Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 40
LISTIR
40 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ gengur verulega mikið á í
þessari nýjustu skáldsögu Birgittu
H. Halldórsdóttur. Söguhetjan,
Agatha, snýr heim eftir nokkurra
ára dvöl í Kaupmannahöfn. Þangað
hafði hún flúið eftir að móðir henn-
ar lést á voveiflegan hátt og nú eru
þær bara tvær eftir, Agatha og
systir hennar, Barbara. Agatha
hefur erft hús eftir frænda þeirra
og þar ætla þær systurnar að koma
sér fyrir. Nema, að á meðan
Agatha er á leiðinni heim finnst
Barbara myrt. Hún starfaði við það
sama og móðir hennar, vændi. Það
fara að renna tvær grímur á
Agöthu þegar hún áttar sig á því
að dauðdagi beggja kvennanna er
4. maí og þegar betur er að gáð,
virðast þær vera fórnarlömb morð-
ingja sem hefur raðmyrt vændis-
konur, eina á ári, nefnilega 4. maí,
allt frá 1996.
En varla er Agatha lent þegar
henni fara að berast hótanir, enda
farin að hafa skoðun á þessum dul-
arfullu morðum. Lögreglan hefur
þó ekki fundið neinar vísbendingar
um að neitt undarlegt sé við þetta
samræmi í dauða
vændiskvennanna og
þar sem Agatha stund-
ar ekki þá iðju, virðast
engin tengsl vera við
hótanirnar sem hún er
að fá og dauða
kvennanna.
Agatha endurnýjar
tengslin við gamla
vinahópinn sinn, með
semingi þó, þar sem
æskuástin hennar er í
hópnum – og konan
sem stakk undan
henni. Það tekur hana
þó nokkurn tíma að
átta sig á því að það er
ekki allt með felldu í
þeim vinahópi. Og hún áttar sig
líka á því að þeir sem stóðu henni
næst í hópnum, eru kannski ekki
bestu vinirnir. Það eru aðrir.
Í sem skemmstu máli þá er
Agatha komin á bólakaf inn í heim
glæpa og vændis, þar sem er að
finna stakt góðmenni í gervi hór-
umangara, ráðþrota
löggur, sifjaspell,
framhjáhald með
stjarnfræðilegum af-
leiðingum, flagð undir
fögru skinni, homm-
um, lausgirtum presti
og fyrrverandi hall-
æristappa sem er orð-
inn að kyntrölli. Það
vantar ekkert upp á
frásagnargleðina og
hugmyndaflugið í sög-
unni og persóna
Agöthu er alveg
sæmilega dregin, utan
það hvað vangaveltur
hennar um fortíðina
eru klisjukenndar og
tilgerðarlegar og þegar hún finnur
ástina, er fremur erfitt að finna út
hvaða eiginleikum maðurinn er
gæddur, utan að höfða til hennar
kynferðislega og vera vel efnaður.
Svo rekur hver stóratburðurinn
annan sem ætti að nægja til þess
að halda uppi spennunni en því
miður, hún er ekki þar. Til þess
vantar alla undirbyggingu, allt sem
afvegaleiðir lesandann og gerir frá-
sögnina kyngimagnaða. Spennan er
í staðinn sett í hraðann. Hann er
svo svakalegur að lesandinn er eins
og hengdur upp á þráð og nokkuð
fljótur að sjá út hverjir skúrkarnir
eru. Það er of mikil áhersla lögð á
að birta þá í andstæðu ljósi og
aldrei gefinn slaki þannig að les-
andinn efist, né til að ljá frásögn-
inni trúverðugleika. Annar galli er
að frásögnin nær aldrei út fyrir
þennan þrönga hóp, sem virðist
koma að málinu frá öllum hliðum.
Þótt hann eigi að halda til í
Reykjavík, hefur sagan hvorki
mannlíf né andrúmsloft þaðan.
Hún er bara ein svakaleg fart á
milli æðisgenginna atburða og upp-
ljóstrana og undir lokin, þegar
Agatha kemst á ofurmannlegan
hátt út úr morðinu á sjálfri sér, er
manni öllum lokið.
Það er ánægjulegt að til séu höf-
undar sem skrifa afþreyingarsög-
ur, en það er nú eins og það er, að
til eru góðar sögur og slæmar í
þeim flokki líka.
Játningin er ekki í fyrri flokkn-
um. Þótt hugmyndaflugið sé með
ólíkindum og þetta sé alveg svaka
saga eru vinnubrögðin ekki nógu
vönduð.
BÆKUR
Skáldsaga
Höfundur: Birgitta H. Halldórsdóttir
Útgefandi: Skjaldborg
219 síður
JÁTNING
Súsanna Svavarsdóttir
Birgitta H.
