Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 66
UMRÆÐAN
66 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÁMS- og starfs-
ráðgjafar gegna veiga-
miklu hlutverki við að
vísa veginn í þekking-
arsamfélagi nútímans
og aðstoða fólk við að
fóta sig í heimi tæki-
færa og valkosta.
Náms- og starfsráðgjöf
hefur hlotið aukið vægi
í íslensku skólakerfi
með nýrri aðalnámskrá
grunn- og framhalds-
skóla m.a. vegna þess
að valfrelsi í námi er
meira en áður og nem-
endur eiga fyrr að
marka sér stefnu á lífs-
leiðinni.
Náms- og starfsráðgjöf er ung og
vaxandi starfsgrein á Íslandi.
Náms-og starfsráðgjafar starfa nú á
öllum skólastigum, hjá vinnumiðlun-
um og í ýmsum einkafyrirtækjum. Í
desember nk. á Félag náms- og
starfsráðgjafa 20 ára afmæli og í
haust eru 11 ár frá því að nám í
námsráðgjöf hófst við Háskóla Ís-
lands.
Félag náms- og starfsráðgjafa er
sterkt fagfélag sem vinnur að mál-
efnum stéttarinnar og skipuleggur
fræðslu og endurmenntun náms- og
starfsráðgjafa. Félagið er í góðum
samskiptum við erlend systurfélög
og sl. þrjú ár hafa íslenskir náms- og
starfsráðgjafar stýrt Samtökum
norrænna náms- og starfsráðgjafa.
Starfsheiti náms- og starfsráð-
gjafa hefur ekki hlotið lögverndun
en beiðni um lögverndun liggur fyrir
í menntamálaráðuneytinu. Í 9. gr.
laga um starfslið og skipulag fram-
haldsskóla (2001) segir „Námsráð-
gjafi skal hafa lokið námi í náms-
ráðgjöf frá háskóla ...“ Menntaðir
náms- og starfsráðgjafar eru nú
starfandi í flestum framhaldsskólum
og í allmörgum grunnskólum lands-
ins en betur má ef duga skal.
Starfssvið náms- og starfs-
ráðgjafa í framhaldsskólum
Náms- og starfsráðgjafar eru sér-
fræðingar framhaldsskólanna í mál-
efnum er tengjast nemendum og
námsframvindu þeirra, s.s. sam-
skiptum, vinnubrögðum, áhuga-
sviðsgreiningu, áætlanagerð og
náms- og starfsvali. Á þeirra starfs-
sviði er m.a. að:
aðstoða nemendur við að ná ár-
angri í námi
aðstoða nemendur við að greina
eigin áhugasvið og auðvelda þeim
val á námi og/eða starfi
aðstoða nemendur við að skipu-
leggja nám og
heimavinnu
aðstoða nemendur
með námstengda
erfiðleika
aðstoða nemendur
með persónulega
erfiðleika og vera til-
vísunaraðilar til sér-
fræðinga þegar með
þarf
veita persónulega
ráðgjöf til nemenda,
kennara og foreldra
vera málsvarar og
trúnaðarmenn nem-
enda ef upp koma
ágreiningsmál
Misjafnt er innan
skólakerfisins hve margir nemendur
eru á hvern og einn náms- og starfs-
ráðgjafa og í hversu hátt starfshlut-
fall þeir eru ráðnir við skólana. Oft-
ar en ekki er það starfshlutfallið
sem sker úr um hversu góða þjón-
ustu nemendur fá og því miður er
staðan sú í dag í mörgum framhalds-
skólanna að aðeins er hægt að þjón-
usta hluta nemendanna.
Allir nemendur framhaldsskóla
eiga rétt á náms- og starfsráðgjöf.
Raunveruleikinn er hinsvegar að
megnið af starfstíma náms- og
starfsráðgjafa felst í aðkallandi
einkaviðtölum og aðstoð við einstaka
nemendur sem til þeirra leita svo
annað verður að víkja. Með þessu
móti er stór hópur nemenda sem
fær ekki þá aðstoð sem þeir eiga rétt
á. Nýjar námskrár grunn- og fram-
haldskóla kalla auk þess á aukna
náms- og starfsráðgjöf. Til þess að
koma til móts við ákvæði nám-
skránna þarf að fjölga verulega
þeim er sinna þessum málefnum
nemenda. Það yrði nemendum fram-
haldsskólanna til mikilla hagsbóta
og gæti dregið úr brottfalli nemenda
úr námi. Þetta má t.d. gera með
markvissri stefnumótun og áætlun-
argerð um námsráðgjöf innan skól-
anna.
