Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 56
MINNINGAR
56 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Magnús HalldórHermannsson
fæddist í Hátúni í
Norðfirði 27. júní
1926. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað 29.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Jóhanna
Hjörleifsdóttir frá
Norðfirði og Her-
mann Jónsson frá
Auðnum í Skagafirði
en þau bjuggu síðar í
Hruna í Norðfirði.
Systkini Magnúsar
eru Jakob og Margrét.
Magnús kvæntist Margréti Ei-
ríksdóttur fæddri í Strandarhúsi í
Norðfirði 25. mars 1929. Hún er
dóttir hjónanna Sigríðar Einars-
dóttur frá Bæ í Lóni og Eiríks
Guðnasonar frá Strandarhúsi í
Norðfirði. Þau giftu sig 21. sept-
ember 1954. Börn þeirra eru Ei-
ríkur Þór, Sjöfn og Jóhanna Sig-
ríður sem öll eru gift og eiga börn
og eru búsett í Neskaupstað.
Magnús ólst upp með foreldrum
sínum og systkinum við venjuleg-
an aðbúnað barna þess tíma. Einn-
ig voru í Hruna amma hans og afi
þau Margrét Diðriksdóttir og
Hjörleifur Marteinsson. Ungur
var Magnús sendur í sveit, að þess
tíma hætti. Ekki var það til ná-
granna heldur með strandferða-
skipi til Hafnar í Hornafirði, einn
síns liðs, og þaðan ríðandi í fylgd
ókunnugra vestur að
Reynivöllum í Öræf-
um eins og leið lá yf-
ir óbrúuð vötn og ár.
Svona ferðir fór
hann nokkur ár í
röð. Hann vann ýmis
störf í Norðfirði á
sínum unglingsárum
svo sem við útgerð
og svo var hann
mjólkurpóstur um
hríð. Hann lærði vél-
smíði í Dráttar-
brautinni í Neskaup-
stað og fór í Vélskóla
Íslands þar sem
hann lauk prófi og fékk full vél-
stjórnarréttindi og lauk einnig
rafmagnsdeildinni. Hann var vél-
stjóri á togurum Bæjarútgerðar
Norðfjarðar þeim Agli Rauða,
Goðanesinu og Gerpi sem hann
tók við nýjum í Þýskalandi. Hann
réðst síðar til starfa á Rafstöðinni
í Neskaupstað og gerðist svo raf-
veitustjóri hjá RARIK í Neskaup-
stað. Þeim starfa gegndi hann til
1983 en var svo við skrifstofustörf
til sjötugsaldurs er hans starfsævi
lauk. Hann átti trillubát og reri á
honum sér til gamans í sumarleyf-
um sínum. Einnig átti hann um
tíma traktorsgröfu, þá fyrstu í
Neskaupstað. Hann var virkur í
félagi eldri borgara og var þar
stjórnarmaður.
Útför Magnúsar fer fram frá
Norðfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Maggi eins og ég hef alla tíð van-
ist að hann væri nefndur, var einn af
bestu og dyggustu sonum Norð-
fjarðar. Hann var einn af þeim
mönnum sem settu svip á bæinn í
Neskaupstað. Hver vissi ekki hver
hann var þessi maður sem alltaf var
á ferðinni. Ef fólk var nýtt í bænum
hlaut það að kynnast honum af starfi
hans, þegar hann gekk á milli húsa
og las af rafmagnsmælum. Ekki
minnist ég þess að Maggi hafi ekki
getað sagt mér einhver deili á því
fólki sem ég spurði um, bæði heima-
mönnum og aðkomufólki, allavega
hvar það byggi og stundaði vinnu.
Maggi bar ekki tilfinningar sínar á
torg en var hreinskiptinn, hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og gat vel komið fyrir sig
orði. Ef til deilna kom gat hann
brugðið brandi sínum svo að eftir
var tekið. Barngóður var hann með
eindæmum. Það þekki ég vel. Hann
sýndi það best er við komum til
Norðfjarðar með okkar fólk í heim-
sókn, enda sóttu dætur okkar til
hans það sem þær töldu sig þurfa til
leikja jafnt sem annars í þeim heim-
sóknum. Hann hugsaði vel um sitt
fólk og heimili og var snyrtimenni í
öllum umgangi bæði heima og heim-
an.
Magnús varð fyrir margháttaðri
reynslu sem ungur maður en hann
var ekkert fjölorður um sína hagi,
þó sagði hann frá ýmsu. Hann var
einn af þeim fyrstu sem komu að
stórbrunanum í Skuggahlíð 1950.
Hann var að koma yfir Oddskarð og
sá þegar reykurinn steig upp frá
bænum og fór beint þangað heim.
Hann varð því til þess að vera yfir
fólkinu sem kom út úr eldinum og
fylgdi því svo til Seyðisfjarðar á
spítala.
Vel man ég þann tíma er þau
Maggi og Gréta byrjuðu sinn bú-
skap, fyrst í Dvöl á neðri hæðinni
hjá Jóa toll og Kristjönu. Það lágu
mörg spor á milli Dvalar og Fram-
tíðar þar sem ég átti heima. Þá hétu
húsin á Norðfirði nefnilega nöfnum,
í það minsta á Ströndinni. Síðar
eignuðust Maggi og Gréta neðri
hæðina á Hlíðagötu 21 og fluttu inn
með mikilli tilhlökkun og sköpuðu
sér þar fallegt heimili og notalegt,
ekki síst vegna útsjónarsemi þeirra
beggja. Maggi hafði góða aðstöðu
vegna starfa sinna á togurunum en
hann var líka mjög smekklegur í
innkaupum. Á heimili þeirra á þess-
um tíma var ýmislegt sem ekki sást
víða annarsstaðar. Mörgum árum
seinna réðust þau í byggingu húss í
Miðgarði sem þau seldu síðar og
fluttu út á Bakkabakka. Þau hafa
alla tíð skapað sér einstaklega nota-
legt umhverfi og aðstöðu. Það er
þeirra beggja verk en Maggi var
líka mjög vel giftur. Gréta er einstök
húsmóðir, eiginkona, móðir, dóttir
og systir. Heimili þeirra hefur staðið
opið gestum og gangandi gegnum
tíðina. Þar hefur ekki staðið á nein-
um viðgjörningi frá hvorugu þeirra.
Maggi hafði áhuga á myndatök-
um, ekki síst hér áður fyrr. Þá tók
hann kvikmyndir, mest heima fyrir,
en líka myndir sem sýna merka at-
burði úr sögu bæjarins. Ein var sú
mynd sem seint gleymist, en er nú
glötuð. Hún var tekin um borð í
Gerpi í veðrinu þegar Júlí og Hans
Hedtoft fórust á Grænlandsmiðum.
Gerpir fékk áföll en slapp laskaður
eins og mörg önnur skip. Að sjá
hvernig skipið var ísað og illa farið
var ógleymanlegt. Maggi tók einnig
ljósmyndir og til er safn mynda af
fjölda Norðfirðinga sem fólk sem nú
er á miðjum aldri man eftir sem
börn. Maggi hélt líka dagbækur í
áratugi. Þar er mikill fróðleikur
geymdur um veður, skipakomur, at-
burði á heimili og í bæjarlífi. Þessar
bækur væru sennilega best komnar
á safni þar sem síðar meir mætti
sækja í heimildir. Eitt af áhugamál-
um Magga var lýsing bæjarins um
aðventuna. Hann var einn af þeim
fyrstu sem settu upp ljós utan dyra
til skrauts. Best gæti ég trúað að
rauða strikið sem strengt var þvert
yfir Hlíðargötuna hafi verið fyrsta
útilýsingin sem einstaklingur setti
upp á Norðfirði. Það var náttúrlega
táknrænt fyrir bæinn. Síðar komu
ýmsar aðrar útfærslur. Hann lagði
líka sitt fram til fegrunar bæjarins.