Halldórsdóttir
Glæpir og
vændi
Gæsahúð II –
Hryllings-
myndavélin er eft-
ir R.L. Stine. Karl
Emil Gunnarsson
íslenskar.
Bókin er í amer-
íska bókaflokkn-
um „Goose-
bumps“. Um er að
ræða hrollvekju og segir frá Garðari
og vinum hans sem finna gamla
myndavél. Allar myndir sem teknar
eru á hana misheppnast, en mynda-
vélin virðist sjá fram í tímann og spá
illum atburðum. Spurningin er hver
verður næst fyrir barðinu á hryllings-
myndavélinni?
Í kynningu segir að í bókaflokknum
„Gæsahúðin“ séu nú alls um 60 titl-
ar. Bækurnar eru spennandi og hafa
reynst lestrarhvetjandi fyrir krakka og
unglinga víða um heim.“
Útgefandi er Salka. Bókin er 137
bls., prentuð í Danmörku. Verð:
1.680 kr.
Unglingar
Matarfíkn – Leið
til bata með 12
spora kerfi OA-
samtakanna eftir
Jim A. er í þýðingu
Reynis Harð-
arsonar.
Bókin er ætluð
þeim sem telja að
þeir gætu átt við
matarfíkn að
stríða. Einnig eru í bókinni kaflar ætl-
aðir foreldrum, mökum, læknum og
öðrum sem láta sig þetta mál varða.
Bókin skiptist í þrjá hluta, þar sem
Jim A. útskýrir hvað OA-samtökin
eru, og eru ekki, hvernig er hægt að
byrja, hvernig þau virka, hvernig
hægt er að vinna að bata með kerfi
samtakanna og viðhalda honum.
Engar leiðbeiningar um mataræði
eru í bókinni, en mælt er með því að
fólk leiti til lækna, hjúkrunarfræð-
inga eða næringarráðgjafa varðandi
mataræði sitt.
Útgefandi er Huxi – Huxi.is. Bókin
er 192 bls. Verð: 3.480 kr.
Lífsstíll
Rúnakvæði og
rúnatal hefur að
geyma rúnastafróf
frá víkingaöld,
ásamt gömlum
rúnakvæðum.
Í kynningu segir
m.a.: „Í Rúnatali
er fjallað um hið
forna rúnastafróf,
saga þess sögð og rúnirnar skýrðar,
með aðstoð ævagamallar rúnaþulu.
Rúnir voru mikið notaðar á víkingaöld.
Rúnaristur hafa fundist allt frá Svarta-
hafi í suðri til Finnlands í norðaustri.
Rúnaristur er að finna víða í Evrópu,
um gervöll Norðurlönd, á Bretlands-
eyjum og allt til Grænlands.“
Útgefandi er Guðrún. Bókin er 60
bls., prentuð í Odda hf.
Kvæði
Sigling Dagfara er
eftir C. S. Lewis í
þýðingu Kristínar
R. Thorlacius.
Bókin er fimmta
ævintýrabókin um
Töfralandið Narn-
íu.
Í kynningu segir
m.a. „Játvarði og
Lúsí er enn á ný
stefnt inn í töfralandið Narníu, í þetta
skiptið gengnum mynd af skipinu
Dagfara. Með þeim í för er þeirra leið-
inlegi frændi, Elfráður Skúti. Börnin
fara í ævintýralega sjóferð, með
Kaspían konungssyni og fylgdarliði
hans, austur undir heimsenda, þar
sem leitað er vinanna sjö, er hurfu
endur fyrir löngu. Ferðin verður að eft-
irminnilegri lífsreynslu, ekki síst fyrir
Elfráð sem læknast af hrokanum og
ólundinni.“
Útgefandi er Muninn bókaútgáfa.
Bókin er 184 bls. Verð: 1.890 kr.
Ævintýri
Völuspá hefur að
geyma hin fornu
kvæði um upphaf
heimsins. Inngang,
eftirmála og skýr-
ingar skrifar Björn
Jónasson. Bókin er
gefin út á því formi
sem notað væri ef
hún hefði verið ort
á þessu ári. Í kynn-
ingu segir m.a.:
„Völuspá er heilagasta frásögn ása-
trúarmanna um sköpun heimsins. Það
er ennfremur eitt fegursta kvæði sem
varðveitt er frá tímum víkinga. Kvæðið
er flutt af völvu (spákonu) og segir frá
sýn hennar bæði fram og aftur í tím-
ann. Hún er kvæði um örlög heimsins,
átök andstæðra afla; Völuspá er saga
lífsbaráttu og ort með þeim hætti, að
hver maður kennir þar sína eigin sögu.
Hér er Völuspá birt með skýringum
við hverja vísu fyrir sig svo kvæðið
verður aðgengilegt nútíðarlesendum.