Alhliða náms-
ráðgjafaráætlun
Alhliða áætlun um námsráðgjöf er
byggð á hugmyndum Gysbers og
Henderson (1994) og er í raun nám-
skrá um náms- og starfsráðgjöf og
umsjón með nemendum, sem náms-
og starfsráðgjafar skólanna myndu
stýra. (Kynnt á málþingi í tengslum
við námslok nemenda í námskrár-
fræðum og skólanámskrárgerð frá
Endurmenntun HÍ, í júní árið 2000.)
Alhliða námráðgjafaráætlun er ætl-
að að sporna gegn brottfalli nem-
enda, vinna með viðhorf til náms og
námsörðugleika auk þess að styðja
við og aðstoða nemendur til að tak-
ast á við sjálfa sig og daglegt líf.
Í alhliða námsráðgjafaáætlun eru
nemendur aðstoðaðir við að takast á
við fjölmargt er tengist vellíðan
þeirra og námsframvindu. Í umsjón-
artímum og kennslu í lífsleikni-
áföngum er hægt að fjalla um marga
þessara þátta. Þar fá nemendur
tækifæri til að skoða sjálfa sig og
samskipti sín við aðra, skoða eigin
áhugasvið, læra að gera áætlanir,
taka ákvarðanir og gera náms- og
starfsáætlun. Mikla áherslu ætti að
leggja á að nemendur „læri að læra“
– en aðalmarkmiðið er að nemendur
verði ábyrgari í námi og markvissari
í leit sinni að framtíðarvettvangi.
Markmið alhliða
námsráðgjafaráætlunar
Mikilvægt er að umsjónarkennar-
ar, sem nú eru allir kennarar fram-
haldsskólanna, komi að þessari
stefnumótun og innan skólans verði
samstilltur vilji til verksins. Helstu
markmið verði að:
efla sjálfstæð vinnubrögð og gildi
vinnuframlags og námsárangurs
(nemendur fái kennslu í náms-
tækni, upplýsingaleit, ákvarðana-
töku og náms- og starfsvali).
efla sjálfsþekkingu nemenda,
samstarfs- og samskiptahæfni
efla markmiðssetningu og áætl-
anagerð (nemendur fái leiðsögn
við að útbúa eigin náms- og starfs-
valsáætlun).
Með slíkri námskrá og markvissri
samvinnu umsjónarkennara og
náms- og starfsráðgjafa er mögu-
leiki að ná til allra nemenda skól-
anna og þeir aðstoðaðir á markviss-
an hátt til að verða ábyrgir fyrir
eigin námi og móta sér stefnu til
framtíðar um náms- og starfsval.
Með slíkri námskrá næst þríþættur
árangur. Í fyrsta lagi fá allir nem-
endur framhaldsskólanna aukna
náms- og starfsráðgjöf. Í öðru lagi
verður umsjón með nemendum
markviss og framsækin og í þriðja
lagi nýtist menntun náms- og starf-
ráðgjafa enn betur til hagsbóta fyrir
framhaldsskólana og alla nemendur.
Náms- og starfs-
ráðgjöf fyrir
alla nemendur
Guðrún Á.
Stefánsdóttir
Starfsráðgjöf
Starfsheiti náms- og
starfsráðgjafa hefur
ekki hlotið lögverndun,
segir Guðrún Á.
Stefánsdóttir, en beiðni
um lögverndun liggur
fyrir í menntamála-
ráðuneytinu.
Höfundur er náms- og starfsráðgjafi
Menntaskólans á Ísafirði, formaður
Samtaka norrænna náms- og
starfsráðgjafa.
DAVÍÐ Logi Sig-
urðsson svarar grein-
arstúf mínum um ís-
lenskuna og Írafárið
með hressilegri ádrepu
(6/11). Hann ber mig
þeim sökum að telja
fúlmennsku Englend-
inga eina orsakavald
þess að enskan varð
meirihlutamál á Ír-
landi. Sjálfur hef ég
aldrei efast um að vilji
Íra sjálfra hafi ráðið
nokkru um þótt ég
nefni það ekki beinum
orðum í greininni. Dav-
íð segir um Íra „að
margir gerðu sér grein
fyrir því að til að bæta hag sinn, þok-
ast upp í millistétt, yrðu þeir að til-
einka sér enskuna“. Heilbrigð skyn-
semi segir að Írar hefðu ekki þurft
að taka þessa ákvörðun hefði enskan
ekki verið stjórnunarmál í landinu.
Ástæðan var náttúr-
lega sú að enskir höfðu
töglin og hagldirnar á
eyjunni grænu. Sjálfur
hefur Davíð Logi sagt í
ritgerð sem birtist í
Skírni að Englending-
um hefði verið í nöp við
gelískuna. Því má ætla
að þeir hafi leynt og
ljóst reynt að draga úr
áhrifum hennar. Stað-
reyndin er sú að ég hef
ekki ódrjúgan hluta af
visku minni um örlög
gelískunnar úr Skírnis-
grein Davíðs Loga.
Allra síst dettur mér í
hug að brigsla þessum
gelískufróða manni um landráð, ég
hef hvergi sagt að menn verði land-
ráðamenn við það eitt að ræða örlög
gelískunnar. Ég hef heldur ekki
skammað þá Sigurð Kristinsson og
Kristján Árnason fyrir eitt eða neitt,
gagnstætt því sem Davíð Logi segir.
Þvert á móti kemur skýrt fram í
greininni að ég ber virðingu fyrir
þeim sem fræðimönnum og hrósa
þeim fyrir að verja móðurmálið. Aft-
ur á móti gagnrýndi ég þá fyrir að
tala eins og Írar hefðu bara rétt si
sona valið að breyta um tungumál
eins og maðurinn sem vill skipta um
bíl. Málskiptin á Írlandi tóku 700 ár
og orsökuðust að hluta til af stór-
felldum innflutningi enskumælandi
fólks til landsins. Hefðu Englending-
ar ekki ráðið landinu hefði þetta fólk
tæpast flutt þangað. Margt bendir
líka til þess að Englendingar séu
ekki alsaklausir af hungursneyðinni
miklu sem bitnaði mest á gelísku-
mælandi hlutum Írlands. Allavega
ofreyndu þeir sig ekki við að hjálpa
hinum nauðstöddu. Hagfræðingur-
inn John Kenneth Galbraith segir að
breskir hermenn hafi verið látnir
gæta fullhlaðinna kornforðabúra á
Írlandi meðan landslýður féll úr hor.
En sjálfsagt gera írskir fræðimenn
rétt í að endurskoða gamlar lummur
um að allt illt á Írlandi sé enskra
sök. Fæstir sagnfræðinga hérlendis
trúa því lengur að allt sem miður fór
á Íslandi hafi verið Dönum að kenna.
Það er helst að mann gruni að sumir
sagnfræðinganna gangi of langt í öf-
uga átt, nánast hvítþvoi danska ný-
lenduveldið.
Vandamálið með málholla Íslend-
inga er að það er eins og þeir biðjist
afsökunar á sjálfum sér, tala eins og
það sé gefið að andstæðingarnir hafi
rökin sín megin. Því fljúga mér í hug
ljóðlínur írska skáldjöfursins W.B.
Yeats „ The best lack all conviction,
while the worst are full of passionate
intensity“. Þessi skortur á sannfær-
ingu veldur því að málhollir menn
býsnast fremur en berjast, þeir
vinna ekki saman að góðum málum
eins og þeim að sniðganga fyrirtæki
málníðinga. Reyndar á slíkt snið-
gengi sér stað þótt hljótt fari, þessi
staðreynd ætti að vera málfeigðar-
sinnuðum atvinnurekendum alvar-
legt umhugsunarefni. Þeir ættu líka
að hyggja að þeirri staðreynd að hið
enskumælandi Írland hefur til
skamms tíma verið eitt af fátækustu
löndum Vestur-Evrópu. Ef enskan
er svona gróðavænleg og íslenskan
svona dýr í rekstri, hvers vegna búa
Íslendingar þá við miklu betri kjör
en Írar? Af hverju lepja hinir ensku-
mælandi íbúar Jamaíku og Belize
dauðann úr skel? Verður hagkvæmt
að gjamma á ensku ef spænskan
heldur áfram að sækja á í Banda-
ríkjunum? Hvað ef Kína verður
helsta iðnveldi veraldarinnar, ætli
Kínverjar muni sætta sig við ensk-
una sem alþjóðamál? Spyr sá sem
ekki veit.
Davíð Logi og Írafárið
Stefán
Snævarr
Gelíska
Staðreyndin er sú, segir
Stefán Snævarr, að ég
hef ekki ódrjúgan hluta
af visku minni um örlög
gelískunnar úr Skírn-
isgrein Davíðs Loga.
Höfundur kennir heimspeki
í Noregi.