Það var trúlega hann sem gekk fram
í þvi að fegra umhverfi Rafstöðv-
arinnar á sínum tíma, þó að fleiri
legðu þar hönd á plóginn. Rósin
sunnanundir veggnum var í miklu
uppáhaldi hjá honum og vel um hana
hugsað. Maggi og Gréta fóru nokkr-
ar utnalandsferðir og nutu þeirra
vel. Síðast með eldri borgurum og
þrátt fyrir annmarka komu flestir
sæmilega sáttir og glaðir heim.
Fyrir rúmum tveimur árum fékk
Maggi áfall og náði sér aldrei eftir
það. Hann var sendur á Reykjalund
til endurhæfingar sem ekki bar
þann árangur sem vonast var til.
Síðan hefur hann verið á Sjúkrahús-
inu í Neskaupstað þar sem smám
saman hefur dregið til þess sem nú
er orðið. Gréta hefur staðið sig eins
og hetja við að heimsækja hann
hvern dag, ekki alltaf ein því börn og
barnabörn hafa stutt hana dyggi-
lega. Óhætt er að segja að einn lítill
drengur hafi verið mesti auðfúsu-
gestur afa síns, það er Arnar litli, en
á milli þeirra var einstakt samband
allt frá fæðingu þess litla. Ég ætla
bara að vona að missir Arnars verði
honum ekki það áfall að hann hljóti
skaða af.
Ég á sjálfur margar góðar minn-
ingar af samskiptum við Magga.
Þótt við ættum ekki alltaf skap sam-
an, enda báðir krabbar auk 20 ára
aldursmunar, þá gat ég alla tíð sótt
til hans, hvort sem var uppörvun eða
eitthvað sem mig langaði að vita um
gamla tíma eða hvað sem var. Minn-
ingarnar lifa, þó böndin sem tengja
mig við mannlífið á Norðfirði hafi
gisnað nokkuð eftir 30 ára fjarveru.
Að lokum þakka ég Magga fyrir
samskiptin öll, bæði við mig og konu
mína Borghildi og allt mitt fólk og
treysti því að nú hafi hann fengið
meina sinna bót. Grétu minni óska
ég þess að hún geti staðið áfram
sterk eins og hún hefur gert í gegn-
um tíðina, enda er hún vel studd af
börnum sínum og þeirra fjölskyld-
um. Þar á hún mikinn fjársjóð sem
hún kann líka vel að meta.
Þórður Flosason.
Út um allt eru fallegu jólaljósin
komin í glugga og á trén og veggi og
jólagleðin er að vakna í vitund allra
landsmanna, þrátt fyrir 11. septem-
ber og meðfylgjandi hörmungar. En
sama hvað setur og þótt um dimman
dal sorgar og efa sé farið þá var okk-
ur gefin von um að allt þetta væri til
einhvers. Vonin þar um var okkur
gefin við upprisu frelsarans. Og við
skulum trúa því. Fyrrverandi starfs-
félagi hringdi í þessum ólgusjó til-
verunnar og tilkynnti mér að vinur
okkar og starfsfélagi Magnús Her-
mannsson, fv. rafveitustjóri í Nes-
kaupstað, væri látinn. Við Magnús
sáum hvor annan fyrst 1966 á fögr-
um sumardegi í Neskaupstað, stað-
urinn var rafstöðin þar í bæ. Verk-
efni mitt var að breyta þessari
rafstöð, verkefni hans var að stjórna
þessari rafstöð. Samstarfið var án
þyrna og stöðin var stækkuð og
breytt, og búin öllum nýtísku tólum
og tækjum. Hann varð ánægður,
rafveitustjórinn.
Magnús var einhvern veginn
öðruvísi en við hinir, þessir ungu
galgopar sem vorum þar saman á
ferð. Harður, æðrulaus og yfirveg-
aður en umfram allt annað sannur
félagi, en aðaleinkennið var samt ró-
semdin og hæversk framkoma sem
fékk okkur hina til að staldra við og
muna manninn. Rósemd og stað-
festa sem ekkert atvik, stórt eða
smátt, fékk breytt. Síldin var að
hverfa og þjóðin á leið inn í dýpstu
efnahagslægð nútímans, en við
Magnús á leið í varanlegt samstarf
sem stóð yfir í rúm 24 ár. Fyrir það
samstarf er rík ástæða til að þakka á
þessari skilnaðarstund. Það hefur
mikið vatn óbeislað til sjávar runnið
á samstarfstíma okkar, og margt á
dagana drifið. Sumt má geymast, en
annað gleymist eins og gengur. En
flest hefur verið svo stórskemmti-
legt að efni væri í heilar bækur, t.d.
rafvæðing Íslands, þátttaka og hlut-
skipti Austfirðinga í því verkefni –
orkustjórnmálin á Austurlandi og
þátttaka starfsmanna RARIK á
Austurlandi í þeim. Rafvæðing
landshlutanna – fámennra útgerðar-
og fiskvinnsluþorpa til stoltra kaup-
staða – en ekki síst og kannski fyrst
og fremst rafvæðing sveitanna. Allt
var þetta í upphafi gert við frum-
stæð skilyrði og lítið fjármagn, við
getum sagt með handaflinu einu
saman. Samhliða komu virkjanir,
reyndar allt of fáar – því var að dís-
ilvæðast. Dísiltíkur úti um allt land,
um tvöhundruð vélar af öllum
stærðum þegar mest var, sífellt að
bila, og oft voru línurnar í jörðinni
vegna ísinga og veðratjóns – raf-
magnskömmtun, snjóflóð og hörm-
ungar. En fyrst og síðast í minn-
ingaflæði á kveðjustund kemur mér
í hug glæsilegt og hlýlegt heimili
Magnúsar og Margrétar og ávextir
þeirra, myndarleg og vel gefin börn.
Gagnkvæm virðing þeirra hvers fyr-
ir öðru einkenndi samvistir með
þeim þrátt fyrir mikið heilsuleysi og
mótlæti um stund. Minningin um
þann tíma og viðbrögð hefur oft
hlýjað mér um hjartarætur.
„– Gáfunnar ársal Æsir bjartir
lýsa – Einherjar djúpt í sálu falla og
rísa,“ segir stórskáldið Jóhannes í
„Eigi skal höggva“.
Með Magnúsi er genginn virtur
starfsmaður Rafmagnsveitna ríkis-
ins. Hann var drengur góður. Ég
sendi Margréti, niðjum og ástvinum
öllum hugheilar samúðarkveðjur.
Megi góður Guð styrkja ykkur öll í
sorg ykkar og söknuði og gefa ykkur
frið og gleði á fæðingarhátíð frels-
arans sem framundan er.
Guð blessi minningu Magnúsar
Hermannssonar.
Erling Garðar Jónasson.
Það kom mér ekki á óvart þegar
bróðir minn hringdi í mig og sagði
mér að Maggi Hermanns væri dá-
inn. Heilsu hans hafði hrakað tölu-
vert í haust og síðustu daga var ljóst
í hvað stefndi. Samt er það alltaf
sárt þegar maður fréttir af andláti
gamals vinar og minningarnar
hrannast upp.
Ég man fyrst eftir Magga þegar
þau Gréta voru nýflutt í Miðgarðinn
ásamt börnum sínum, Eika Þór,
Sjöbbu og Hönnu Siggu, en þar
byggðu þau sér stórt og fallegt hús.
Áður höfðu þau búið í 15 ár á neðri
hæðinni á Hlíðargötu 21, sem þau
höfðu keypt af foreldrum mínum, en
við bjuggum á efri hæðinni. Þannig
hófst vinskapur milli tveggja fjöl-
skyldna sem staðist hefur tímans
tönn.