Skýringar og umfjöllun eru hafðar til
hliðar í þeirri trú að áhugasamur les-
andi skilji nægilega mikið í hverju er-
indi og kvæðinu í heild, til að geta not-
ið hinna sérstæðu mynda sem eru
aðalsmerki Völuspár.“
Myndir eru eftir norska listamann-
inn Dagfinn Werenskiold og eru í ráð-
húsinu í Ósló.
Útgefandi er Guðrún. Bókin er 96
bls., prentuð í Odda.
Kvæði
HJARTAÐ segir:
Mögnuð saga! Hvílík
gleði að lesa hana!
„Hvar er samheita-
orðabókin?“ spyr hug-
urinn. Mögnuð; mergj-
uð; bragðmikil. Hún er
þetta allt. Lúmski hníf-
urinn smó djúpt í með-
vitund mína og vakti
upp minningar um
fyrstu nautnirnar við lestur góðra
bóka.
Sonur minn 12 ára treysti sér ekki
til að bíða eftir útkomu Lúmska hnífs-
ins, svo hann lagði það á sig í sumar
að lesa hana á ensku: The Subtle
Knife (Del Rey Book, 1997). Ástæðan
var að fyrsta bókin, Gyllti áttvitinn
(MM, 2000), í þrísögu Philips Pull-
man er meiriháttar ævintýra- og
spennubók. Lúmski hnífurinn er jafn-
góð. Ég er ekki að ýkja, ég dreg úr.
Yfirheiti sagna Pullmans um Lýru
Silfurtungu er His Dark Materials,
og kom sú þriðja út árið 2000: The
Amber Spyglass. Höfundurinn spinn-
ur sögu sem og rekur þræði hennar
inn í marga heima og tengir persónur
á óvæntan hátt. Reglulega slær
hjarta lesandans hraðar, reglulega er
hann áhyggjufullur og reglulega finn-
ur hann gleðina fara um æðar sínar.
Hvers vegna er þetta svona gott?
Vegna þess að höfundurinn er með
efnið, uppskriftina og hæfileikana
sem þarf til að búa til eftirminnilega
og djúpa sögu.
Pullman missir aldrei sjónar af les-
anda sínum, og gætir þess að hann
hafi nóg að bíta og brenna á hverri
einustu síðu. Ekkert er bara til að
skemmta eða valda spennu, heldur
þjónar allt tilgangi sögunnar, allir
hafa sínu mikilvæga hlutverki að
gegna.
Ævintýrið er heldur ekki úr sam-
hengi við veruleikann, því sterkar til-
vísanir eru í þróunarsögu mannsins,
guðfræði mannsandans, heimspeki
og sálfræði vitundarinnar. Sagan er
að mínu mati fyrir lesendur frá 11 ára
til 111 ára, því í henni eru gjafir
spennu og gleði, og skiptir engu hvort
þeir segjast fyrirfram hafa gaman af
ævintýrum eða ekki. Sagan er góð.
Forna tækið gyllti áttavitinn er
einskonar sannleiksviti og lúmski
hnífurinn er einnig undarlegur grip-
ur. En til að nota þessa
hluti þarf að temja sér
sérstakt hugarfar. Mað-
ur þarf að vera „... fær
um að búa við óvissu,
ráðgátur, efasemdir, án
þess að þreifa með óþoli
eftir staðreyndum og
skynsemi – (Keats)“ bls.
81. Stúlkan Lýra silfur-
tunga kann á áttavitann
og í þessari bók hefur
hún yfirgefið heim sinn
með hjálp hans ásamt
fylgjunni sinni Pantal-
æmon í leit að vitneskju.
Will er ný söguhetja
sem verður vinur Lýru
og saman takast þau á
við erfiðar aðstæður og ráðgátur sem
krefjast útsjónasemi og óbilandi hug-
rekkis. Þau leggja í hættulega leit að
föður Will og að skilningi á dularfullu
efni sem kallað er duft eða skuggar.
Pullman skrifaði þessa trílógíu á
árunum 1995–2000 og eru lesendur
og þjóðir enn að uppgötva hana.
Lokaverkið The Amber Spyglass
fékk Booker-verðlaunin, fyrst barna-
bóka. Eitt af því marga sem dást má
að í sögunni eru svokallaðar fylgjur
eða dæmon. Söguhetjur í heimi Lýru
eru allar með dýrafylgjur sem eru
tengdar eigendum sínum ósýnilegum
böndum. Fylgjur barna geta skipt
viðstöðulaust um gervi en fylgjur full-
orðinna eru með eina fasta mynd í stíl
við karakterinn.
