Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 83
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 83
Nýja inniserían Miró bókstaflega
rennur út! Síðasta sending kom með
flugi í gærkvöldi.
Byggt og búið
Jólabúðin þín
Þar færðu gjafir fyrir alla fjölskylduna og jólaskraut sem aðeins er
á boðstólum í Byggt og búið - og það hreinlega rennur út!
í Smáralind og Kringlunni
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Nú er 20% afsláttur af þessum Eva Trio vörum.
Ef allt settið er keypt færðu 25% afslátt.
5.383 kr.
3,6 l pottur
6.882 kr.
996 kr.
5.169 kr.
28 sm panna
3.996 kr.
Smjörhitari
7,5 l pottur
Babyliss þráðlaust
hárklippisett,
nú með
25% afslætti.
Sífellt fjölgar í þeim hópi
sem býr til sitt eigið sódavatn
með SodaStream,
nýtur hollustunnar og sparar!
2.490 kr.
1.995 kr.
500 W Eagle höggborvél
á frábæru verði
CTC kaffivélinni
fylgja tvær fallegar könnur
fyrir bestu stundirnar
5.990 kr.
2.996 kr.
Fondue-sett er sígild
og vinsæl gjöf sem fæst nú
með 1.000 kr. afslætti.
Þú sparar 509 kr.
2.486 kr.
Samlokugrill á aðeins
Smáhlutahilla
Sígild og vinsæl gjöf
með u.þ.b. 50% afslætti.
Söholm matarstell
á kynningarverði um þessa helgi.
Fæst í svörtu, bláu og hvítu.
N
ýj
u
n
g
!
5.956 kr.
Nú geturðu eldað spennandi,
framandi austurlenskan mat!
Wok-panna á
Verkfærasett
100 stk. verkfærasett
Stykkið kostar aðeins 25 kr!
KOFI ANNAN, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, kom
fram í barnaþættinum Sesame
Street á dög-
unum og sagði
meðal annars að
stjórnmálamenn
gætu lært ým-
islegt af brúð-
unum í þætt-
inum. Annan
var boðið að
koma í þáttinn
til að kenna
börnum að
leysa ágrein-
ingsefni sín á
milli. Hann
skarst í leikinn
þegar brúðan Elmo var að þrátta
við vin sinn um hvor þeirra ætti
að fá að syngja lagið um stafrófið
og fékk Annan þá til að sættast á
að syngja lagið saman.
Annan sagði að þættinum lokn-
um að það hefði verið honum
mikill heiður að fá að koma þar
fram.
„Ég vona að við höfum náð að
kynna fyrir börnunum markmið
Sameinuðu þjóðanna og hvað það
er mikilvægt að skilja hvert ann-
að og vinna saman að markmið-
unum,“ sagði Annan meðal ann-
ars.
Sesame Street hefur verið á
dagskrá síðan árið 1969.
Kofi Ann-
an stillir til
friðar í
barnaþætti
Kofi Annan
FÁAR íslenskar rokksveitir eru
sveipaðar viðlíka dýrðarljóma og
hafnfirska sveitin sáluga Ham en
fyrir stuttu kom út diskur á vegum
Eddu – miðlunar og útgáfu sem
inniheldur hljómleikaupptökur með
sveitinni frá því í sumar, er sveitin
lék á tvennum endurkomutónleik-
um svo og með hinni þýsku Ramm-
stein.
Á fimmtudaginn kemur verður
svo heimildarmyndin HAM: Lifandi
dauðir frumsýnd. Myndin er jóla-
mynd kvikmyndaklúbbsins Fil-
mundar en hún hefur verið í vinnslu
í áraraðir. Sá sem annast hefur
lokavinnslu hennar er Þorgeir
nokkur Guðmundsson, en hann hef-
ur stundað kvikmyndanám í kvik-
myndadeild Columbia University í
New York um nokkurt skeið.
Að sögn Óttarrs Proppé, söngv-
ara HAM, er myndin byggð á efni
sem hefur safnast upp í gegnum
tíðina. „Þetta er m.a. byggt á
myndum frá lokatónleikunum okk-
ar 1994, endurkomutónleikunum í
sumar svo og myndinni Ham í
Reykjavík, sem gefin var út árið
1991. Síðan hafa líka verið tekin
upp sérstök viðtöl, efni safnað úr
sjónvarpi o.fl. Þetta er heimildar-
mynd um rokksköddun, með miklu
tónlistarlegu ívafi.“
Með grein þessari fylgir mynd af
öðru efni óskyldu. Á henni má sjá
Valgarð Bragason, rótara, afhenda
Óttarri, rokkstígvél nokkur. Þau
voru áður í eigu Palla stóra, sem
gegndi hlutverki lífvarðar sveitar-
innar á endurkomutónleikunum í
sumar. Stígvélin, sem eru nr. 50,
eyddust upp á þessum tvennum
tónleikum en þau höfðu enst téðum
Palla í mörg ár.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ham á endurkomutónleikunum (f.v.), Arnar Ómarsson, Óttarr, Sigurjón Kjartansson, Björn Blöndal og Jóhann Jóhannsson.
Morgunblaðið/RAX
Óttarr tekur við stígvélunum góðu.
„Lifandi
dauðir“
Heimildarmynd um Ham frumsýnd næsta fimmtudag
Vesturgötu 2, sími 551 8900
PAPAR
í kvöld