Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 33 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands heldur aðventutónleika sína í Akureyrarkirkju í dag kl. 17. Sú hefð hefur skapast við aðventutónleika hljómsveitarinnar að efnisskrá er sniðin sérstaklega fyrir börn, og fjöl- skyldufólk því jafnan stór hluti tón- leikagesta. Konsert fyrir óbó og strengjasveit í d-moll op. 9 eftir Tomaso Albinoni er fyrsta verkið á efnisskránni, en Albinoni þekkja margir sem höfund hins þekkta Adagios – sem kom svo í ljós fyrir nokkrum árum, að er ekki eftir hann, þótt enn sé það við hann kennt. Albinoni er þó ótvírætt höf- undur þessa óbókonserts, en hann samdi marga slíka á árunum kring- um 1700. Einleikari með hljómsveit- inni verður verður Gunnar Þorgeirs- son óbóleikari á Akureyri, en hann hefur verið liðsmaður Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands í nokkur ár. Tveir barnakórar á Akureyri, skóla- kórar Lundarskóla og Brekkuskóla, syngja næst með hljómsveitinni þekkt íslensk og erlend jólalög í út- setningum hljómsveitarstjórans, Guðmundar Óla Gunnarssonar. Á aðventutónleikum hljómsveitar- innar undanfarin ár hefur Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands flutt jóla- sögur í tónum, þar sem sögumaður segir jólasögu við undirleik hljóm- sveitarinnar. Að þessu sinni réð hljómsveitin John Speight til að semja tónlist við ævintýrið um Bene- dikt engil. Sagan heitir Rigning í himnaríki og er eftir Hjörleif Hjart- arson. John Speight segir að hljóm- sveitarstjórinn, Guðmundur Óli, hafi haft samband við sig í haust, skömmu áður en verkfall tónlistar- kennara hófst, og beðið sig að semja verk við þessa sögu. „Guðmundur Óli sagði við mig að hljómsveitin hefði áður verið með verk eins og Snjó- karlinn á aðventutónleikum, en nú vildu þau breyta til. Hann var búinn að velja sögu Hjörleifs og sagði mér frá henni, og mér fannst þetta strax mjög spennandi. En ég misskildi þetta, og hélt að þetta ætti ekki að vera fyrir þessi jól heldur þarnæstu, því fyrirvarinn var svo stuttur. Guð- mundur Óli sagði að þetta þyrfti ekki að vera lengra en 15–20 mínútur – lengra ef ég vildi en bað mig að skila þessu 15. nóvember. Þá sá ég að þetta yrði kannski erfitt, því ég er yf- irleitt lengur en þetta að semja kort- erslöng hljómsveitarverk. En ákvað þó að slá til, því mér þótti þetta skemmtilegt verkefni.“ Ekki gott að fljúga í rigningu John segir að verkið sé samið fyrir litla hljómsveit; „Mozarthljómsveit“ eins og hann kallar það, og sögu- mann. Í sögu Hjörleifs, Rigningu í himnaríki, er greint frá Benedikt litla, sem er engill. Hann á að leika í jóla- leikriti í skólanum sín- um í himnaríki. Bene- dikt er auðvitað með vængi eins og allir englar, en það er bara eitt vandamál, að þeg- ar hann rignir, þá blotna vængirnir svo mikið og verða svo þungir að þeir hrein- lega detta til jarðar. Þá verður það ólán, að Benedikt missir af himnaríkisstrætó ein- mitt þegar hann á að mæta á mikilvægustu æfinguna. Og ef hann mætir ekki, fær hann ekki að vera með í leikritinu. Nú er úr vöndu að ráða, því enn rignir. Svo segjum við ekki orð um það meir. John Speight segir að tónlistin sé svolítið eins og kvikmyndatónlist. „Þetta er allt öðru vísi en að semja hefðbundin tónverk – fyrir það fyrsta er það sagan, sem maður þarf að láta passa inn í verkið. Það getur verið erfitt að gera sér grein fyrir því hvað lesarinn er lengi að lesa hvern kafla; – hann gæti lesið hraðar eða hægar en ég, þegar ég er að semja. Það kom einmitt fyrir um daginn að Guð- mundur Óli hringdi og sagði að það vantaði eina mínútu af músík í einum stað í verkinu. Þá settist ég bara nið- ur með það sama og samdi eina mín- útu í viðbót, þannig að allt passaði saman. Þess vegna er þetta svolítið eins og að semja kvikmyndatónlist.“ Sögumaður í verkinu verður Arn- ór Benónýsson leikari en stjórnandi á tónleikunum verður sem fyrr segir Guðmundur Óli Gunnarsson. Rigning í himnaríki hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands John Speight Guðmundur Óli Gunnarsson „Mér fannst þetta strax mjög spennandi“ Laugarneskirkja Hinir árlegu að- ventutónleikar Reykjalundarkórsins eru kl. 17. Auk jólalaga, úr ýmsum áttum, verða sungnir negrasálmar. Í tilefni af 15 ára afmæli kórsins verður frumflutt Ave María eftir Christopher Field sem samin var sérstaklega fyrir hann. Einsöngvarar eru Páll Sturluson og Hjördís Elín Lárusdóttir. Trompetleikur, og und- irleikarar eru Hjördís Elín og Ingi- björg Lárusdætur. Stjórnandi Íris Erlingsdóttir. Íslensk Grafík, Hafnarhúsinu Fé- lagssýning verður opnuð kl. 16. Á sýningunni eru verk eftir fé- lagsmenn, auk þess sem skúffugallerí er kynnt og verk sem grafíkvinir hafa fengið síðustu árin. Sýningin stendur til 16. desember og er opin frá kl. 14-18 fimmtudaga til sunnudaga. MÍR, Vatnsstíg 10 Árleg bók- menntakynning Menningar- og frið- arsamtaka ísl. kvenna verður kl. 14. Eftirtaldir höfundar og þýðendur lesa: Rakel Pálsdóttir, Kötturinn í ör- bylgjuofninum, flökkusögur úr sam- tímanum; Þórunn Valdimarsdóttir, Hvíti skugginn; Helgi Guðmundsson, Marsibil; Jóhanna Kristjónsdóttir, Insjallah á slóðum Araba; Kristín Ómarsdóttir, Hamingjan hjálpi mér; Súsanna Svavarsdóttir, Diddú; Krist- ín Marja Baldursdóttir, Kvöldljósin eru kveikt og Vilborg Dagbjarts- dóttir, Bestu vinir. Kuregej Alex- andra Argunova skemmtir með söng. Bókasafn Garðabæjar Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleikritið Pönnu- kakan hennar Grýlu kl. 13.30. Kaffistofa Hafnarborgar Jólasýn- ing Litla Myndlistarskólans í Hafn- arfirði verður opnuð kl. 11. Sýnd verða myndlistarverk barna, 6-10 ára. Stjórnandi skólans er Aðalheiðar Skarphéðinsdóttir myndlistarmaður. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17 og henni lýk- ur 9. janúar. Mál og menning v. Laugaveg Í barnabókadeildinni verður lesið upp úr eftirtöldum barnabókum kl. 11. Hnoðri litli: Anna V. Gunnarsdóttir, Dagur með Gínu Línu Jósefínu: Moshe Okon/Sigrún Birna Birn- isdóttir/Anna Jóa. Svona stór: Þóra Másdóttir. Þá flytur Kór Snælands- skóla jólalög af nýjum geisladiski. Gallerí Reykjavík Jónína Guðna- dóttir opnar stuttsýningu á ker- amíkverkum kl. 15. Jónína útskrif- aðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1962. Hún hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar, hérlendis og erlendis og prýða verk hennar fjölmargar stofnanir. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18, laugardag kl. 11-18, sunnu- daga kl. 13-18 og lýkur 17. desember. Háteigskirkja Stúlkna- og Barna- kórar Háteigskirkju halda tónleika kl. 17. Þar koma fram börn á aldr- inum 6-14 ára og syngja m.a. kirkju- og jólalög. Undirleikri er Douglas A. Brotchie. Björn Davíð Kristjánsson leikur á þverflautu. Stjórnandi er Birna Björnsdóttir. Aðgangseyrir, 800 kr., rennur í ferðasjóð kóranna. Laugarneskirkja Kvennakórinn Kyrjurnar halda jólatónleika kl. 17. Á efnisskránni eru innlend og erlend jólalög. Stjórnandi kórsins er Sig- urbjörg Hv. Magnúsdóttir og undir- leikari Halldóra Aradóttir. Kringlan Tröllastelpan Bóla kemur í heimsókn kl. 14.30 og hefur sér til fulltingis Skólahljómsveit Mosfells- bæjar. Kl. 15 áritar hún bók í Ey- mundsson sem skrifuð hefur verið um hana og nefnist Bóla: Með Bólu í bæjarferð. Gallerí Nema hvað, Skólavörðu- stíg Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sýnir portrettmyndir. Sýningin stendur til 12. desember og er opið frá 15-19 alla daganna. Álafosskvos Þau Tolli, Hildur, Palli, Þóra, Helga og Bryndís verða með opnar vinnustofur frá kl. 13. Einnig verður Myndlistarskóli Mosfells- bæjar opinn þar sem sýnd verða verk nemenda og í Verksmiðjusölu Ála- foss stendur yfir myndlistarsýning. Skagafjörður, Áshús við Glaumbæ Næstu tvo laugardaga og sunnudag kl. frá 15-19 næstu og verða jóla- sveinar þar til umfjöllunar. Þá er sýn- ing á útsaumuðum smámyndum eftir Elsu E. Guðjónsson textíl- og bún- ingafræðing, af jólasveinunum 13, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Helga Bjarnadóttir les jólasögur kl. 16 og „jólasveinninn“ les um jóla- sveina kl. 17.30 báða laugardagana. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÞEGAR væntingarnar eru í lág- marki er uppskeran oftast nær eft- ir því. Góð undantekning er gam- anmyndin Good Advice, sem virðist hafa skotist inní kvikmyndaheim- inn án umtalsverðra fagnaðarláta. Hvað með það, þessi huldumynd, með slíkum afleysingarmannskap að maður les leikaralistann tvisvar (til að trúa sínum eigin augum), reyndist vera fínasta afþreying, sem á örugglega eftir að ganga vel á myndbandi þar sem leikhópur- inn, Charlie Sheen, Denise Rich- ards, Rosanna Arquette, Jon Lov- itz, og þaðan af enn hæpnara Hollywood-husmél, fær tæpast unglingana til að tryllast af áhuga á bíóferð. Þessi einstaki leikhópur, sem er nánast yfirnáttúrlega samansettur, er engu að síður hinn brattasti, þótt hann sé um leið aðalorsök þess að Good Advice kemur tæpast til með að njóta þeirrar bíóaðsókn- ar sem hún á sannarlega skilið. Sheen er á gamalkunnum slóðum, á Wall Street, leikur Ryan Turner, hrokafullan verðbréfamangara og kvennabósa sem hefði betur sleppt því að forfæra eiginkonu auðjöfurs (Barry Newman), sem launar hon- um lambið gráa með því að rústa ferli hans í viðskiptaheiminum. Úrkula vonar og auralaus verður þessi fyrrum kvennaljómi og upp- alingur að taka því eina sem að kjafti kemur. Ráðgjafarsvörun hjá smávægilegu dagblaði í New York, sem hann erfir eftir kærustuna (Denise Richards), sem stingur af með brasilískum demantasala. Turner verður því að látast vera kærastan í viðskiptum sínum við fröken Page (Angie Harmon), þokkafullan ritstjóra blaðsins. Úr þessu gera höfundarnir bráð- fundna Þyrnirósarsögu um upprisu Ryans, sem verður að kyngja öllum sínum uppskafningshætti, hroka og kvenfyrirlitningu og umbreyta sjálfum sér í það sem hann áður fyrirleit. Á þeirri þrautagöngu koma við sögu ófáar, bráðskemmti- legar persónur; lýtalæknirinn, vin- ur Ryans, sem Jon Lovitz leikur að hætti hússins og eiginkona hans sem er í höndum Rósönnu Arq- uette, sem fer furðu nærri góðum gamanleik. Sheen er ekki mikill leikari og veikasti punktur mynd- arinnar, þótt hann sé slarkfær. Ör- lög Good Advice hefðu orðið önnur ef framleiðendurnir hefðu haft efni á veigameiri leikara í burðarhlut- verkið. Hinsvegar koma þau öll á óvart; Angie Harmon, sem ritstýran; þó ennfrekar Lisa Rinna, hún fer á kostum og fær frábærar línur sem sjötugur einkaritari, sem „brókar er með sótt“, einsog meistari Meg- as komst að orði um aðra, ágæta konu; Barry Newman, sem sjálf- sagt reis hæst á leikferlinum sem ökuþórinn í Vanishing Point, er rétta manngerðin í hlutverk auð- jöfursins; en rúsínan í pylsuend- anum er engin önnur en hin dísæta og hæfileikalausa Denise Richards. Hún fær klæðskerasaumað hlut- verk kærustunnar vitgrönnu – og fer létt með það. Þegar öllu er á botninn hvolft er óhætt að fullyrða að þeim sem áræða á Good Advice þarf ekki að leiðast. Upprisa upp- skafningsins KVIKMYNDIR Bíóhöllin Leikstjóri: Steve Rash. Handritshöf- undur: Daniel Margosis og Robert Horn. Aðalleikendur: Charlie Sheen, Angie Harmon, Denise Richards, Rosanna Arquette, Jon Lovitz, Barry Newman, Lisa Rinna. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Myriad Films. 2001. GOOD ADVICE (HOLLRÁÐ) 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson Ljáðu mér eyra – Undirbúningur fyrir lestur hafa Ásthildur Bj. Snorradótt- ir og Valdís B. Guðjónsdóttir tal- meinafræðingar tekið saman. Bókin er kennslubók fyrir börn. Hún er byggð á aðgengilegum verkefnum sem þjálfa hljóðkerfisvitund og stuðla þannig að aukinni lestr- arfærni. Verkefnin í bókinni eru í formi texta og myndefnis, þar sem ákveðnir þættir í hljóðkerfisvitund eru þjálfaðir. Kaflarnir fjalla m.a. um setningar, orð, hljóðgreiningu, rím og hvernig mál- hljóðin verða til. Í kynningu segir m.a.: „Börn með málhömlun og vandamál tengd hljóðkerfisvitund lenda oft í lestr- arörðugleikum. Bókin mætir þörf- um þessara barna með því að þjálfa markvisst undirstöðuþætti sem eru nauðsynlegir fyrir lestrarnám.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 111 bls. Teikningar og útlit: Ingibjörg Eldon Logadóttir. Verð: 2.480 kr. Kennsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.