Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 35 „THE USURPER“                       !"    #$                                  &'  ( ()* +  +  ,- -" .- /0 % BLUBBER HEAD PRESS Hobart, Tasmanía, Ástralía bhpress@astrolabebooks.com.au ATHYGLI vekur þegar flett er í auglýsingabæklingnum Plötutíðind- um, sem nýlega var hent inn um blaðalúgur landsmanna, og á að inni- halda „… rjómann af íslenskri og er- lendri plötuútgáfu …“, að útgefend- ur bæklingsins telja hljóðritun Kórs Íslensku óperunnar á óratoríunni Elía ekki þess verða að fá inni í þessu merka riti. Ef eitthvert réttlæti væri til ætti útgáfan að prýða forsíðu bæklingsins. Felix Mendelssohn-Bartholdy (1809–1847) var eitt mesta undra- barn tónlistarsögunnar og ef til vill eitt örfárra tónskálda sem hugsan- lega gætu skákað Mozart að þessu leyti. Mörg bestu verka sinna samdi Mendelssohn á táningsaldri og upp úr tvítugu og má þar nefna t.d. for- leikinn að Draumi á Jónsmessunótt (1826), Strengjaoktettinn (1825) og Ítölsku sinfóníuna (1833). En Mend- elssohn tókst ekki alveg að viðhalda þeim ferskleika sem einkenndi æskuverkin og það var ekki fyrr en undir lok stuttrar ævi sem hann fór að blómstra á ný með ótvíræðum meistaraverkum eins og Elía (1846) og Fiðlukonsertinum í e-moll (1844). En þá var heilsu hans hins vegar verulega farið að hraka og hafa menn m.a. kennt þar um streitu og gífurlegu vinnuálagi. Eftirfarandi lýsing á tímanum í kringum frum- flutning á endurskuðuðu útgáfunni á Elía segir vafalaust allt sem segja þarf og vert að undirstrika að á þess- um tíma átti Mendelssohn aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða: Hann kom til Lundúna í apríl þar sem hann stjórnaði fjórum upp- færslum á Elía fyrir Sacred Harm- onic Society 16., 23., 28. og 30. apríl og hinn 26. hélt hann tónleika hjá Philharmonic Society í sömu borg þar sem hann stjórnaði Draumi á Jónsmessunótt, Skosku sinfóníunni og lék einleik í G-dúr-píanókonsert Beethovens. Hinn 20. stjórnaði hann flutningi á Elía í Manchester og hinn 27. æfði hann og stjórnaði verkinu í Birmingham þar sem frumflutning- urinn hafði átt sér stað árinu áður. Dagana 1.–5. maí hélt hann svo fimm einleikstónleika þ.á m. þriggja tíma prógramm fyrir Viktoríu drottningu og Albert prins í Buckingham Pal- ace. 11. maí var hann aftur kominn til Þýskalands. Varla getur leikið á því vafi að Elía sé meistaraverk. Sagan af Elía spá- manni er í túlkun Mendelssohns há- dramatísk frásögn og það kemur á óvart hversu náskylt verkið er óra- toríum Händels, bæði hvað varðar uppbyggingu og jafnvel tónmál þótt öld skilji þessi tvö tónskáld í sundur og um sé að ræða tvö óskyld tímabil tónlistarsögunnar. Víðkunnur er þáttur Mendelssohns í endurreisn Johanns Sebastians Bachs, en hér er það sem sagt greinilega Händel sem er fyrirmyndin. Meginstyrkur uppfærslu Kórs Ís- lensku óperunnar er mikil dramatík. Stjórn Garðars Cortes er í einu orði sagt framúrskarandi og ljóst að mik- il reynsla hans úr óperunni nýtist honum vel. Honum tekst að móta flutninginn þannig að hin drama- tíska framvinda er fullkomlega sann- færandi og ekki síst er honum lagið að laða fram fágæta gleði í tónlistinni sem svo glöggt má heyra í tilkomu- miklum kórum verksins sem sungnir eru af miklum þrótti og hjartans lyst. Hlustið t.d. á kafla 5 (Yet doth the Lord …), 11 (Baal, we cry to thee), 13 (Call him louder! …), 16 (O thou, who makest …) og 22 (Be not afraid …). – Mikið hlýtur kórfólkið að elska þessa tónlist! Ófullkomnar upplýsingar í bæklingi gera það að verkum að óljóst er hvor kvennanna í einsöngshlutverkunum syngur hvað, en hins vegar er ljóst að þær báðar, Nanna María Cortes og Hulda Björk Garðarsdóttir, standa sig með prýði. Talandi um bækling- inn – mikið er bagalegt að þar skuli ekki vera birtur söng- texti verksins og aðrar upplýsingar um það og tónskáld þess. Kristin Sigmundsson og Garð- ar Thor Cortes eru einnig sannfærandi í hlutverkum sínum. Sérstaklega finnst mér Garðar Thor standa sig með mikilli prýði. Einsöngsatriði sín mótar hann mjög fal- lega og þýð tenórrödd hans virðist falla mjög vel að þessari tónlist. Kristinn Sigmundsson er óneitanlega til- komumikill sem Elía – sumar aríurnar eru meistaralega vel fluttar (t.d. atriði 14, Lord God of Abraham og 17, Is not His word …) en hann á það til að beita röddinni ógætilega þannig að framsetningin er ekki alltaf jafn fáguð. Hljómsveit- in svarar vel snarpri stjórn Garðars Cortes og greinilegt er að hljóðfæra- leikurum er jafn vel skemmt og öðr- um flytjendum. Rétt er að undirstrika að hér er um „lifandi“ flutning að ræða. Eins og áður hefur verið minnst á í þess- um dálkum hafa upptökur af þessu tagi bæði kosti og galla. Hér eru kostirnir svo allsráðandi að gallarnir nánast hverfa í þessum sérstaklega sannfærandi flutningi. Hljóðritun Halldórs Víkingssonar sem gerð var á tónleikum í Langholtskirkju er í hæsta gæðaflokki, mikil dýnamík og hárrétt jafnvægi. Þarna hefði maður átt að vera! Frábært sett sem gerir mann glaðan. Þarna hefði maður átt að vera TÓNLIST Geislaplötur Felix Mendelssohn-Bartholdy: Elía – óra- toría op. 70. Kórsöngur: Kór Íslensku óp- erunnar. Hljóðfæraleikur: Félagar úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Einsöngur: Kristinn Sigmundsson, Garðar Thor Cort- es, Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes og söngvarar úr röðum kór- manna. Stjórnandi: Garðar Cortes. Upp- taka: Halldór Víkingsson. Staður og stund: Hljóðritað á tvennum tónleikum í Langholtskirkju í desember 2000. Heild- arlengd: 121 mín. Útgáfa: Fermata. ELÍA Garðar Cortes Kristinn Sigmundsson Valdemar Pálsson ÁGÓÐI sýningarinnar á barna- leikritinu Blíðfinni í Borgarleik- húsinu í dag kl. 13 rennur allur til styrktar söfnuninni Gleðileg jól handa öllum, sem Rauði kross- inn og Hjálparstarf kirkjunnar standa að í samstarfi við Kringl- una og Borgarleikhúsið. „Eins og allir vita, sem þekkja bækurnar um Blíðfinn, þá eru málefni mannúðar og manngæsku Blíðfinni mjög hjartfólgin og auk- inheldur er hann mikið fyrir góð- an mat. T.d. munaði litlu að hann gleymdi sér alveg og um leið ætl- unarverkinu (þ.e. að finna barnið) þegar hann lenti í matarveislunni hjá Gúbbunum og Merlu. Það er því mjög í hans anda að ágóð- anum af söfnuninni verður varið til úthlutunar matarpakka til allra sem á þurfa að halda fyrir jólin. Hann vonar að sem flestir komi og leggi um leið góðu mál- efni lið,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Þorkell Blíðfinnur ræðir við Smælkið. Blíðfinnur styrkir Góð jól handa öllum SÝNINGIN Confronting Nature: Icelandic Art of the 20th Century, sem lauk á dögunum í Corcoran-gall- eríinu í Washington hefur vakið tölu- verða athygli bandarískra fjölmiðla og nú síðast bandaríska ríkisútvarps- ins NPR. En sýningin geymir verk íslenskra listamanna á 20. öld allt frá brautryðjendum á borð við Þórarin Þorláksson, Ásgrím Jónsson og Jó- hannes Kjarval að verkum ungra listamanna sem vinna að list sinni í dag. Confronting Nature, sem útleggja má á íslensku Andspænis náttúrunni, voru gerð skil í morgunþætti út- varpsstöðvarinnar fyrir skömmu og sátu þau Ólafur Kvaran, forstöðu- maður Listasafns Íslands, og mynd- listarkonan Katrín Sigurðardóttir fyrir svörum. Ræddi Ólafur um list frumherjanna en Katrín útskýrði þau sterku áhrif sem Ísland hefði á list sína. Fréttamaður NPR virtist fróður um sögu íslenskrar myndlistar. Var hann ekki að draga úr lofsyrðum sín- um við bandaríska hlustendur og sagði m.a. þá Þórarin og Ásgrím til- heyra hópi merkustu landslagslista- manna 20. aldarinnar. Verk íslenskra listamanna í dag teljast þó ekki síður áhugaverð að hans mati. Rómantísk verk og raunsæ, abstraktlist og kons- eptlist, öll tilheyrðu þessi verk land- inu og „árekstrum mannsins við nátt- úruöflin“. NPR um Ásgrím Jónsson og Þórarin B. Þorláksson Með merkari landslagslista- mönnum Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.