Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 51 hrepp og þú sagðir okkur frá æsku- stöðvunum þínum. Þegar við kom- um í Skaftholtsrétt sá ég er þú stóðst í miðjum almenningnum, tókst áttirnar af fjöllum eða ein- hverju öðru sem ég ekki sá, gekkst að einni hleðslunni tókst frá stein og stakkst hendinni inn í vegginn, dróst út fleyg, brostir til mín og settir hann aftur á sama stað. Þegar ég var fluttur frá Laug- arvatni og við Hrafnhildur bjuggum á Kárastíg, hringdir þú einu sinni í mig og baðst mig að koma og sækja þig niður á BSÍ því þú vildir koma og sjá hvernig við byggjum. Það þótti okkur vænt um. Þegar ég var fluttur til Keflavíkur sótti ég þig einu sinni og bauð þér í heimsókn til okkar. Þá komstu og gistir hjá okk- ur og hjálpaðir mér að smíða grind- verk fyrir utan stofugluggann svo við gætum áhyggjulaust leyft Kam- illu Björt, sem þá var þriggja ára, að vera þar úti að leika sér. Kamilla Björt talar stundum um það hvað henni fannst það gaman þegar við fórum á rúntinn í „pikkuppnum“ sem þú áttir, út í Sandvík og sóttum sand í sandkassann hennar. Ég gleymi aldrei þegar ég kom einu sinni í óvænta heimsókn einn á Laugarvatn. Þá sá ég að þú varst orðinn veikur og mamma sagði að þú þyrftir að komast til læknis á Selfoss en þú vildir ekki fara. Ég settist hjá þér inni í stofu í Bjarkar- lundi og var að tala við þig um að þú þyrftir að fara til læknis og þú baðst mig um að aka þér á Selfoss, sem og ég gerði og mamma kom með okk- ur. Í framhaldi af þessum veikindum þínum fluttir þú að Lundi. Þangað kom ég og heimsótti þig ýmist einn eða með fjölskylduna með mér. Þangað var gott að koma og sjá hvað þú hafðir það gott þar. Oftast var okkur boðið í kaffi með þér og fengu Svanur Þór og Kamilla Björt alltaf eitthvert góðgæti með. Ég gæti haldið áfram endalaust að segja af þér fallegar sögur af okkar kynnum en ég ætla að geyma þær til að segja mínum börnum og vonandi barnabörnum líka. Rétt eins og þú sagðir mér sögur af for- feðrum þínum. Ég kveð þig glaður í hjarta, því ég trúi og veit að Anna amma tekur á móti þér og þið eruð nú saman á ný. Elsku afi, takk fyrir mig. Þinn Mikael Þór. Fyrir hönd Menntaskólans að Laugarvatni vil ég þakka Benjamín Halldórssyni, húsverði, fyrir störf hans í þágu skólans. Lífssaga Benjamíns er að mörgu leyti sam- ofin sögu menntaskólans. Við minn- umst þess hversu hjálpsamur hann var í hvívetna í samskiptum við nemendur og kennara, hversu ein- lægur hann var í störfum sínum, alltaf nálægur og hafði vakandi auga með velferð skólans. Hús- varsla og viðhald var hans aðalstarfi í rösklega fjörutíu ár. Ég vitna því til Rannveigar í Bala er hún sagði við mig: „Benjamín var sálin í öllum byggingum hér og viðhaldi.“ Blessuð sé minning Benjamíns Halldórssonar. Guð styrki aðstandendur í sorg þeirra. Halldór Páll Halldórsson skólameistari. Óhætt er að fullyrða að enginn maður hafi jafnlengi sett svip á Menntaskólann að Laugarvatni og nánasta umhverfi hans og Benjamín Halldórsson. Hitt er erfiðara að sýna fram á, en er þó sannfæring mín, að enginn starfsmaður hans hafi helgað sig og störf sín skól- anum eins heill og óskiptur og hann gerði allt frá stofnun hans 1953 og svo lengi fram á 10. tug aldarinnar sem hann hafði heilsu til, sinnti m.a.s. ýmsum snúningum sem til féllu nokkur ár eftir að hann lét af störfum við skólann veturinn 1995- 96. Hann vann við byggingu elsta hluta skólahússins 1948-50, reisti sjálfur skólameistarabústaðinn 1953 og forstofubyggingu Menntaskólans 1958-60. Það kom eins og af sjálfu sér að hann annaðist allt viðhald skólahússins frá upphafi, húsvörslu einnig að hluta og að öllu leyti frá 1958. Hann var jafnan kominn á vettvang á undan öðrum mönnum, bæði virka daga og helga, og oft ná- lægur fram á kvöld. Sumarfrí man ég ekki eftir að hann tæki sér. Eftir að tekið var að nota hús skólans sem sumarhótel frá og með 1960, var hann einnig vakinn og sofinn að gæta þeirra og vera til taks ef ein- hver annmarki kallaði á skjót við- brögð mannsins sem hafði öll áhöld tiltæk fyrirvaralaust. Benjamíns mun lengi verða minnst af nemendum Menntaskól- ans. Það segir sína sögu að það kom eins og af sjálfu sér að fréttabréf Nemendasambands ML er látið bera nafn hans. Hann bar hlýjan hug til þeirra, kallaði þá jafnan „krakkana“ og var óþreytandi að verða þeim að liði, ekki síst í fé- lagslífi þeirra. Ef setja þurfti upp leikmynd eða annan búnað fyrir sýningar var „talað við Benna“ og ætíð fékkst viðunandi úrlausn þótt þröngt væri stundum í húsi og efni takmörkuð. Frá því að Menntaskól- inn fékk sitt eigið mötuneyti 1970 var hann þar sí og æ til aðstoðar brytum og öðru starfsfólki. Benjamín var aufúsugestur og heimilisvinur okkar Rannveigar og barna okkar. Hann færði okkur mjög oft heim það sem okkur hafði borist, með áætlun eða í pósti. Við ræddum þá oft eitt og annað sem huga þurfti að í húsum skólans, sem ætíð voru efst í huga hans. Börn okkar öll kynntust Benjamín og þótti vænt um hann. Öll fengu þau einhverja reynslu af því að vinna með honum í ýmsum snúningum á unglingsaldri, vegna viðgerða og hreingerningar, og minnast hans með þakklæti. Hann hafði þægilega nærveru, tjáði sig minna í orðum en margur, en þeim mun meira í verk- um og viðmóti. Helst bar við að hvessti duglega í honum ef hann heyrði hallað á Menntaskólann eða nemendur hans. Það var gott að eiga hann að vini og Önnu konu hans. Hún féll frá fyrir svo til rétt- um tólf árum, og þá var Benna brugðið þótt hann flíkaði ekki til- finningum sínum fremur en endra nær. Síðustu þrjú árin tók að halla undan hjá Benjamín. Minni hans, sem verið hafði svo hárnákvæmt um allt sem skipti hann máli, þokaði smátt og smátt. Hann fékk þá vist á heimilinu Lundi á Hellu, og varð ekki annað séð en honum liði þar eftir atvikum vel. Málið hætti hann nánast alveg að nota en lengst af gat hann sýnt með sínu sérstæða brosi að hann kannaðist við okkur og þótti vænt um að litið væri til hans. Þannig er gott að minnast hans: hlýr og þakklátur, ætíð veit- andi fremur en þiggjandi. Menntaskólinn að Laugarvatni þakkar Benjamín Halldórssyni ævi- starf hans og heiðrar minningu hans. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við Bubba og börnin okkar innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson. Benjamín Halldórsson var býsna óvenjulegur maður og að sama skapi eftirminnilegur. Hann hafði sérstætt útlit og takta – hattur og vindill lengi vel nokkurs konar ein- kennisbúningur. Orðfæri Benna og mörg tilsvör hans voru ógleyman- leg. Þegar ég fór að umgangast hann að ráði, fyrir nærri þremur áratugum, hafði honum tekist að slíta áralöngu sambandi við Bakkus en í þeirri viðureign fór hann sem endranær sínar eigin leiðir. Í minni endurminningu um Benna er áfengi því hvergi nærri – fyrir utan það sem hann hafði gaman af að veita öðrum á góðri stund. Benni gat verið fljótur að átta sig á hlutunum og hann tók eftir og mundi margt sem aðrir gáfu lítinn gaum. Hann var oft spaugsamur og kátur í viðræðu. Ég sé fyrir mér bros og augu sem urðu eins og rifur sem ljós brýst í gegnum. Á unglingsárum var ég snúninga- piltur hjá Benna í viðhaldi á eignum Menntaskólans á Laugarvatni. Þá kynntist ég því vel hvað hann gat verið útsjónarsamur verkstjóri. Benni hafði sérstakt dálæti á lyklum og læstum dyrum. Geymslur og kompur voru hans helgustu vé í skólanum. Ætli það hafi verið fyrr en annað eða þriðja sumarið með Benna sem mér var trúað fyrir lykli til að sækja verkfæri, skrúfur eða málningardós í eina geymsluna. Ókunnugir áttu ekki auðvelt með að rata um þessar hirslur Benjamíns. Þar voru þarfaþing og gersemar húsvörslunnar á ýmsum óvæntum stöðum. Allt var þetta þó vistað í fullkominni spjaldskrá í höfði Benna. Eftir margra ára daglega um- gengni fékk ég einstaka sinnum að gægjast inn undir skelina sem Benna var eðlislægt að verja per- sónu sína með. Og undir skelinni sló sannarlega gullhjarta. Þar bjó inni- leg ást og virðing fyrir þeim sem næst honum stóðu og höfðu reynst honum best í lífinu. Anna og börnin voru hans dýrustu djásn. Og nú hafa heiðurshjónin Anna og Benni í Bjarkarlundi hist fyrir hinum megin. Guð blessi minningu Benjamíns Halldórssonar. Ari Páll Kristinsson. Benjamín, Bjarkarlundur og Laugarvatn kemur alltaf upp í hug- ann sem ljúf og góð minning frá ár- unum ’93 til ’95. Ég held að við höf- um aldrei þakkað nægilega fyrir okkur, svo þessi fátæklegu orð um Benjamín verða að duga. Það er með hlýjum hug sem við horfum og hugsum til baka, um þennan tíma sem við bjuggum á Laugarvatni, í kjallaranum á Bjarkarlundi, í þau tvö ár er ég stundaði nám í Íþrótta- kennaraskólanum. Benjamín var af- ar sérstakur náungi, bjó á efri hæð- inni og passaði vel upp á okkur íbúana í kjallaranum. Hann tók allt- af vel á móti okkur alvarlegur í bragði. Hjálpaði okkur, leit inn til okkar og gaf okkur alltaf eitthvað gott. Ásgerður vinkona okkar bjó hjá okkur og var mikill heimagang- ur í Bjarkarlundi. Þegar hún mætti honum í fyrsta skipti heilsaði hún honum en fékk ekkert svar. Hún hélt fyrst að honum væri eitthvað illa við sig, en ég sagði henni að svona væri bara Benjamín, hann heilsar stundum og stundum ekki, hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Enda sá hún það fljót- lega, hann kom alltaf reglulega og bankaði á kjallarahurðina hjá okk- ur, við buðum honum inn, hann spjallaði við okkur, og höfðum við gaman af því. Hann var sérstaklega umhyggjusamur í próflestrinum hjá okkur, þegar hann kom niður og gaf okkur ís, kleinur, kökur og annað góðgæti. Hann hugsaði vel um Arn- þór og leit stundum eftir honum, ef ég þurfti að skreppa frá í nokkrar mínútur, lánaði honum dót og spjall- aði við hann. Um leið og við þökkum honum Benjamín fyrir góðan tíma og sérstaka vináttu viljum við votta aðstandendum hans og vinum sam- úð. Guð blessi þig, elsku Benjamín. Þóra Sif Sigurðardóttir, Arnþór Carl Barðdal. Mesta óveður í tvö ár gekk yfir í gær, það munaði um það. Í morgun, miðvikudag, var Benjamín Hall- dórsson allur. Það veldur líka sterk- um sveiflum þegar slíkt valmenni kveður, það er eins og hnippt í mann, manst þú eftir áratuga vin- semd og kynnum af góðum dreng? Benni var búinn með sitt lífs- hlaup, orðinn nokkuð við aldur og þrotinn að kröftum og þá er dauðinn kærkominn. Að Laugarvatni kom Benni, að mig minnir, haustið 1944 til náms í húsasmíði. Meistari hans var Jón Jóhannesson, smíðakennari við Héraðsskólann. Hann var orðinn þroskaður maður að viti og vexti og einn af fáum, sem sóttu iðnnám á skólasetrið á Laugarvatni. En ekki hafði ungi námsmaðurinn farið hingað erindisleysu, hann kvæntist og æ síðan urðu heimkynni hans hér á Laugarvatni. Varð fljótlega hús- vörður hins unga Menntaskóla og gegndi því starfi til starfsloka 1995, með þeim ágætum að lengi verður minnst. Það er vandlifað meðal ung- linga, sem þarfnast samskipta af ýmsu tagi, eins og gerist í stórum skóla. Það bar margt að og ekki allt- af langur tími til stefnu. En Benni varð aldrei mát! Hin agaða lund hans fór aldrei úr jafnvægi, á hverju sem gekk. Ekki var það síst vegna stillingar í tali, því Benni æsti engan upp með ótímabæru orðagjálfri. Hann var einn af þeim, sem vissi að „ræðan er silfur en þögnin gull“. Það átti eng- inn inni hjá Benna, hann var greind- ur og svaraði vel fyrir sig, en aðeins þegar honum þótti ástæða til. Og ekki hvarflaði að honum að niðra náungann. Væri þannig rætt, tók hann aldrei undir. Slík manngerð er mörgum fyrirmynd. Já, hve oft kom maður ekki til Benna, þegar allt fór í hönk, vissi að til lítils var að þylja mæðuvæl, engin orð þurfti, hann leit á það sem kom- ið var með, lofaði engu, en strax eða við tækifæri var gengið í afhýsið, hluturinn komst í lag. Og talið sjálf- sagt, enginn maður var bónbetri. Í einkalífi sínu var Benni ham- ingjusamur, eiginkonan, Anna Bergljót Böðvarsdóttir var fædd á Laugarvatni og átti þá þegar litla telpu, Bergljótu Magnadóttur, sem er nú fyrir löngu hámenntuð kona. Anna var dóttir Laugarvatns- hjónanna, Ingunnar Eyjólfsdóttur og Böðvars hreppstjóra Magnús- sonar. Hún var allra kvenna glæsi- legust, líktist mjög föður sínum í skjótum tilsvörum og glaðværð en móður sinni að ábyrgð og vinnu- semi. Anna lést 1989, rétt rúmlega sjö- tug að aldri. Benni og Anna eignuðust tvo syni, mikla sómadrengi, og áfram teygist traustur þráðurinn frá þeim hjónum með ívafi af kostum beggja. Við Ester og fjölskylda okkar, þökkum fyrir góð kynni og vináttu, minnumst þeirra með söknuði og biðjum þeim Guðs blessunar. Vott- um fjölskyldunni dýpstu samúð. Ester og Þorkell Bjarnason. Benjamín Halldórsson var engum líkur. Flestir þekktu hann sem hús- vörðinn, sívökulan og nánast sam- ofinn þeim mannvirkjum sem hann bar ábyrgð á, ávallt nálægan í dag- legu amstri skólafólks að vetri og hótelfólks að sumri, en þó jafnan álengdar, vitandi að brátt myndu þessir ljúka vist sinni og aðrir koma í staðinn. Hlutverk hans var að tryggja þessu streymandi mannlífi varanlega umgjörð húsa og búnaðar og hann sinnti þessu hlutverki af slíkum heilindum að mörkin á milli lífsins og starfsins, persónunnar og húsvarðarins, urðu harla ógreinileg. Ímynd Benjamíns var sérstæð og ógleymanleg: Hatturinn, vindillinn, talsmátinn, göngulagið. Allir sem dvöldu við Menntaskólann að Laug- arvatni um lengri eða skemmri tíma þekktu þessa mynd og áttu vissa hlutdeild í henni. Hún varð samein- ingartákn brautskráðra nemenda, eins og heiti fréttabréfs nemenda- sambandsins ber vitni um, og einnig allra sem störfuðu í byggingum skólans þá mörgu áratugi sem þær voru í vörslu Benjamíns. Sumir kynntust manninum betur en aðrir, en ímyndina þekktu allir. Ég var svo lánsamur að kynnast fleiri hliðum á Benna en þeirri sem hann sneri að heiminum. Á bernsku- heimili mínu hafði hann verið dag- legur gestur, en um það leyti sem ég var nemandi í Menntaskólanum varð það vinna mín í fjögur sumur að aðstoða hann við hvers kyns við- hald og viðgerðir innan húss og ut- an. Verkstjórnarstíll Benna átti sér auðvitað enga hliðstæðu fremur en annað í fari hans, heldur stafaði beint af karakternum. Um leið og hann kenndi mér til verka og hafði mig innan handar við óteljandi við- vik, sýndi hann mér inn í sína eigin veröld. Vinnuskúrinn var miðstöð alls. Þaðan voru gerðir út leiðangrar um ranghala skólans, útbyggingar og þök og jafnvel fjarlægari slóðir, svo sem niður í Húsó, vestur í fjós eða á pósthúsið til Önnu. Á þessum ferðum var margt spjallað þótt Benni væri af mörgum talinn frem- ur fámáll. Þær voru í leiðinni nokk- urs konar fréttaleiðangrar, því hvar sem við komum hafði Benni tíðindi að færa og hafði af fólki sannar sög- ur á móti. Ég játa að smám saman fór ég að standa sjálfan mig að því að bregðast við aðstæðum dálítið eins og Benni myndi gera. Um leið, og eflaust án þess að veita því sér- staka eftirtekt, fór mér að þykja æ meira vænt um hann. Eftir að leiðir skildust sýndi Benni mér og fjölskyldu minni tryggð, hjálpsemi og vináttu. Það var tómlegt að koma að Laugar- vatni eftir að heilsa hans bilaði svo að hann varð að flytjast á elliheimili. Þótt andlátsfregn hans sé sár vekur hún því ekki nýjan söknuð heldur fremur létti yfir að hann skuli loks- ins hafa fengið að kveðja eftir að dagsverkinu var löngu lokið. Verra er að vera ekki á landinu til að fylgja honum síðasta spölinn. Við María og Sveinn vottum börnum Benjamíns og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Sigurður Kristinsson. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.