Núna hefur þessi hugmynd Pull-
mans komið við sögu íslenskra bók-
mennta, því í nýrri skáldsögu Þór-
unnar Valdimarsdóttur eru þær
nefndar: „Hann er að hugsa um daim-
onana í trílogíu Philips Pullman, og
fer ósjálfrátt að ímynda sér hvernig
fylgidýr (daimon) Sólveig hefði ef hún
tilheyrði þeim fantasíu-heimi. Hún er
exotísk útlits, það gerir hárið. Hann
er á því að dýrið sem fylgi henni sé
hrafn.“ (bls 23. Hvíti skugginn. JVP
útgáfa 2001).
Lúmski hnífurinn er ekki aðeins
heill heimur af furðum, heldur margir
heimar sem lesandinn þeysist á
penna Pullmans á milli og nýtur til
fullnustu. Lúmski hnífurinn er
skuggalega góð bók og ég vona að
sem flestir fái að njóta hennar. Ég
tími ekki að rekja söguþráðinn því ég
vil ekki hætta á að taka neitt af hinni
óvæntu ánægju sem fæst við lestur-
inn. Þarf að segja meira? Lesið Gyllta
áttavitann og Lúmska hnífinn gleð-
innar vegna.
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Philip Pullman. Þýð-
ing Anna Heiður Páls-
dóttir. Mál og menning.
2001 – 295 bls.
LÚMSKI HNÍFURINN
Skuggalega góð
Gunnar Hersveinn
Philip
Pullman
SKÍTUR, illa lykt-
andi og óþægilegt
„bjakk“, er á miðju leik-
sviði þessarar sögu. Í
sögunni ganga Flissar-
arnir í lið með hundum
heimsins til að hefna
fyrir það sem fullorðnir
gera á hlut barna.
Flissarar eru smá-
verur sem fylgjast með því sem gerist
á hverju heimili. Í hvert sinn sem ein-
hver fullorðinn er andstyggilegur við
barn fara Flissararnir af stað, safna
illa lyktandi hundaskít og leggja fyrir
fætur þeirra sem eiga skilið slíka
meðferð. Þetta á við um ýmsar mis-
gjörðir, t.d. að skrökva í barn hvaða
matur er á diskinum eða að prumpa
og kenna barni um. Flissararnir ná
strax sambandi við góðan hund og
skófla upp því sem úr honum kemur.
Gjarnan er hundinum borgað fyrir
greiðann í beinhörðum peningum.
Einn klókur hundur, Hrói, er sér-
staklega slunginn í þessum viðskipt-
um og leggur til sérlega illa lyktandi
hráefni í söguna.
En í þessari sögu verða mistök og
Flissararnir ásaka einn góðan pabba
fyrir að fara illa að ráði sínu og þegar
þeir uppgötva mistökin verða þeir að
koma í veg fyrir að hann stígi í skítinn
áður en það er um seinan. Frásögnin
tekur gríðarleg stökk og flýtur áfram
á nokkrum sekúndum. Það er ýmis-
legt sem gerist frá því
að Herra Mack lyftir
fæti til að stíga á skítinn
góða og þar til honum er
komið til hjálpar.
Höfundurinn talar sí-
fellt við lesandann eftir
því sem sagan gengur
fram. Hann útskýrir ef
eitthvað gæti verið
óskýrt, talar við lesanda
og segir honum hvað
hann ætlar að gera
næst, t.d. að næsti kafli
sé styttri en hinir eða af
hverju hann vill ekki
hafa kafla 13 og svo
framvegis.
Texti sögunnar og öll
uppsetning er nægilega fáránleg og
ósennileg til að hún falli vel í kramið
hjá ungum lesendum. Kaflarnir eru
líka stuttir og textinn einfaldur,
myndirnar eru sniðugar og fylgja
textanum vel og þetta er létt lesning
fyrir þá sem eru ekki orðnir fluglæsir.
Skopskynið er líka mjög í anda ungra
lesenda sem kunna áreiðanlega vel að
meta fáránleika sögunnar.
Höfundurinn er írskur, Roddy
Doyle, og hefur fengið margháttaðar
viðurkenningar fyrir bækur sínar fyr-
ir fullorðna.
Trúlega verða foreldrar og kenn-
arar að sætta sig við að skítur skuli
vera orðinn vinsælt söguefni í barna-
bókum nútímans, ef marka má feikna
vinsældir sögunnar um moldvörpuna
sem vildi vita hver skeit á hausinn á
henni. Sú saga hefur líka farið sig-
urför um heiminn og verið þýdd á
mörg tungumál. Þessi gefur henni lít-
ið eftir.
BÆKUR
Barnabók
Roddy Doyle. Teikningar:
Brian Ahjar. Íslensk þýð-
ing: Hjörleifur Hjartarson.
Vaka-Helgafell, 2001.
111 s.
FLISSARARNIR
Hundaskítur!
Sigrún Klara Hannesdóttir
Roddy
Doyle