Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GJÖLD vegna hundahalds í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi munu hækka um áramótin. Skrán- ingargjald mun hækka um 20%, eða úr 5.000 krónum í 6.000 og árlegt eftirlitsgjald af skráðum hundum hækkar úr 7.500 krónum á ári í 8.500. Gjaldskráin hefur verið sam- þykkt af öllum bæjarfélögun- um sem falla undir heilbrigð- iseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Öll gjöld vegna hundahalds hækka, þó hækkar mest gjald sem ber að greiða við afhend- ingu handsamaðs hunds, úr 12.000 krónum í 15.800 krónur eða um 31,6 %. Fyrsta afhend- ing skráðs hunds ef eftirlits- gjald og vottorð er í skilum við handsömun hækkar úr 6.000 krónum í 7.900. Um síðustu áramót voru 987 hundar skráðir á svæðinu, flestir í Kópavogi, eða 388. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar H. Einarssonar, for- stöðumanns Heilbrigðiseftir- litsins, er talan síbreytileg, næstum dag frá degi. Hann segir aðallega tvær ástæður liggja til grundvallar hækkun- inni og vegur aukinn launa- kostnaður þar mest. Að auki hefur kostnaður vegna aksturs hækkað. Guðmundur segir að ef skoðað sé lengra tímabil þá komi í ljós að gjöldin voru hærri árið 1999 ef tekið er tillit til þeirrar verðbólgu sem orðið hefur á tímabilinu. Tillögur um opið svæði fyrir hunda í Garðabæ Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar á fimmtudag lagði Einar Sveinbjörnsson fram til- lögu um að kannað yrði hvaða svæði innan lögsögu Garða- bæjar gæti hentað sem opið svæði fyrir hunda og eigendur þeirra. Í greinargerð með til- lögunni kemur fram að í sam- þykkt um hunda- og kattahald fyrir Garðabæ er óheimilt að hafa hund lausan á almanna- færi. „Hundar þurfa hreyfingu og ekki er óalgengt að rekast á lausa hunda, t.d. í Heiðmörk eða meðfram Hraunsholtslæk. Í þessu sambandi er mikilvægt að koma á fót frísvæði fyrir hunda þar sem heimilt er að sleppa þeim lausum og að svæðið verði jafnframt vel merkt og afmarkað öðrum gangandi til viðvörunar. Það svæði sem hentað gæti best, a.m.k. til bráðabirgða, er það landsvæði vestan Gálgahrauns og sunnan við Álftanesveginn sem er í eigu bæjarins. Þetta land verður að öllum líkindum tekið til byggingar innan fárra ára. Markmið tillögunnar er því ekki síður það að horft verði til annarra landskika sem hentað gætu til frambúðar sem frísvæði fyrir hunda og eigendur þeirra.“ Tillögunni var vísað til bæj- arráðs til frekari umfjöllunar. Gjöld vegna hundahalds hækka GarðabærHITT HÚSIÐ, menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk, þarf að flytja starfsemi sína úr Geysis- húsinu 1. október á næsta ári samkvæmt samningi sem Reykjavíkurborg og Minjavernd hf. gerðu með sér og undirritaður var í september 2000. Markús H. Guðmundsson forstöðumað- ur segir nauðsynlegt að starfsemi Hins hússins verði áfram undir einu þaki. Borgarstjórn gerðist hluthafi í Minjavernd hf., sem áður var sjálfseignar- stofnunin Minjavernd, á síðasta ári. Markmið Minja- verndar er fyrst og fremst að stuðla að varðveislu mannvirkja og mannvistar- leifa hvarvetna á Íslandi sem hafa menningarsögu- legt gildi. Með aðildinni af- salaði borgin til Minja- verndar nokkrum fast- eignum og lóðum, þar á meðal Geysishúsinu. Leigu- samningur var gerður milli Minjaverndar og Reykja- víkurborgar og rennur sá samningur út 1. október á næsta ári. Hitt húsið var stofnað 1991 og hafði aðstöðu í gamla Þórskaffi í Brautar- holti til að byrja með og var þá að mestu leyti rekið sem dansstaður fyrir ungt fólk. Árið 1995 var starfsemin flutt í Geysishúsið og áherslum breytt þannig að nú er Hitt húsið menning- ar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk. Starfsemi Hins hússins er margvísleg, þar er myndlistargallerí, Götuleikhús, starf fyrir fatl- aða, Jafningjafræðslan, Vinnumiðlun skólafólks og upplýsingamiðstöð auk þess sem Hitt húsið stendur fyr- ir ýmsum árlegum uppá- komum, svo eitthvað sé nefnt. „Húsið er mjög vel nýtt í dag,“ segir Markús og leggur áherslu á að gestum Hins hússins og starfsfólki þess hafi liðið sérlega vel í húsinu. „Undanfarin ár er búið að verja miklum fjár- munum í að aðlaga húsnæð- ið að starfsemi og kynna það og staðsetningu þess fyrir ungu fólki. Aðgengi fyrir fatlaða hefur einnig verið bætt til muna. Þess má einnig geta að gestir sem hafa komið erlendis frá hafa hrifist mikið af starf- semi, innviðum og staðsetn- ingu Hins Hússins.