Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 42
LISTIR 42 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANNA Dóra Theodórsdóttir heit- ir íslensk myndlistarkona sem hefur haslað sér völl í Frakklandi með myndlist sinni. Anna Dóra segist ekkert vita hvernig það æxlaðist að hún ílentist í Frakk- landi og fór að mála myndir. „Ég hef búið með tveimur frönskum listamönnum,“ segir Anna Dóra, „og það hefur kannski ýtt á eftir mér. Annars teiknaði ég mjög mikið þegar ég var lítil, og mál- aði myndir í huganum.“ Anna Dóra hefur haldið fjölda sýninga í Frakklandi á síðustu ár- um og fengið mjög góða dóma fyrir verk sín, sem hafa vakið mikla athygli. En hún kemur víð- ar við. „Ég er núna að vinna með Bernadette Chirac forsetafrú að góðgerðarstarfsemi. Ég á að mála verk sem eiga að fara á veggi franskra sjúkrahúsa og í hús fyrir foreldra langveikra barna. Það var mikil heppni að fá að gera þetta.“ Anna Dóra ítrek- ar að það sé heppni sem hafi fleytt henni svo vel áfram í frönskum myndlistarheimi, og er hógvær gagnvart þeirri vel- gengni sem hún nýtur. Hún býr á pínulítilli eyju, Belle-Île, eða Fag- urey, við sunnanverðan Bretagne- skagann. „Þetta er hérumbil eins og Ísland en bara pínulítið.“ Myndefni Önnu Dóru á síðustu árum hefur gjarnan verið tengt ströndinni og bátum í fjöru. „Ég er nú hætt að fást við ströndina; þetta voru myndir sem seldust vel, en nú er ég að fást við allt aðra hluti og mála meira eitthvað sem tengist samtíma okkar.“ Í dag stendur yfir sýning á verkum Önnu Dóru í galleríi á Bretagne-skaga, auk þess sem hún sýnir árið um kring í vinnu- stofu sinni á Fagurey. „Svo stend- ur fyrir dyrum sýning í galleríi í París, en það var góður við- skiptavinur sem keypti af mér myndir í sumar sem stóð fyrir því að koma mér þangað inn. Það var mikil heppni.“ Heppni eða eitthvað meira, það fá Íslendingar að sjá með eigin augum, því nýjustu myndir Önnu Dóru verða til sýnis í galleríi Smíðum og skarti á Skólavörðu- stíg á sýningu sem opnuð verður fljótlega eftir áramót. Þar verður mynd af Björk sem Anna Dóra kallar Rætur. „Björk hefur svo sterkar rætur og þess vegna er hún svona góð.“ Meðal annarra mynda á sýningunni í Smíðum og skarti verða málverk af konum í Afganistan, og myndir frá New York, málaðar í sumar og í haust. Anna Dóra sýndi aldrei á Ís- landi áður en hún fór utan. Hún var í Fiskvinnsluskólanum þegar kallið kom og hefur búið í Frakk- landi í tuttugu ár. Hún gaf út unglingabók fyrir nokkrum árum og segist líka hafa verið að sinna barnastússi. „En nú er það bara myndlistin, ég geri helst ekkert annað en að mála.“ Íslensk myndlistarkona nýtur velgengni í Frakklandi „Ég geri helst ekkert annað en að mála“ Anna Dóra Theodórsdóttir á Fagurey. Afganskar konur. Ein af fjörumyndum Önnu Dóru. NÆSTU tvo laugardaga og sunnu- daga býður Borgarleikhúsið uppá Jólagaman á Nýja sviði leikhússins í samstarfi við Kringlusafn Borgar- bókasafnsins og Kringluna og hefst dagskráin kl. 17. Þetta er jóladagskrá fyrir börn og fleira fólk í jólaskapi. Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir koma í heimsókn og segja sögu sína. Dagskráin er um 45 mínútna löng, byggð á jólakvæðum Jóhannesar úr Kötlum. Að auki syngur Edda Heið- rún Backman lög af nýrri hljómplötu, og Sigrún Edda Björnsdóttir kemur í heimsókn og les úr bókinni um hana Bólu. Að dagskránni lokinni verður dans- að í kringum jólatré. Leikararnir sem þarna koma við sögu eru Árni Pétur Guðjónsson, Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Ellert A. Ingi- mundarson, Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Guðmunds- son, Pétur Einarsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Umsjón með dagskránni hefur Guðjón Pedersen. Jólagaman í Borgar- leikhúsinu GJÖRNINGAKLÚBBURINN / The Ice- landic Love Corporation opnar sýningu á nýjum verkum í galleríi@hlemmur.is, Þverholti 5, í dag kl. 17. Síðasta sumar dvaldi Gjörningaklúbb- urinn í gestavinnustofu í Finnlandi. Þar gerðust dularfullir hlutir sem meðlimir klúbbsins eru enn að vinna úr. Gjörninga- klúbbinn skipa myndlistarmennirnir Ei- rún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Þær útskrifuðust all- ar úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996 og stunduðu framhaldsnám í Berlín, Kaupmannahöfn og New York en eru nú allar búsettar á Íslandi. Í Finnlandi komust þær meðal annars í kynni við fjölfróðan svartklæddan Íra, Francis McKee, sem hóf að skrifa vafa- samar sögur um stúlkurnar. Á næsta ári kemur út bók með sögunum og áður óbirtum myndum frá ferli klúbbs- ins, sem nú er að hefja sitt sjöunda starfs- ár. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnu- daga frá 14-18 og stendur sýningin til 6. janúar. Gjörninga- klúbburinn á Hlemmi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gjörningaklúbburinn í galleríi@hlemmur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.