Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 81
DAGBÓK DÖMU- OG HERRASLOPPAR
GLÆSILEGT ÚRVAL
Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá,
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518
Ný sending
af ódýrum pelsum - stuttir og síðir
Hattar og húfur
Opið laugard. frá kl. 10-18 og sunnud. kl. 13-17
Við teljum niður til jóla!
Í dag eru 16 dagar til jóla og
16% afsláttur
Velkomin um borð
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þið eruð ævintýragjörn og
viljið víkka út sjóndeildar-
hringinn. Þið eigið auðvelt
með að aðlagast nýjum
aðstæðum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þið sjáið nú fyrir endann á
verkefni ykkar og ættuð því
að slaka á um tíma því áður en
þið vitið af er allt komið í full-
an gang að nýju.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þið ættuð ekki að láta smá-
orðaskak við vini ykkar fara í
taugarnar á ykkur. Munið
bara að töluð orð verða ekki
aftur tekin.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þið eigið ekkert að vera að
fela áhuga ykkar á ákveðnum
málum heldur halda honum á
lofti og fylgja honum eftir
með ákveðnum athöfnum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt aðstæður á vinnustað séu
ekki alveg eftir ykkar höfði
skuluð þið ekki láta þær ergja
ykkur. Látið hins vegar í ykk-
ur heyra sé fólk með yfirgang.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt eitthvað kastist í kekki út
af fjármálum ættuð þið að
muna að sá málaflokkur er
jafnan viðkvæmur og kannski
ekki síst um þetta leyti árs.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ykkur hafa gefist mörg tæki-
færi að undanförnu til að
kynnast nýjum hlutum og
hitta skemmtilegt fólk.
Gleymið ekki að þakka þeim.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nú þurfa allir að leggja hönd
á plóg svo leggið ykkar af
mörkum til að efla samstarfs-
andann því fólk vinnur betur
ef andrúmsloftið er létt og
gott.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þótt svo virðist sem allir í
kringum ykkur séu að gera
meiriháttar breytingar á lífi
sínu skuluð þið nú bíða róleg
því ykkar tími kemur síðar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er af hinu góða að rækta
líkamann en allt er gott í hófi
og það væri ekki úr vegi að
rækta sálartetrið líka á að-
ventunni og sækja góða tón-
leika.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þið ættuð ekki að halda aftur
af áhuga ykkar á bóklestri
heldur þvert á móti sækja
ykkur skemmtan og fróðleik í
bækur og blöð því nám er allt-
af nytsamlegt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þið ættuð að hægja aðeins á
ykkur því á þeirri hraðferð
sem þið eruð er hætta á að
margt fari fram hjá ykkur og
þið missið þess vegna af gulln-
um tækifærum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Breytið um lífsstíl og sjáið til
þess að þið fáið aukna hreyf-
ingu því hún er bæði holl og
skemmtileg og stuðlar að heil-
brigðri sál í hraustum líkama.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÞAÐ gerist stundum við
spilaborðið að hið fárán-
lega er hið eina rökrétta:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ D1042
♥ ÁK109
♦ 53
♣D106
Suður
♠ KG3
♥ 32
♦ ÁD74
♣KG98
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 lauf
1 tígull Dobl * Pass 1 grand
Pass 2 grönd Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Vestur spilar út tígul-
sexu, fjórða hæsta, og
austur lætur tíuna. Hver
er áætlunin?
Greinilega verður að
reka út báða svörtu ásana.
Ef ásarnir eru skiptir er
mikilvægt að hitta fyrst á
ás vesturs og láta hann
eyða innkomu sinni strax.
Það er í sjálfu sér blind
ágiskun hvort spila eigi
spaða eða laufi fyrst, það
er að segja, ef suður hefur
tekið upphafsslaginn á
tíguldrottningu:
Norður
♠ D1042
♥ ÁK109
♦ 53
♣D106
Vestur Austur
♠ 98 ♠ Á765
♥ D764 ♥ G85
♦ KG962 ♦ 108
♣Á3 ♣7542
Suður
♠ KG3
♥ 32
♦ ÁD74
♣KG98
Í þessari legu vinnast
þrjú grönd ef sagnhafi
hittir á að spila laufi í öðr-
um slag en tapast ef byrjað
er á spaðanum. En ef
sagnhafi gefur sér að aust-
ur og vestur eigi hvor sinn
ás getur hann losnað við
ágiskun með því að dúkka
tígultíuna í fyrsta slag!
Hann tekur næsta slag á
tígulás og nú er alveg sama
hvort byrjað er á spaða eða
laufi – vörnin nær aldrei að
vinna úr tíglinum.
Fáránlegt, en rökrétt.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
70 ÁRA afmæli. Ámorgun sunnudag-
inn 9. desember er sjötug
Guðveig Sigurðardóttir,
Iðavöllum 4, Grindavík.
Hún og fjölskylda hennar
taka á móti ættingjum og
vinum á Veitingastofunni
Vör frá kl. 19-23 á afmæl-
isdaginn.
80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 8. des-
ember, er áttræður Sigurð-
ur G. Ingólfsson, fyrr-
verandi flugvélstjóri,
Krummahólum 4, Reykja-
vík. Hann tekur á móti ætt-
ingjum og vinum á morgun,
sunnudag, kl. 15–17 í Flug-
virkjasalnum, Borgartúni
22.
LJÓÐABROT
UM HAUST
Syngur lóa suðr í mó
sætt um dáin blóm. –
Alltaf er söngurinn sami
með sætum fuglaróm.
Himinblíð eru hljóðin þín,
heiðarfuglinn minn!
Hlusta ég hljóður á þig
og hverfa má ei inn.
Benedikt Gröndal
1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4.
e3 a6 5. Rbd2 Bf5 6. Db3
Dc7 7. Bd3 Bg6 8. O-O e6 9.
He1 Be7 10. e4 O-O 11. Re5
dxc4 12. Dxc4 c5 13. Rxg6
hxg6 14. a4 Rc6 15. dxc5 Re5
16. Dc3 Bxc5 17.
Rf1
Fyrir Heims-
meistaramót
FIDE var haldið
úrtökumót á Net-
inu þar sem átta
keppendur unnu
sér þátttökurétt.
Einn þeirra sem
vann sér þátttöku-
rétt þannig var
stigalausi Rússinn
Nugzar Zeliakov,
en hann náði jafn-
tefli með svörtu í
fyrri skák sinni
gegn ofurstórmeistaranum
Alexander Morozevich
(2739). Í þeirri síðari sá hann
aldrei til sólar. 17... Bxf2+!
og hvítur gafst upp enda fátt
til varnar eftir 18. Kxf2 Dxc3
19. bxc3 Rxd3+. Undanúr-
slit mótsins hefjast í dag.
Hægt er að nálgast nánari
upplýsingar á skak.is.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 8. des-
ember, verður fimmtug
Lilja Guðlaugsdóttir, leik-
skólastjóri, Heiðarbraut 63,
Akranesi. Hún og eiginmað-
ur hennar, Hjörtur Gunn-
arsson, tæknifræðingur,
verða að heiman á afmælis-
daginn.
Með morgunkaffinu
Dag einn var hann að
slá lóðina. Hann gat
ekki drepið á sláttu-
vélinni og síðan hef ég
ekki séð hann.
KUNERT
WELLNESS
Sokkabuxur
Hnésokkar
Ökklasokkar
iðunn
tískuverslun
2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680
v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680
Enskar
Jólakökur
Enskur
jólabúðingur
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík