Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 37
ÆVISÖGUR þekktra borgara vekja
jafnan athygli. Úlfar Þórðarson er í
þeirra hópi. Þegar hann hóf lækn-
isstörf í Reykjavík fyrir rösklega sex
áratugum vissu höfuðstaðarbúar
nöfn allra sinna lækna og þekktu þá
líka í sjón þar sem þá bar fyrir augu
á götunni. Óhætt er að fullyrða að
engin stétt hafi þá verið meira metin
í þjóðfélaginu. Þegar þar við bættist
að Úlfar kom úr þekktri fjölskyldu
og ávann sér sjálfur vinsældir með
látlausri en traustvekjandi fram-
komu var síst að furða þó borgarbú-
ar litu strax upp til þessa unga
manns. Síðan hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar. Maðurinn, sem eitt sinn
var svona ungur, er orðinn níræður.
Og borgarbúar þekkja ekki lengur
lækna sína.
Dóttir Úlfars hefur tekið sér fyrir
hendur að skrásetja ævisögu föður
síns. Varla gat það orðið létt verk.
Eflaust hefði sagan orðið öðruvísi ef
óskyldur hefði skráð. Tilfinninga-
samband feðgina er svo náið að bæði
hljóta að haga orðum og gerðum eft-
ir því. Hentast er að skrásetjari haldi
sig í nokkurri fjarlægð frá sögu-
manni. Hann verður að vera hlutlaus
og leyfa sögumanni að tala út. En
hann verður jafnframt að koma með
vinnulag sitt og dómgreind að verk-
inu, vinsa úr, tengja saman, ganga
frá heildinni og bera endanlega
ábyrgð á textanum. Ennfremur er
æskilegt – og í sumum dæmum
nauðsynlegt – að hann
kanni annars konar
heimildir. Úlfar fór víða
á yngri árum, kynntist
mannlífinu frá ótal-
mörgum hliðum, komst
oft í hann krappann og
upplifði ótrúleg ævin-
týr. Ef það er ekki efni í
sögu? Hvað er þá frá-
sagnarvert? Þar við
bætist að hann er sjálfur
ágætur sögumaður.
Ljóst er og að í sögum
sínum leggur hann meg-
ináherslu á skemmti-
gildið. Hann er einatt að
segja frá einhverju
skrítnu og skondnu, ein-
hverju sem hlýtur að
teljast óvenjulegt, jafnvel ótrúlegt
en umfram allt frásagnarvert. Sum
tilvikin eru svo sérstæð að frásögnin
minnir á Munchausen-sögu. Til
dæmis saga af þeysireið um Skaga-
fjörð í fylgd með Guðmundi knapa.
Lesandinn veit þá ekki fyrr til en
hann er farinn að hlæja upphátt yfir
bókinni. En ekki eru allar sögur Úlf-
ars svo viðburðaríkar. Sögurnar af
bernskubrekum þeirra bræðranna
heima í Kleppsvíkinni eru t.d. alltof
margar og langtum of einhæfar.
Ærsl barna eru alltaf og alstaðar lík
og sjaldnast frásagnarverð. Þar, eins
og miklu víðar, hefði skrásetjari
þurft að skera niður, sníða til, fækka
sögunum og strika út óþörf orð og
setningar. Það sem flýtur með í
munnlegri frásögn á ekki allt heima í
rituðum texta. Þar með taldar end-
urtekningar sem hafðar eru beint
eftir sögumanni en skrásetjari neyð-
ist síðan til að afsaka með »eins og
fyrr segir«. En endurtekningar eru
því miður of margar í
bókinni.
Bernskuárin líða og
við taka skólaárin. Og
þau liðu að sama skapi
ljúft og létt. Sem betur
fór þurfti sögumaður
ekki að hafa áhyggjur af
heimi þeim sem stóð
álengdar í skugganum –
langt að baki hins ljúfa
lífs. En sá heimur var
harður – þá ekki síður
en nú – og síst friðvæn-
legri en nú um stundir.
Úlfar gekk í flokk þjóð-
ernissinna. Og það
gerðu fleiri. En frásögn
hans og þeirra eru nán-
ast allar á sama veg.
Menn hafi einhvern veginn álpast í
flokkinn, hugsunarlaust að kalla.
Síðan kemur hörð og margorð
ádrepa um grimmdaræði nasismans
sem þeir hafi því miður ekki áttað sig
á. Nærtækara væri að sjálfsögðu að
minna á þá staðreynd að landslagið í
heimspólitíkinni var á fjórða ára-
tugnum svo gerólíkt sem framast má
verða því sem síðar varð. Öfgastefn-
ur munu kvikna svo lengi sem heim-
ur stendur og draga til sín ungt fólk
sem skilur ekki hvers vegna veröldin
er svo rangsnúin sem hún einatt er.
Flestir rífa sig upp úr farinu með
aldri og þroska, þeirra á meðal sögu-
maður.
Úlfar valdi læknisfræði að loknu
stúdentsprófi. Hann hélt svo til
framhaldsnáms í Þýskalandi, fyrst í
Königsberg í Austur-Prússlandi sem
nú heitir Kaliningrad og er undir
Rússlandi. Þar komst hann rækilega
í kynni við veröld sem var. Fornar
hefðir lifðu enn með Þjóðverjum þar
um slóðir. Sem Íslendingi var honum
tekið með kostum og kynjum. Til að
mynda var honum boðin dvöl á að-
alssetri þar sem honum var þjónað
eins og væri hann barón eða greifi.
Meira þótti honum samt vert hversu
margt mátti læra af þýskum lækna-
vísindum. En í Königsberg kynntist
hann því sem þá var allra nýjast á
þeim sviðum og beindi honum inn á
þá sérgrein sem hann síðar valdi. Í
framhaldinu komst hann inn á há-
skólasjúkrahús í Berlín. Þar var
hann vel haldinn í launum og atlæti,
betur en þýskir stúdentar. Og í Berl-
ín keppti hann á Ólympíuleikunum
1936, hinum fyrstu sem Íslendingar
tóku þátt í sem sjálfstæð þjóð. Að
lokum segir svo frá námsdvöl í
Kaupmannahöfn og heimkomu það-
an og ýmsu sem á dagana dreif á
stríðsárunum og síðar, en þá er farið
fljótt yfir sögu.
Ljóst er að sögumaður hefur tekið
vel eftir því sem fyrir augu og eyru
bar á lífsleiðinni og fest sér í minni
það sem honum þótti markverðast.
Hann segir fjörlega og skipulega frá.
Velgengni hans og þar með jákvæð
afstaða til annarra skaðar ekki. Betri
væri þó bókin ef skrásetjari hefði
lagt meiri alúð við textann, vandað
betur til verksins.
Nafnaskrá fylgir sem er þakkar-
vert út af fyrir sig. En hún hefði
þurft að vera fyllri og ítarlegri.
Ótækt ert að nefna ekki fólk með
fullu nafni, einnig föður- eða ættar-
nafni, allt eins þó skírnarnafnið eitt –
eða jafnvel aðeins gælunafn – kunni
að standa í textanum. Sama máli
gegnir um útlendinga sem sumir eru
einungis nefndir með ættarnafni.
BÆKUR
Endurminningar
Æviminningar eftir Unni Úlfarsdóttur.
287 bls. Útg. Setberg. Prentun: Oddi hf.
Reykjavík, 2001.
ÚLFAR ÞÓRÐARSON LÆKNIR
Bernskubrek og ævintýr
Erlendur Jónsson
Úlfar
Þórðarson