Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 72
KIRKJUSTARF 72 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Með smá aðstoð… …kemst blaðið örugglega í réttar hendur! Fjölmargir blaðberar víðsvegar um landið bera til þín Morgunblaðið á hverjum útgáfudegi. Harðduglegir og ráðagóðir blaðberar okkar gera kleift að fréttirnar berist heim til landsmanna með þessum hætti. Því er mikilvægt að:  Merkja póstkassa og lúgur vel  Hafa útiljósin kveikt  Hreinsa burtu snjó og klaka af tröppum flytja helgileik. Kirkjukór kirkj- unnar syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar organista. Systra- félag kirkjunnar býður öllum að þiggja veitingar í safnaðarheim- ilinu að samkomunni lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur og sóknarnefnd. Bandarískir jólasöngvar í Fríkirkjunni í Reykjavík Í DAG laugardaginn 8. desember klukkan 17:00 heldur samkór bandaríska hersins í Keflavík tón- leika. Verk þessa árs er verkið Ferð vonarinnar eftir Camp Kirkland og Tom Fettke. Það er ekki að ástæðu- lausu sem þetta verk er valið. Á þessum tímum höfum við ríka þörf fyrir von. Þessir tónleikar tala beint inn í þessa þörf okkar „Ferð vonarinnar“. Í kórnum eru um 40 félagar sem hafa á undanförnum vikum lagt nótt við dag við að setja upp þessa tónleika. Taktu frá tíma til að njóta góðrar tónlistar, taktu þér tíma til að leita að voninni. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Aðventuhátíð í Glæsibæjarkirkju AÐVENTUHÁTÍÐ verður í Glæsi- bæjarkirkju á 2. sunnudegi í að- ventu 9. desember kl. 20:30. Þá verður kveikt á tveimur kertum á aðventukransinum Aðalræðumaður kvöldsins verð- urJón Oddgeir Guðmundsson. Börn úr Þelamerkurskóla munu syngja Lúsíu undir stjórn sr. Gylfa Jónssonar og fermingarbörn munu lesa helgileik, sem byggður er upp af ritningarlestrum aðventunnar. Kór Möðruvallaklausturspresta- kalls syngur aðventulög og munu þær Sigrún Jónsdóttir og Ingunn Aradóttir syngja tvísöng með kórn- um. Að lokum verður helgistund í umsjá sóknarprestsins sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Kór Hrafnistu í Hafnarfjarðarkirkju Á ÖÐRUM sunnudegi í aðventu mun kór eldri borgara á Hrafnistu í Hafnarfirði sækja heim Hafn- arfjarðarkirkju. Kórinn syngur tvö verk við guðsþjónustu sunnudags- ins sem hefst kl.11.00. Stjórnandi Hrafnistukórsins er Böðvar Magn- ússon. Böðvar stofnaði kórinn og hefur kórinn sungið víða og hlotið góða dóma hvar sem hann hefur komið fram. Þetta er í annað sinn sem kór Hrafnistu sækir heim Hafnarfjarðarkirkju. Hið fyrra sinnið var einmitt á öðrum sunnu- degi í aðventu árið 2000. Eru Hafnfirðingar hvattir til að fjölmenna til kirkju til að sjá og heyra hinn dugmikla kór sem hefur á að skipa félögum er hafa tekið þátt í kórastarfi um langan aldur. Elstu félagar kórsins eru á tíræð- isaldri og syngja þeir líka við viku- legar helgistundir á Hrafnistu. Prestur guðsþjónustunnar er sr.Þórhallur Heimisson en kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Natalíu Chow. Færeysk messa verður kl.17.00. Sr. Hans Eiler Hammer sókn- arprestur í Klakksvík í Færeyjum prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Gunnþóri Þ. Ingasyni, sóknarpresti. Sungnir verða fær- eyskir sálmar og horft til þýðing- armikillar vináttu og samskipta bræðraþjóðanna Færeyinga og Ís- lendinga fyrr og nú. Organisti er Natalía Chow. Eftir guðsþjón- ustuna er boðið til kirkjukaffis í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju á vegum færeyska sjómamannastarfsins og Fær- eyingafélagsins. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Vídalínskirkja á aðventu HIÐ árlega aðventukvöld Garða- sóknar er í Vídalínskirkju á annan sunnudag í aðventu kl. 20.30. Þar verður flutt vönduð dagskrá í tali og tónum. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar, flytur ræðu og innsiglar með henni lok hátíð- arárs í tilefni 25 ára afmælis Garða- bæjar, en það var sett með ræðu bæjarstjórans, Ásdísar Höllu Bragadóttur, í kirkjunni á nýárs- dag. Á aðventukvöldinu verður hljóð- færaleikur og kórsöngur, bæði kirkjukórinn og Hljómeyki syngja valið efni, auk almenns söngs undir stjórn organistans, Jóhanns Bald- vinssonar. Þá verður einnig upp- lestur og að lokinni stundinni verð- ur boðið upp á súkkulaði og smákökur. Það er ómaksins vert að gera sér ferð í Vídalínskirkju á aðventunni, en þar hangir uppi myndlistarsýn- ing með verkum eftir Kristínu G. Gunnlaugsdóttur, Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur, Sören S. Larsen, Steinunni Þórarinsdóttur og Þor- gerði Sigurðardóttur. Þessi verk eru margvísleg að gerð og njóta sín vel í kirkjunni. Þau skapa kirkjunni nýjan og geðþekkan búning og kalla á augað. Sýningin verður opin fram á þrettándann, 6. janúar 2002. Á næstu tveimur sunnudögum munu Hofsstaðaskóli og Flataskóli koma í heimsókn í fjölskylduguðs- þjónustur, en nemendur þeirra munu þar flytja ýmiss konar efni, gamalt og frumsamið og syngja að- ventu- og jólalög. Heimsóknir þess- ar eru orðnar að föstum lið í kirkju- starfinu. Sunnudagaskólinn mun starfa eins og verið hefur, þrátt fyr- ir þessar heimsóknir. Á fjórða sunnudag í aðventu, sem er á Þorláksmessu, verða Jóla- söngvar fjölskyldunnar kl. 11.00. Þar verður lögð áhersla á almenn- an söng og sungið gamalt og nýtt efni, sem annars vill verða útundan og þannig sungin inn jólin fullum hálsi. Prestarnir. Brúðubíllinn í Laugarneskirkju Á SUNNUDAGINN kemur, 9.12. kl. 11:00, verður sérstök stund í Laug- arneskirkju, því að brúðubíllinn mun heimsækja krakkana til þess að segja þeim jólaævintýri. Við göngum, svo sem vant er, inn um aðaldyr kirkjunnar og tökum öll þátt í upphafi messunnar, en áður en kemur að prédikun munu sunnu- dagaskólakrakkar ganga yfir í safnaðarheimilið þar sem brúðu- bíllinn verður mættur til leiks með öllum sínum undrum og ánægju undir stjórn Helgu Steffensen. Eng- inn verður krafinn um greiðslu, en mælst er til þess að hver fjölskylda greiði kr. 500.- fyrir sýninguna. Karlakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju KARLAKÓR Reykjavíkur mun syngja við messu í Hallgrímskirkju sunudag. Stjórnandi kórsins er Friðrik Kristinsson. Karlakórinn mun síðan halda þrenna tónleika í kirkjunni um næstu helgi. Sr. Sigurður Pálsson prédikar í messunni og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.