Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
B
IR
T
IN
G
U
R
/
S
ÍA
Sígild saga um hvatir,
drauma og kynlíf - og
spurninguna um hvort
heimurinn sé reistur á
klámi.
Saga augans, Georges Bataille
FARÞEGAR í fjórum flugvélum af
sex, sem komu frá Evrópu til
Keflavíkur í gær um eftirmiðdag-
inn, komust ekki frá borði eftir að
vélarnar lentu í Keflavík vegna
veðurs. Alls voru 830 farþegar
með vélunum sex.
Vélarnar voru að koma frá
Ósló, Stokkhólmi, Glasgow, Kaup-
mannahöfn, París og London. Að
sögn Björns Inga Knútssonar,
flugvallarstjóra á Keflavík-
urflugvelli, komust farþegar
tveggja vélanna strax inn í flug-
stöðina en vegna veðursins urðu
farþegar hinna vélanna fjögurra
að bíða. „Ætli það hafi ekki verið
svona um hálffimm þegar veðrið
skall á með verulegum þunga og
þá náðu þeir ekki þremur vélum
upp að flugstöðinni. Við urðum að
taka landgöngubrýrnar, sem voru
á þeim vélum, sem voru fyrir, frá
vegna þess að þegar vindurinn fer
yfir 50 hnúta eru vélarnar farnar
að hristast svo mikið að brýrnar
þola ekki álagið.“ Voru farþegar
enn inni í einni vélanna sem voru í
stæði þegar þetta gerðist auk vél-
anna þriggja sem ekki komust
upp að byggingunni.
Björn segir að síðar hafi verið
hægt að mynda skjólvegg með að-
stoð slökkviliðsins á Keflavík-
urflugvelli sem kom með slökkvi-
liðsbíla á svæðið. „Þá náðum við
að taka fyrstu vélina inn og rétt á
eftir fór fraktvél frá Bláfugli í
loftið þannig að það losnaði um
stæðin austan megin við flugstöð-
ina. Við gátum ekki notað stæðin
vestanmegin þó þau væru auð því
þar gekk vindurinn þannig að þar
var ekki skjól af byggingunni,“
segir Björn.
Rafmagn fór og
rúður brotnuðu
Hann segir að biðtími farþeg-
anna úti í vélunum hafi verið á
bilinu 46-115 mínútur og telur að
ekki hafi farið illa um fólkið um
borð. „Vélarnar óku upp á móti
vindi og það fer best um farþeg-
ana þannig. En það góða við þetta
er að flugfarþegar sýna svona
löguðu oftast góðan skilning og
vita að við erum ekki viljandi að
halda flugvélum úti á flughlaðinu
heldur er það fyrst og fremst
vegna þess að veðuraðstæður
gera okkur ekki kleift að taka
þær upp að flugstöðvarbygging-
unni.“
Að sögn Björns fóru síðustu vél-
arnar frá Keflavík, fjórar vélar á
leið vestur um haf, í loftið um
áttaleytið í gærkvöld, sem var um
þriggja tíma töf. Fluginu til Lond-
on hafi hins vegar verið aflýst.
„Þannig að það verður einhver töf
í fyrramálið en það er vonast til
að þetta verði búið að vinda ofan
af sér á sunnudaginn.“
Vegna veðursins sló út ljósum í
möstrum á flughlaðinu í um tíu
mínútur en að sögn Björns olli það
engum vandræðum. Þá brotnuðu
tvær glerhurðir í landgöngubrú
við hlið 12 í suðurhluta flugstöðv-
arbyggingarinnar. Í gærkvöldi
var svo öllum landgöngum lokað
og settir í svokallaða stormstöðu
því búist var við áframhaldandi
hvassviðri fram á morgun.
Aflýsa varð flugi fjölda véla í
innanlandsflugi í gær síðdegis.
Farþegar innlyksa í fjórum flugvélum á Keflavíkurflugvelli í gær
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Vegna hvassviðris var ekki hægt að koma landgöngum að vélum, sem voru fullar af farþegum, á Keflavík-
urflugvelli í gæreftirmiðdag. Myndin var tekin í gærkvöld þegar vélarnar voru komnar að flugstöðinni.
Biðu í
vélum í
allt að tvo
klukku-
tíma
BJÖRGUNARSKIPIÐ Gunnar
Friðriksson sótti tvo menn sem slös-
uðust í árekstri fólksbíls og jeppa á
Vatnsfjarðarnesi í Ísafjarðardjúpi í
gær og flutti þá til Ísafjarðar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Sjúkrahús-
inu á Ísafirði voru meiðsli þeirra ekki
talin alvarleg en búist var við að ann-
ar þeirra yrði til eftirlits á sjúkra-
húsinu í nótt.
Áreksturinn varð Mjóafjarðar-
megin á Vatnsfjarðarnesinu, rétt eft-
ir að komið er úr beygju yst á nesinu.
Svo virðist sem jeppinn hafi runnið
til í hálku og í veg fyrir fólksbílinn.
Áreksturinn var harður og er fólks-
bíllinn talinn ónýtur og jeppinn var
óökufær. Ökumaður fólksbílsins,
karlmaður um fertugt, slasaðist
nokkuð en ökumaður jeppans kvart-
aði undan eymslum. Mennirnir voru
einir í bílunum.
