Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ CARL Barks hittir Evu Braun er yf- irskrift ýtarlegrar greinar sem birtist í Süddeutsche Zeitung um yfirlitssýningu Erró í Listasafni Reykjavíkur. Í greininni er minnst sérstaklega á kvikmynd þá sem Erró gerði á ár- unum 1962 til 1964 og kallast „Le Grimace“ en í henni má sjá andlits- svipbrigði og andlitsgrettur fjölda þekktra listamanna, s.s. Carolee Schneemann og Andy Warhol svo einhverjir séu nefndir. „Aðal- ferðatíminn er um garð genginn og nær engir ferðamenn nenna að þvælast um í röku haustloftinu til þess að finna einmanaleikann í náttúru Íslands (daufrar dagsskímu nýtur ekki nema í sex klukkutíma). En einmanaleikann er aftur á móti að finna í Listasafni Reykjavíkur: í fjörutíu mínútur horfið maður á risastór, þögul andlit með fljótandi augum og geðveikislegu glotti eða brosi … maður verður gripinn eins konar fáviskulegri tilfinningu. Og kannski er það við hæfi áður en maður heldur af stað inn í hina sal- ina með myndverkum Errós. Mynd- in Totem Pole frá 1978 er eins og heilahrærigrautur: andlitsmynd af Lenín er við hliðina vernd- arlíkneski indíána og yfir trjátopp- unum hnitar amerískur örn hringi; og allt er þetta í stíl líkt og L. Ron Hubbard hefði umbreyst í bolsé- vista og ráðið Carl Barks sem áróð- ursmálara. Í myndum eins og Facescape frá árinu 1992 leysist manísk mynda- söfnun Errós endanlega upp í eins konar sálræna raðheild: andlits- myndir, einkum af aukapersónum í amerískum teiknimyndasögum, birtast eins og áhorfendaskari á fótboltaleik. … Í amerísku popp- listinni allt frá Lichtenstein og til og með Andy Warhol einangraðu menn einstakar myndir en Erró og raunar Svíinn Öyvind Halström líka héldu sig miklu nær hinni mynd- rænu frásögn og þar með hefð- bundinni menningu landa sinna,“ segir í grein Süddeutsche Zeitung. Grein um Erró í Süddeutsche Zeitung Morgunblaðið/Sverrir Erró í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Skandinav- ísk útgáfa alþjóðavæð- ingarinnar HVE oft hefur maður ekki getað grátið yfir því tónlistarefni sem borið er á borð fyrir börn. Og oftar en ekki er metnaðarleysið það eina sem uppúr stendur og maður man eftir þegar búið er að hlusta á þennan og hinn geisladiskinn ætl- aðan börnum. Þó eru auðvitað til ánægjulegar undantekn- ingar, en þær eru sorglega fáar í ofgnótt þess sem illa er gert. En nú er hægt að gleðjast því út er kominn geisladiskur ætlaður börn- um, sem ég spái að eigi eftir að verða einn af fáum sem eiga eftir að öðlast klassískan sess í íslenskri tónlistarútgáfu. Þetta er geisladiskurinn Fagur fiskur í sjó, þar sem Edda Heiðrún Backman hefur valið saman lög Atla Heimis Sveinssonar úr leikhúsinu auk nokkurra barnalaga tónskáldsins. Edda Heiðrún hefur feng- ið til liðs við sig marga úr- vals tónlistarmenn til að útsetja lögin, þá Pétur Grétarsson, Þóri Baldurs- son, Samúel Samúelsson, Vilhjálm Guðjónsson, Ólaf Gauk Þórhallsson, Guðna Franzson auk Atla Heimis sjálfs. Valinkunnir hljóðfæraleikarar leggja Eddu Heiðrúnu lið, þar með talið stór hluti hljóðfæraleikara Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Edda Heið- rún syngur sjálf mörg laganna, en er þó einnig með frábært lið hjálp- arkokka, Ingu Backman systur sína, börnin sín Arnmund Ernst og Unni Birnu, Kór Kársnesskóla, Atla Rafn Sigurðsson, Ólaf Kjartan Sigurðarson, Egil Ólafsson, Her- dísi Þorvaldsdóttur, Baldur Trausta Hreinsson, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Ásu Hlín Svavarsdóttur og Guðna Franzson. Leikritin sem ólu af sér þessa tónlist eru Dimmalimm, Ofvitinn, Ég er gull og gersemi og Sjálf- stætt fólk, en leikhústónlist Atla Heimis hefur notið mikillar alþýðu- hylli. Útsetningar laganna eru ein- staklega vel heppnaðar og þótt út- setjararnir séu margir, er heildarsvipurinn sterkur. Hver út- setjari fær sitt viðfangsefni, sitt leikrit, og útkoman er jöfn og afar góð, þar sem jafnvægi milli söngs og hljóðfæraleiks er virt. Þar hefur Edda Heiðrún vandað valið vel, og fengið hverjum og einum verkefni við hæfi. Söngur þessa stóra hóps söngvara ber einnig vott um að metnaður var lagður í að finna rétta tóninn fyrir hvert lag. Í sum- um tilfellum er um að ræða sömu söngvara og fluttu lögin í leiksýn- ingum, öðrum ekki. Það er ekki auðvelt að tína til eitthvað sem stendur öðru fremur. Gæði þessa kostagrips eru mikil og tónlistarflutningurinn einstaklega góður. Sjálf er Edda Heiðrún ekki síðri söngkona en leikkona, og söngur hennar ber leikhæfileikum hennar einnig gott vitni. Þar fara saman falleg rödd, hæfileikinn til að túlka orðsins list og einstakar músíkgáfur. Lagið Það kom söngfugl að sunnan fær nýjan svip í túlkun Eddu Heiðrúnar, sem og Kvæðið um fuglana, en þetta eru lög sem atvinnu- söngvarar gætu vart sung- ið betur. Yndislegt er að heyra Eddu, Herdísi Þor- valdsdóttur og Unni Birnu litlu syngja Klementínu- dansinn úr Sjálfstæðu fólki; það gerir lagið sterkt og áhrifamikið að heyra í því raddir þessara þriggja kynslóða kvenna. Ólafur Kjartan fer á kostum í lag- inu Mæðugrey úr Ofvitan- um og þeir Egill Ólafsson og Arnmundur Ernst syngja lystilega saman í Afmæl- isdikti úr sama leikriti. Lagið góða, Ríður, ríður Hofman, úr Sjálfstæðu fólki er skemmtilegt í flutningi Eddu Heiðrúnar og leikaranna sem sungu það í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Fagur fiskur í sjó er kynntur sem barnadiskur, og það mun hann verða og standa öðrum slíkum framar. Hins vegar er hann þess eðlis, að allir sem á annað borð hafa unun af góðri tónlist, eiga eft- ir að að njóta hans líka. Hér liggur mikill metnaður að baki og fag- mannlega staðið að verki. Leik- hússsöngvar Atla Heimis eru perl- ur sem eiga eftir að lifa lengi með þjóðinni, en það sem gerir útslagið er það hvernig lög hans eru fram- reidd hér, í vönduðum útsetningum og flutningi mikilla listamanna. Edda Heiðrún hefur lagt bæði hjarta sitt og hug í þetta verk og alúð sem aðrir þeir sem gefa út efni fyrir börn mættu taka sér til fyrirmyndar. Og uppskeran er eins og til var sáð. Með hjartað í tónlistinni TÓNLIST Geislaplata Sönglög og leikhússlög eftir Atla Heimi Sveinsson í flutningi Eddu Heiðrúnar Backman, auk annarra söngvara, leikara og hljóðfæraleikara. Útgáfa: Edda – miðlun og útgáfa hf. FAGUR FISKUR Í SJÓ Bergþóra Jónsdóttir Atli Heimir Sveinsson Edda Heiðrún Backman KVENNAKÓR Reykja- víkur heldur árlega að- ventutónleika í Hall- grímskirkju á morgun kl. 17 og á þriðjudag kl. 20. Á tónleikunum verð- ur frumflutt nýtt verk, Da pacem domine, sem Bára Grímsdóttir tón- skáld samdi sérstaklega fyrir kvennakórinn. Ann- að lag eftir Báru, Jól, verður einnig sungið. Hefðbundin jólalög verða mörg á efnisskránni, en auk þess Maríukvæði Atla Heimis Sveinssongar og verkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten. Monica Abendroth leikur á hörpu með kórnum, en stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir. Bára Grímsdóttir tónskáld hefur samið fjölmörg kór- verk og kórar panta gjarnan verk hjá henni til að syngja á tónleikum, eins og í þessu tilfelli. „Ég hafði margoft sungið þennan texta, Da pacem domine, og fannst svo tími til kominn að ég semdi nýtt lag við hann. Þetta er ævagamall texti sem Lúther þýddi á sínum tíma og hann er líka að finna í Grallaranum. En ég er með allt annan stíl á mínu lagi en er í þeim gömlu; þetta er hressilegt og rytmískt. Ég nota takttegundina níu áttundu, sem ég skipti í 2-2-3-2, já, ég held ég geti sagt að þetta sé líflegt verk og það verði bara stuð hjá stelpunum; – þær fá að syngja þétta hljóma og mikinn rytma.“ Bára býr í Vestmannaeyjum og saknar þess að komast ekki oftar í land til að fara á tónleika. Og í gær, þegar Bára var búin að koma sér fyrir í kojunni í Herjólfi, á leið í bæinn til að mæta á æfingu hjá kvennakórnum og fylgjast með laginu sínu var ferð bátsins aflýst vegna óveðurs. Bára er á því að það sé talsverð gróska í kórmúsík á Íslandi, en sjálf er hún um þessar mundir að semja kórverk bæði fyrir Schola Cantorum og Háskólakórinn. Um hundrað konur syngja í Kvennakór Reykjavíkur, en hann hefur verið starfræktur frá 1993. Verk eftir Báru Grímsdóttur frumflutt af Kvennakór Reykjavíkur Ljósmynd/Sóla Kvennakór Reykjavíkur. „Ég held það verði bara stuð hjá stelpunum“ Bára Grímsdóttir VEÐURGUÐIR voru ekki hlið- hollir Verdi-tónleikum Íslenzku óp- erunnar í Háskólabíói í gær. Ræfur þutu undir með æðri söngmennt í mestu útsynningshviðum og átti lægðarhvellurinn e.t.v. sinn þátt í að ekki næðist alveg að fylla húsið áheyrendum. Kraftmesti blandaði kór landsins var í forgrunni þetta kvöld með ekki færri en níu atriði af átján, auk meðsöngs í tveim aríum. Einsöngvarar komu við sögu í einum dúett og þremur aríum, og hljóm- sveitin lék ein í fjórum atriðum, þ.e. ballett úr Jerúsalem og þrem óperu- forleikjum. Í síðasttöldu sambandi var svolítið kynlegt að fá ekkert að heyra úr síðustu tveim óperum meistarans, Otello og Falstaff, þar sem Verdi fagnar stærstu sigrum sínum í hljómsveitarritun, en þó kom eitt og annað skemmtilega á óvart í eldri verkunum, kannski ekki sízt í atriðunum fjórum úr Macbeth, eink- um Preludio og kórnum Patria oppressa, þar sem stórmeistari sönglínunnar sýndi að hann gat lum- að á ýmsu frumlegu líka niðri í hljómsveitargryfjunni. Að geta laðað slíkt fram með þeirri snerpu og ná- kvæmni sem til þurfti, var ekki lítill sigur fyrir Garðar Cortes sem hljóm- sveitarstjóra. Í „Sinfóníunni“ að Jóhönnu frá Örk, sem hóf dagskrá kvöldsins, vakti mesta eftirtekt snyrtilegt tré- blásturssamspil í millikafla. Eftir hómófónískan kórsatz úr I Lomb- ardi lék hljómsveitin ballettkafla úr Jerúsalem í fjaðurmögnuðum maz- úrkutakti, þó að fiðlur yrðu eilítið stirðar í hraðasta lokahlutanum. Í Spuntato ecco il dì d’esultanza úr Don Carlo var kórinn búinn að syngja sig upp og hélt fullum dampi allt frá því. Einsöngvararnir Jón Rúnar Arason og Elín Ósk Óskars- dóttir sungu þvínæst dúettinn Un dì felice, eterea úr La traviata með virkt, nema hvað jafnvægið var ekki alveg sem skyldi; sópraninn hafði ekki í fullu tré við tenórinn styrk- rænt og spurning hvort einhver slæmska hafi staðið venjulegu góðu formi Elínar fyrir þrifum. Hún náði sér þó betur á strik síðar. Eftir Si ridesta in ciel l’aurora úr sömu óperu, sem kórinn söng eins og sá er valdið hefur, létu kvenraddirnar gullkverkar sínar skína í Gli arrede festivi úr Nabucco af miklu fjöri, og Va pen- siero, fangakórinn frægi úr sömu óp- eru, lauk fyrri hluta. Tempóið var heldur í hægara lagi, en sungið var samt af mikilli innlifun, sem tón- leikagestir fengu óvænt að taka þátt í strax á eftir með almennum sam- söng að hvatningu hljómsveitar- stjórans. Eftir hlé kom fyrst hægur hljóm- sveitarforleikur í moll að Attila. Af þrem boðuðum þáttum úr Requiem- inu skv. heimasíðu Sinfóníuhljóm- sveitarinnar féllu niður Dies irae og Sanctus, en Ingemisco fékk þó að standa í sérlega fallegum flutningi Jóns Rúnars, þrátt fyrir örlítinn uppsöngsóstyrk á stöku stað. Úr La forza del destino söng næst Elín Ósk við þýðan undirsöng karlakórradda La Vergine degli angeli, og síðan söng hún hina hægu aríu Pace, pace, mio Dio! úr sömu óperu af mikilli til- finningu, ekki sízt í dramatíska nið- urlaginu, og varð það fyrsta atriðið til að hrífa hina fram að þessu frekar daufu hlustendur upp úr skónum. Steðjakórinn frægi úr Il trovatore, Vedi! le fosche notturne spoglie, var fluttur með sannkölluðu trompi og trukki, og hin ekki síður fræga ten- óraría úr sama verki, Di quella pira, var sungin með smitandi glæsibrag af Jóni Rúnari við upptendraðan undirleik Sinfóníuhljómsveitarinnar í sópandi pólónesurytma. Loks voru fjögur atriði úr tímamótaóperunni Macbeth; áðurnefndur Preludio og kórarnir Che faceste? dite su!, Patria oppressa og Vittoria!, sem Íslenzki óperukórinn söng af óviðjafnanleg- um krafti, aðdáunarverðri hljómfyll- ingu og fínstilltri nákvæmni, enda fylgdi söngfólkið hverri bendingu stjórnanda síns eins og skuggi. Tónleikaskráin var ríkulega búin upplýsingum, en þó var sá leiði ljóð- ur á verkefnalistanum, að smágert letrið var meira við maura en manna hæfi til aflestrar. Kraftur, fylling, nákvæmni TÓNLIST Háskólabíó Forleikir, kórar, ballett og aríur eftir Verdi. Einsöngvarar: Jón Rúnar Arason og Elín Ósk Óskarsdóttir. Íslenzki óperukór- inn og Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Garðars Cortes. Föstudaginn 7. desem- ber kl. 19.30. ÓPERUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.