Ég var tíður gestur hjá Grétu og
Magga. Foreldrar mínir voru áskrif-
endur að Morgunblaðinu og því
myndaðist sú „hefð“ að ég fór með
nokkurra daga gömul blöð til þeirra
í Miðgarðinn. En ef ég átti ekkert
sérstakt erindi fór ég bara af sjálfs-
dáðum því hvergi fékk ég betri mót-
tökur. Alltaf var boðið upp á ein-
hverjar kræsingar og svo var svo
mikið til af leikföngum sem börnin
þeirra höfðu átt. Maggi hafði gaman
af að spila og íþróttir stundaði hann
af kappi sér til hressingar og heilsu-
bótar. „Yatzy“ lærði ég hjá Grétu og
Magga og voru ófáar stundirnar
sem fóru í það spil við eldhúsborðið
hjá þeim. Ef við Gréta vorum að
spila þegar Maggi kom heim úr
vinnu var hann fljótur að setjast og
spila við okkur. Þar kom vel í ljós að
honum var ekki vel við að tapa. Því
kynntist ég líka þegar Maggi og
Gréta, ásamt Eika Þór og Jóni Grét-
ari bróður mínum, fóru að taka mig
með sér í badminton en það gerðu
þau í marga vetur. Þar spilaði ég
ásamt vini mínum með fullorðna
fólkinu og heyrðist stundum hátt í
Magga þegar hann var ekki ánægð-
ur með sjálfan sig. Það var hins veg-
ar úr honum um leið og tíminn var
búinn.
Það er líka Magga að „kenna“
með hvaða liði ég held í enska bolt-
anum. Hann gaf mér nefnilega flotta
íþróttatösku á þessum tíma. Utan á
töskunni var mynd af liðinu og það
þótti nú ekkert smá flott fyrir rúm-
um 25 árum. Hann hélt líka með
þessu liði þannig að þetta var sko
liðið „okkar“. Maggi var sannarlega
vinur vina sinna og það hefðu ekki
allir komið fram við börn eins og
hann kom fram við mig á þessum ár-
um. Mér hefur líka oft orðið hugsað
til þess síðar.
Svo leið tíminn og ég komst á
unglingsárin. Þá fór ferðunum í
Miðgarðinn að fækka því þá var svo
mikið að gerast í lífi unglingsins eins
og gengur. Síðan fluttu Maggi og
Gréta út á Nesbakka og hafa búið
þar síðan. En í hvert skipti sem ég
hef heimsótt þau þangað hefur sama
góða viðmótið, gestrisnin og hlýjan
mætt mér. Fyrir allt þetta vil ég
þakka að leiðarlokum.
Síðustu misseri hafa ekki verið
eins og Maggi hefði kosið. Veikindi
hans hafa komið í veg fyrir að þau
Gréta gætu stundað útivist, unnið í
fallega garðinum þeirra og verið þau
sjálf eins og þau eiga að sér. En við
fáum víst ekki öllu ráðið. Ég hitti
Magga í síðasta skipti nú í sumar á
spítalanum heima. Þá hafði hann
verið með flensu í nokkra daga en
var á góðum batavegi. Mér þykir
vænt um að hafa hitt hann þá því
þetta var góður dagur hjá honum,
miðað við aðstæður, og ég hef oft
hugsað til hans síðan. Maggi lést í
fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað að morgni 29. nóvember.
Elsku Gréta og fjölskylda. Á þess-
um erfiða tíma er dýrmæt minningin
um mætan eiginmann, föður,
tengdaföður og afa og mun hún lifa
um ókomin ár. Genginn er góður
maður og traustur vinur. Ég votta
ykkur öllum mína dýpstu samúð.
Ykkar
Marteinn Már.
MAGNÚS HALLDÓR
HERMANNSSON
!
! !
" # $
"#$%&&' ($
)**+ $%&&' ($ ** $#$&&,*
-$*-$*-$*-$*-$*
,-$*-$*-$*-$*.
% &'
/01200203
4
"$## ,(56 "
( & '*.
)
)4207 7820
( 9( ( &#$:;$-,$$&!<=
&
* +
# )!
-$*,&&(*(9(*& #*.