ÆVINTÝRI hafa
gegnum aldirnar heill-
að. Hvað er þægilegra
en að koma sér vel
fyrir og taka upp bók
með skemmtilegu æv-
intýri og láta sig
dreyma. Börn hafa
sérstakt yndi af æv-
intýrum. Í þeim flokki
ævintýra er það oft fá-
tækur bóndasonur
sem nær með tals-
verðum gáfum og
snilld í prinsessuna,
giftist henni og lifa
þau hamingjusöm í
höllinni til æviloka. Og
allir þegnar ríkisins
lifa einnig hamingjusamir til ævi-
loka, undir stjórn hins nýríka
bóndasonar.
Það er hins vegar alveg sama
hvað ævintýrið er gott því eftir að
lestri þess lýkur tekur blákaldur
veruleikinn við.
Ævintýrið um Íslenska erfða-
greiningu er ekki skáldsaga. Það
er meira að segja kominn prins og
höllin er að verða tilbúin.
„Vísindaakademía
New York“
Til að skyggnast aðeins inn í trú-
verðugleikann kringum ævintýrið
skulum við líta í Morgunblaðið
föstudaginn 30. nóvember. Baksíða
blaðsins fer að mestu leyti undir
stórfrétt undir fyrirsögninni: „ ÍE
lýkur gerð erfðakorts fyrst allra
fyrirtækja.“ Miðopna blaðsins fer
einnig öll í að segja frá þessum
heimssögulega viðburði. Þar segir
orðrétt:
„Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
greindi frá því á fréttamannafundi
í Vísindaakademíu New York (New
York Academy of Sciences) í gær
að vísindamönnum ÍE hefði tekist
að ljúka gerð erfðakorts yfir gena-
mengi mannsins …. „ Þessi klisja
varðandi akademíuna
er ekki þulin upp einu
sinni heldur fjórum
sinnum.
Fyrir mér hljómaði
þetta þannig að þessi
fundur hefði eitthvað
með Vísindaakademíu
New York að gera.
Myndbirting af Kára í
ræðupúlti rækilega
merktu Vísindaaka-
demíunni benti til að
vísindaheimurinn
hlustaði á með opinn
munninn.
Nú er komið á dag-
inn að þessi fundur
hefur lítið með Vís-
indaakademíu New York að gera.
Ef litið er á heimasíðu akadem-
íunnar sést að þeir leigja út fund-
arsali en á þeirra dagskrá er ekk-
ert þennan dag sem bendlar þá við
ÍE.
Hvað rekur blaðamann Morgun-
blaðsins til að koma einhverjum
vísindastimpli á yfirlýsingar fyrir-
tækisins með því að vitna sífellt í
Vísindaakademíu New York? Þetta
er fyrsta atriðið sem gerir fréttina
af heimsögulegum árangri fyrir-
tækisins lítt trúanlega.
Heimsfrægð á Íslandi
Í miðopnu blaðsins segir enn-
fremur:„Fulltrúar margra stærstu
fjölmiðla, fréttastofa og vísinda-
tímarita heims voru viðstaddir
fréttamannafundinn. í Vísindaka-
demíunni í gær.“ Ef þetta er rétt
og satt hvernig stendur á því að
hvergi er hægt að lesa neitt um
þessa uppgötvun í erlendum fjöl-
miðlum?
Leiðari Morgunblaðsins (30. nóv-
ember) fjallar að sjálfsögðu um
þennan heimssögulega viðburð.
Þar eru stóru orðin ekki spöruð og
til að kóróna allt er sagt: „Gera má
ráð fyrir, að niðurstöðurnar verði
birtar í vísindatímariti innan
skamms, en í því felst formleg
staðfesting vísindaheimsins á
þeim.“ Þarna hittir ritstjórinn
naglann á höfuðið. Ekkert af þeim
stórkostlegu áfangasigrum sem
Kári greinir frá með reglulegu
millibili hefur birst í vísindatíma-
riti. Þetta bendir því miður til að
fyrirtækið hafi fátt markvert fram
að færa. Þetta er meginástæða
þess að ekki er hægt að taka alvar-
lega þessa miklu frétt. Það er hins
vegar dapurlegt að Morgunblaðið
skuli vera eini staðurinn í víðri ver-
öld þar sem hægt er að lesa um af-
rekið. Kannski gerast ævintýrin
bara hér.
Af ævintýrum
og erfðakorti ÍE
Árni
Alfreðsson
Líffræði
Ef þetta er rétt að
fulltrúar helstu
fjölmiðla hafi verið á
staðnum, hvernig stend-
ur á því, spyr Árni
Alfreðsson, að hvergi
er hægt að lesa neitt
um þessa uppgötvun í
erlendum fjölmiðlum?
Höfundur er líffræðingur.