Að sögn lögreglunnar á Ísafirði
barst tilkynning um slysið klukkan
15.23. Áhöfn björgunarskipsins var
ræst út auk þess sem sjúkrabifreið
og lögreglubíll lögðu af stað áleiðis á
slysstað. Snemma þótti sýnt að
björgunarskipið yrði fljótara á vett-
vang enda slæm færð um Djúpið og
var sjúkrabílnum því snúið við.
Viðbragðstími 11 mínútur
Albert Óskarsson, skipstjóri á
Gunnari Friðrikssyni, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
þegar skipið kom að Vatnsfjarðar-
nesi hafi slöngubátur verið settur út
og siglt með lækni og hjúkrunar-
fræðing í land. Ekki var hægt að
taka land við slysstaðinn heldur var
fundin hentug lending um hálfum
kílómetra innar í Mjóafirði. Þaðan
var sjúkraliði ekið á slysstað af öku-
mönnum sem höfðu komið að slys-
inu. Tæplega klukkustund síðar
lagði Gunnar Friðriksson af stað
með mennina tvo til Ísafjarðar þar
sem skipið lagðist að bryggju laust
fyrir átta í gærkvöldi.
Albert segir að björgunarstarf
hafi gengið að óskum. Viðbragðstími
björgunarskipsins hafi aðeins verið
11 mínútur en sjö menn voru í áhöfn,
auk læknis, hjúkrunarfræðings og
lögreglumanns.
Morgunblaðið/Halldór
Komið með ökumennina til Ísafjarðar laust fyrir átta í gærkvöldi.
Skip náði í
ökumenn eft-
ir árekstur
RÚTA með 19 manns innan-
borðs fauk út af veginum um
Fagradal og lenti á hliðinni um
klukkan hálfátta í gærkvöld.
Ýmist var farið með þá sem
meiddust á heilsugæslustöðv-
arnar á Egilsstöðum eða á
Eskifirði. Einn hlaut áverka á
andliti og kona sem kvartaði
undan meiðlum í baki var lögð
inn á sjúkrahús en ekki var
ljóst hve alvarleg meiðsli henn-
ar voru. Að sögn vakthafandi
læknis voru meiðsli hinna far-
þeganna ekki talin alvarleg.
Að sögn lögreglunnar á Eg-
ilsstöðum fór rútan út af efst í
svonefndum Græfum sem eru
skammt sunnan við Mjóafjarð-
arveg. Ein rúða mölbrotnaði
þegar rútan fauk á hliðina.
Að sögn lögreglunnar gerði
miklar vindhviður á Fagradal í
gærkvöld og komu þær úr öll-
um áttum. Ísing var vegum á
Austurlandi og sumsstaðar
svellbunkar á vegum.
Nokkru áður en rútan fauk
út af hafði fólksbíll fokið út af
Fjarðarheiði. Þar urðu ekki
slys á fólki en beðið var um að-
stoð við að ná bílnum upp á veg-
inn.
Rúta með
19 manns
fauk út af
í Fagradal
Sprengjusérfræðingar Land-
helgisgæslunnar voru kallaðir
að barnaskóla varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli um sexleyt-
ið í gær. Hafði þar fundist tor-
kennilegur jólapakki.
Að sögn Óskars Þórmunds-
sonar, yfirlögregluþjóns á
Keflavíkurflugvelli, reyndist
pakkinn hættulaus. Hann segir
nokkuð algengt að svona komi
upp á í herstöðinni en varnar-
liðið fylgi afar ströngum
reglum varðandi viðbrögð þeg-
ar svona kemur fyrir.
Sprengju
leitað í
jólapakka
TILKYNNT var til lögreglunn-
ar í Kópavogi um klukkan sjö í
gærkvöldi að bátur sem legið
hefur við festar í Fossvogi hefði
slitnað upp og ræki inn voginn.
Nokkru síðar barst hann á
land fyrir neðan leikskólann
Marbakka í Kópavogi.
Að sögn lögreglunnar í
Kópavogi fengust þær upplýs-
ingar að báturinn væri með
sterkum stálkili og svo fremi
sem hann lemdist ekki í stór-
grýttri fjörunni yrði líklega í
lagi með bátinn.
Seinna um kvöldið tókst að
ná bátnum aftur á flot og var
farið með hann í Kópavogshöfn.
Bát rak
á land í
Kópavogi
VÖRUFLUTNINGABÍLL valt út
af Holtavörðuheiði um klukkan 18 í
gær og voru ökumaður og farþegi
fluttir með sjúkraflutningabifreið á
sjúkrahús en ekki tókst að afla upp-
lýsinga um líðan þeirra í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar á Hólmavík
gerði glóruvitlaust veður á heiðinni
síðdegis í gær og lentu fjölmargir
ökumenn í vandræðum. Að minnsta
kosti fimm bílar fuku út af veginum.
Þeir héldust þó á réttum kili og ekki
urðu slys á fólki. Lögreglan ásamt
björgunarsveitinni á Hvammstanga
fór fólkinu til aðstoðar.
Klukkan 20 taldi lögreglan ekki
annað ráðlegt en að loka Holtavörðu-
heiði. Að sögn lögreglunnar í Borg-
arnesi var vindhraðinn í mestu hvið-
unum 48 m/sek. og var jafnaðar-
vindur á tímabili um 40 m/sek.
Vindur var að miklu leyti genginn
niður þegar heiðin var opnuð klukk-
an 22.30.
Björgunarsveitir fóru upp á Holtavörðuheiði
Fjölmargir bílar í vandræðum