Bóluefni gegn
miltisbrandi
Bóluefni gegn miltisbrandi (Bac-
illus anthracis) var þróað í Banda-
ríkjunum á sjötta og sjöunda ára-
tugnum. Fyrirtækið Bioport hefur
einkaleyfi á framleiðslu efnisins og
bíður nú heimildar til að hefja dreif-
ingu þess. Bóluefnið hjálpar ónæm-
iskerfinu að berjast gegn vexti milt-
isbrandsbaktería og
kemur þannig í veg
fyrir að þær gefi frá
sér eiturefni sem veld-
ur veikindum og
dauða. Bólusetningin
er langtíma forvarnar-
verkefni. Fyrstu þrjár
bólusetningarnar eru
gefnar á tveggja vikna
fresti og næstu á fimm
til sex mánaða fresti.
Árleg bólusetning eyk-
ur síðan virknina.
Nú hafa framlög til
þessara rannsókna
verið stóraukin og eru
rannsóknarstofnanir
að reyna að þróa betri
bóluefni sem meðal annars hafa
færri aukaverkanir.
Mörg sýklalyf
koma að gagni
Það er almennt viðurkennt að lyf-
ið cíprófloxasín, stundum kallað
Cipro í fjölmiðlum, sé fyrsti valkost-
ur í meðferð við miltisbrandi. Skyld
lyf eins og ófloxasín og levofloxasín
koma einnig að gagni. Rannsóknir
hafa einnig sýnt fram á að lyfin pen-
isillín, amoxisillín, klindamýsín,
tetrasýklín og doxýsýklín geta kom-
ið að góðum notum.
Sem dæmi um meðferð við milt-
isbrandi, sem hefur borist um önd-
unarveg, mælir Washington Hospit-
al Center með samtímis gjöf
penisillíns og cíprófloxasíns. Ef
sjúklingur hefur ofnæmi fyrir pen-
isillíni er mælt með doxýsýklíni í
staðinn. Ef viss einkenni koma upp í
meðferð er einnig gefið klindamýs-
ín.
Mikilvægt er að hefja meðferð
sem fyrst með sýklalyfjum, því
bakterían gefur frá sér skaðleg efni
í nokkru magni fái hún að fjölga sér
ótæpilega. Ef vitað er um að hætta
sé á smitun, má gefa sýklalyf í for-
varnarskyni þar til hættan á sýk-
ingu er liðin hjá. Ofangreind lyf eru
til á Íslandi og eru nokkur þeirra
framleidd hér á landi.
Af þessari upptalningu má sjá að
mörg sýklalyf geta komið að gagni.
Síðustu mánuði hafa ekki komið
fram stofnar sýkla sem eru ónæmir
fyrir lyfjum. Hins vegar var talað
um að slíkir stofnar hefðu verið þró-
aðir í Sovétríkjunum sálugu.
Næstu skref í
þróun lyfja
Í Harvard-háskóla er verið að
leita að mótefni til að koma í veg
fyrir verkun miltisbrands-bakter-
íunnar. Þegar bakterían fjölgar sér
gefur hún frá sér tvö prótein sem
skila sér í blóðrásina og sogæða-
kerfið. Próteinin eru ekki hættuleg
hvort í sínu lagi. Hins vegar, valda
þau skaða ef þau finna hvort annað
og tengjast. Rannsóknarstofnanir
eru því að leita leiða til að stemma
stigu við því að þessi tvö prótein nái
að tengjast. Mótefni gæti verið
tilbúið til notkunar eftir um 2 ár ef
allar áætlanir ganga eftir.
Önnur möguleg
sýklavopn
Meðal baktería og veira sem unnt
er að nota sem sýklavopn, er bólu-
sóttarveiran (Variola). Bólusótt er
bráðsmitandi og dreifist á milli
manna og er hún sú ógn sem hvað
mest hætta stafar af. Til er bóluefni
en yfirleitt hefur fólk eldra en 35
ára þegar verið bólusett gegn veir-
unni. Samkvæmt WHO endist bólu-
setning í 5–10 ár. Efasemdir eru um
að þeir sem voru bólusettir séu
ónæmir fyrir veirunni í dag. Nú eru
til 15,4 milljónir skammta af bólu-
efni í Bandaríkjunum og hafa yf-
irvöld rætt við lyfjaiðnaðinn um að
framleiða um 300 milljónir skammta
til viðbótar. Það getur tekið nokkur
ár að koma framleiðslunni vel á
skrið.
Þá má nefna svarta-dauða (Yers-
ina pestis), botulism (Clostridum
botulinum) og tularemia (Francis-
Lyfjaiðnaðurinn berst
gegn sýklavopnum
Eyþór Einar
Sigurgeirsson
Sýklar
Samningar um stöðvun
á framleiðslu sýkla-
vopna, segir Eyþór
Einar Sigurgeirsson,
voru undirritaðir 1972.
Bankastræti 3, 551 3635
mat; eau de parfum
japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA