Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 63
ÁRIÐ 1994 hóf nú-
verandi borgarstjórn-
armeirihluti mikið
uppbyggingarstarf
með það að markmiði
að auka lífsgæði allra
borgarbúa. Við lögð-
um upp með skýra sýn
um hvers konar borg
við vildum eiga þátt í
að móta og síðustu ár
hefur það verið okkar
viðfangsefni að stýra
borginni í samræmi
við þá sýn. Einn er sá
málaflokkur sem ekki
fer hátt í umræðu um
borgarmál og það eru
jafnréttismálin. Því er
stundum haldið fram í umræðum
um jafnréttismál að óskaplega
langt sé í land á öllum vígstöðvum.
Auðvitað á þetta rétt á sér í sum-
um tilfellum og ekki ætla ég að
halda því fram að allt sé í himna-
lagi og öllum áföngum náð. Það
gleymist hins vegar stundum að
mikill árangur hefur náðst víða.
Kvennapólitískir vindar
Það hefur mikil áhrif á sveit-
arstjórnarmálin hér í Reykjavík að
kvennapólitískir vindar blása þar.
Feminísk sýn stjórnenda borgar-
innar hefur haft þau áhrif að veru-
lega hefur tekist að fjölga konum í
yfirstjórn borgarinnar, og gleym-
um því ekki að Reykjavíkurborg er
annar stærsti launagreiðandi
landsins á eftir ríkinu. Starfs-
mannastefnan ber þess merki að í
þessu stóra fyrirtæki hafa áhersl-
urnar orðið aðrar en ella og for-
gangsröðunin önnur og ég held því
fram að kvennapólitísk sýn ráði
þar miklu um. Ég nefni sem dæmi
þær áherslur sem lagðar hafa verið
í leikskólamálum,
skólamálum og jafn-
réttismálum á síðustu
árum. Ég vil líka full-
yrða að umræða um
þjónustu borgarinnar
innan kerfisins sjálfs
hefur gerbreyst. Allar
borgarstofnanir gera
nú starfsáætlanir í
jafnréttismálum og
reynt hefur verið að
skoða ýmsa þætti
borgarrekstursins
m.t.t. kynjasamþætt-
ingar.
Sérstaða
Reykjavíkur
Það er stundum nefnt að hlutur
kvenna í nefndum á sveitarstjórn-
arstiginu sé aðeins um 30 prósent.
Að þessu leyti er Reykjavík með
algera sérstöðu því formennska í
22 nefndum hér skiptist hnífjafnt
milli kynja, 11 formenn eru konur
og 11 karlar. Það er einnig athygl-
isvert að skoða hlutfallið milli fylk-
inganna í borgarstjórninni þar sem
53 prósent af sætum Reykjavík-
urlistans í nefndum voru skipuð
konum en 33 prósent af sætum
Sjálfstæðisflokks voru skipuð kon-
um. Það má því álykta að það sé
fyrst og fremst áhersla Reykjavík-
urlistans á jafnrétti kynja og áhrif
kvenna innan hans sem hefur
tryggt þennan einstæða árangur á
þessu sviði. Á þessu ári náðist
einnig sá árangur að hlutur kvenna
í stjórnunarstöðum í Ráðhúsinu fór
yfir 50 prósent. Ekki er heldur
hægt að halda því fram að hér hafi
konur verið ráðnar bara af því þær
voru konur. Þær voru fremstar
meðal jafningja og margar þeirra
hafa sagt að þær hafi sótt um starf
hjá borginni vitandi að þeim yrði
ekki hafnað vegna kynferðis, held-
ur yrði hæfni látin ráða. Við getum
því sagt með nokkru stolti að
Reykjavíkurborg hafi náð því
markmiði að jafna hlut kvenna í
pólitískum trúnaðarstörfum í sveit-
arfélaginu og einnig í stjórnunar-
stöðum.
Ekki bara
„af því bara“
Og auðvitað gerist þetta ekki „af
því bara“ eða af sjálfu sér.
Þetta gerist vegna þess að strax
árið 1994 var mörkuð skýr stefna
með ákveðnum kvennapólitískum
markmiðum og árangur hefur
náðst vegna þessarar skýru póli-
tísku stefnumörkunar. Þetta stað-
festir að þar sem konur komast til
valda og hafa skýra feminíska
framtíðarsýn er hægt að fjölga
konum í stjórnunarstöðum, í
nefndum og setja réttan jafnrétt-
iskúrs. Vilji og skýr sýn er allt sem
þarf.
Vilji og skýr sýn
er allt sem þarf
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Jafnréttismál
Reykjavíkurborg
hefur náð því markmiði,
segir Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, að jafna
hlut kvenna í pólitískum
trúnaðarstörfum
í sveitarfélaginu og
í stjórnunarstöðum.
Höfundur er borgarfulltrúi.
fulla ábyrgð á. Ég ætla að fram-
kvæmdastjórinn viti eitthvað um
eðli samkeppninnar. Best þekkir
almenningur heiðarlega samkeppni
í íþróttum. Eitt hundrað metra
hlauparar hlaupa allir eitt hundrað
metra. Einn eða tveir hlauparar fá
ekki 50 metra forskot á aðra hlaup-
ara. Nei, kæri framkvæmdastjóri,
það telst ekki heiðarleg samkeppni
að gefa einhverjum aðilum forskot í
samkeppninni. Vel á minnst,
hversu stór er hlutur bankakerf-
isins í þeim tveimur risum sem eru
samanlagt með um 70–80% dag-
vörumarkaðarins?
Þátttaka bankakerfisins
í atvinnulífinu
Annars vegar höfum við hinn al-
menna viðskiptamann kerfisins
sem bera fulla ábyrgð á sínum
rekstri án öryggisneta. Hann greið-
ir fulla okurvexti til kerfisins. Hann
er kúgaður til að greiða þjónustu-
gjöld samkvæmt efstu mörkum
gjaldskrár kerfisins og horfir síðan
á samkeppnisaðilana njóta forskots
í samkeppninni.
Hins vegar höfum við síðan elít-
una sem hefur öryggisnet sem
bankakerfið hefur ofið. Þessir að-
ilar fá fjármagn frá kerfinu inn í
sinn rekstur í formi hlutafjárfram-
laga. Á móti annast þeir innheimtu-
störf fyrir kerfið af fúsum og frjáls-
um vilja. Fórnarkostnaður er mikill
en þó enn meiri hjá keppinautun-
um. Þessir aðilar geta samið um
hagstæð vaxtakjör og hafa auk
þess forskot í samkeppninni vegna
þess að þeir greiða einungis brota-
brot af þjónustugjöldum í saman-
burði við hinn almenna viðskipta-
mann.
Síðast en ekki síst geta síðan
þessir aðilar, sem náð hafa mark-
aðsráðandi stöðu í samstarfi við
bankakerfið, misnotað þess stöðu
sína og náð fram mun hagstæðari
kjörum í viðskiptum við birgja en
almennt gerist „þökk sé“ banka-
kerfinu.
Kæri framkvæmdastjóri; Ekki
segja draugasögur í björtu.
Höfundur er kaupmaður.