“ Markús segir að nú sé til athugunar hjá borgaryfir- völdum að setja að ra starf- semi inn í húsið og taka annaðhvort hluta af starf- semi Hins hússins eða alla starfsemina og flytja hana annað. „Við í Hinu húsinu leggjum mikla áherslu á að starfsemin verði áfram undir einu þaki í miðborg Reykjavíkur. Það verður kostnaðarsamt að koma starfseminni fyrir annars staðar. Okkur hefur tekist með tímanum að kynna okkur á þessum stað, en það kostar bæði tíma og peninga að kynna starfsem- ina á nýjum stað.“ Eins og staðan er í dag hefur enn ekki verið ákveð- ið hvert starfsemi Hins hússins mun flytjast. „Við erum sveigjanleg ef við fáum betra húsnæði sem hýsir alla starfsemina. Ég vona þó að borgaryfirvöld endurnýji samninginn við Minjavernd svo ekki þurfi að koma til flutnings.“ Vilja halda starfsem- inni undir sama þaki Miðborg Morgunblaðið/Golli Leigusamningur Reykjavíkurborgar við Minjavernd hf. rennur út 1. október á næsta ári og þá þarf væntanlega að flytja alla starfsemi Hins hússins í annað húsnæði. VETUR KONUNGUR bank- aði óvenju snemma uppá hjá okkur Íslendingum þetta ár- ið og hefur það ýmsar af- leiðingar. Hestamenn þurfa til dæmis að taka hesta sína í hús mun fyrr þetta árið en tíðkast hefur. Hesthúsa- hverfin á höfuðborgarsvæð- inu eru því óðum að glæðast lífi og í hesthúsum hesta- mannafélagsins Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ standa nú við bása kafloðin hross, fegin að vera komin inn úr kuldanum. „Margir eru með hrossin sín í haga- beit þar til þarf að fara að gefa þeim, en það er kominn svo mikill snjór víða núna,“ segir Hörður Gunnarsson sem tók hrossin sín þrjú inn fyrir um mánuði. „Ég heyrði af því í vikunni að á sunn- anverðu Snæfellsnesinu hefði snjórinn náð hross- unum upp undir kvið sem hefur ekki gerst á þessum tíma í fjöldamörg ár.“ Hörð- ur segir að þar sem nú rigni víða verði vonlaust fyrir hestana að ná í grasið þegar frystir aftur og klaki hylur hagann. Heiða kennd við Heiðmörk Hörður er með folann Fannar og merarnar Heiðu og Matthildi í hagabeit í Fljótshlíð sumar og haust, en þetta er annað árið sem hann hefur þá á húsi á Kjóa- völlum. Merin Heiða fékk nafn sitt eftir að hún hrasaði með mann á baki í Heið- mörkinni síðasta vor. Nafnið Matthildur er hins vegar út í loftið, en merin sú er átta vetra og er í miklu uppá- haldi hjá eiganda sínum. „Hún er ein skemmtilegasta skepna sem ég hef nokkurn tíma átt,“ segir Hörður hlæjandi. „Hún lenti í hrossasótt fyrir nokkrum árum og hefur náð sér alveg ótrúlega vel eftir hana.“ Nokkrir hestamenn deila sama húsi og Hörður og skiptast þeir á að gefa, því hestarnir þurfa sitt, tvisvar á sólarhring. Hann er mjög ánægður með aðstöðuna í húsinu og í hesthúsahverf- inu og er þegar farinn að ríða út. „Það fer mikill tími í að „trimma“ hrossin til svo að þau komist í góða þjálf- un. Sumir stefna að keppni þegar líður á vorið en aðrir vilja eingöngu hafa hrossin í kringum sig sem mest og lengst.“ Hörður og félagi hans Gunnar Júlíusson voru í hesthúsinu þegar ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að garði og hestarnir spændu í sig ferskt heyið. Hörður seg- ir það aldrei að vita hvort hann bjóði Fannari, Heiðu og Matthildi girnilegri jóla- mat yfir hátíðirnar. „Ætli þau fái ekki eitthvert gott brauð og góðan fóðurbæti.“ Hann segir mikinn tíma fara í hestamennskuna líkt og gangi og gerist með önn- ur áhugamál. „Rómantíkin í kringum hestamennskuna felst líka í því að kynnast fólki, þetta er góður fé- lagsskapur og fólk hvaðan- æva úr þjóðfélaginu kemur saman og kynnist.“ En myndi Hörður taka sér hlé frá jólaundirbúningnum og skella sér á bak á að- fangadag? „Í fallegu veðri? Ekki spurning.“ Hestar víða komnir á hús Hestamennskan snýst ekki síst um vinskap manns og dýra. Hörður og Fannar á góðri stund í hesthúsinu. Morgunblaðið/Þorkell Gunnar fóðrar Fannar, Heiðu og Matthildi sem eru öll blesótt en þó ekkert skyld. Garðabær EGGERT feldskeri efnir til gleðifundar á morgun, sunnudag, kl. 16–18, síðdegis. Fund- urinn, sem haldinn er fyrir vini feldskerans og velunnara, er jafn- framt haldinn til að mótmæla öllu því fjaðrafoki sem verið hefur undanfarið vegna ímyndaðs samdráttar í viðskiptum fyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur. Eggert telur fulla ástæðu til þess að fagna góðum samskipt- um við viðskiptavini sína undanfarið. Til þess að lífga upp á stemmninguna og gera broskiprurnar dýpri á fundargestum hefur feldskerinn fengið „óháða tónlistarmenn“ til þess að flytja upp- lífgandi mótmæla- söngva á fundinum. Þeir eru Ólafur Stolz- enwald bassaleikari og Jón Páll Bjarnason gít- arleikari. Þeir félagar eiga engra miðbæjar- hagsmuna að gæta. Stolzenwald er frá Hellu á Rangárvöllum en Jón Páll býr nú á Akranesi. Eggert feld- skera er að finna efst á Skólavörðustíg við hlið- ina á Krambúðinni. Gleði- fundur feld- skerans Miðborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.