Morgunblaðið - 08.12.2001, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞETTA hefur verið bæði við-burðaríkur og skemmtilegurtími sem ég hef setið sem land-búnaðarráðherra,“ segir Guðni
Ágústsson en hann hefur nú gegnt emb-
ætti landbúnaðarráðherra í hálft þriðja ár.
,,Ef horft er almennt á landbúnaðinn, þá
má sjá nýjan og gríðarlegan þrótt í mörg-
um greinum, sem gefur mér vonir um að
hagur bænda sé að batna og ég finn það,
sem mestu máli skiptir, að bændastéttin
vill halda áfram að efla landbúnaðinn og
ekki síður er samstaða þjóðfélagsins um
mikilvægi landbúnaðarins og bóndans
meiri en áður var,“ segir Guðni.
,,Hins vegar er það svo, að þrátt fyrir að
þrótturinn sé mikill og margir séu að gera
mjög góða hluti, þá eru menn ekki alveg
komnir út úr þeirri kreppu sem skall á
landbúnaðinn um 1990. Bændur hafa ekki
nægilega góða afkomu, sem stafar
kannski fyrst og fremst af því að búin eru
of lítil til þess að gefa af sér nægilegar
tekjur, og ekki síður að menn sjá það fyrir
sér að í smæstu búunum er ekki framtíð.
Hitt er annað mál að mér finnst mikil sam-
staða um hið fjölþætta hlutverk landbún-
aðarins. Bóndinn er mikilvægur hlekkur í
hverju landi og gegnir ákveðnu lykilhlut-
verki í náttúru landsins og hér erum við að
fela bændum og landbúnaðinum ný og
stór verkefni, t.d. í landgræðslu og skóg-
rækt. Bændur eru líka lykilmenn í ferða-
þjónustu, sem er orðin annar aðalatvinnu-
vegur Íslendinga. Það var mikilvæg
ákvörðun að koma á fót landbúnaðarhá-
skóla, og aðsókn að landbúnaðarskólunum
þremur er góð. Ég er því tiltölulega sáttur
og bjartsýnn,“ segir hann.
Hlutur ríkisins í Stofnfiski seldur
Guðni segist einnig binda miklar vonir
við ýmsar nýjar búgreinar framtíðarinnar
og bendir m.a. á fiskeldið í því sambandi.
,,Fiskeldið er að fara af stað á ný með
þróttmiklum hætti og kannski af meiri al-
vöru og raunsæi en um árið. Nú hef ég
sem landbúnaðarráðherra markað þá
stefnu að sjókvíaeldið fari ekki ofan í firði
nálægt okkar gjöfulustu laxveiðiám til að
vernda þá auðlind. Það er ánægjulegt að
geta sagt frá því að velgengni fiskeldisins
byggist ekki síst á því að landbúnaðar-
ráðuneytið stóð fyrir því fyrir nokkrum
árum að byggja upp fyrirtækið Stofnfisk
til þess að rækta upp sterk an laxastofn.
Þetta verkefni var í höndum ráðuneytis-
ins, en einnig komu þar að einsklingar og
fyrir tæki. Stofnfiskur stækkaði ört og í
dag er fyrirtækið að selja mikið af sínum
afurðum erlendis auk þess að vera grunn-
urinn að öflugu fiskeldi í landinu. Á dög-
unum seldi ég fyrir hönd ríksins 34% eft-
irstandandi hlut ríkisins í fyrirtækinu,
fyrir 270 milljónir kr. Kaupendur voru nú-
verandi hluthafar auk annarra íslenskra
athafnamanna,“ segir Guðni.
Að hans sögn verður söluandvirðinu
varið til frekari uppbyggingar landbúnað-
arskólanna.
Leita sátta um nýjar leiðir
– Það hefur átt sér stað samþjöppun í
mjólkurframleiðslunni, kúabúum fækkar
og þau stækka og verða sífellt tæknivædd-
ari. Telurðu að þessi þróun muni halda
áfram, jafnvel svo að hin hefðbundnu fjöl-
skyldubú muni brátt heyra sögunni til?
,,Ég tel mjög mikilvægt að halda utan
um hefðbundnu fjölskyldubúin og fara
ekki út í slíka stóriðju, en tæknin og krafa
fólksins um að hafa bærilega vinnuað-
stöðu, hafa gert þetta að
verkum. Búin eru að
stækka og auðvitað eru
þau ekkert verulega stór
á mælikvarða heimsins.
Ég held að þessari þróun
sé ekki lokið en við þurf-
um auðvitað að staldra
við og velta því fyrir okk-
ur, hversu langt við eigum að ganga í þess-
um efnum.
Ég er þeirrar skoðunar að fjöl-
skyldubúskapurinn sé langbesta fyrir-
komulagið. Ef kúabúskapurinn fer á örfá
stór bú, þá er gríðarlega stór hluti land-
búnaðarins í landinu kominn á allt of fáar
hendur. Í dag eru kúabúin um 1.000 tals-
ins. Sumir spá því að þau verði ekki nema
150 til 200 en mér stendur ógn af þeirri
sýn og tel að það þyrftu að vera kannski
700 til 800 kúabú hér á landi. En þessari
þróun er ekki lokið og það er mikilvægt að
setja ekki fótinn fyrir þá sem kappsamir
eru. Þetta líf snýst líka um hvort menn
standast þá samkeppni sem framundan
er. Í þessu felst hagræðing. Innflutningur
er hafinn og hann getur aukist í nýjum
samningum, sem eru komnir af stað á al-
þjóðavettvangi, og eiga að taka þrjú ár.
Sem betur fer sýnist mér að þessi þróun
sé að gefa okkur kraftmiklar fjölskyldur
sem geti keppt við þennan innflutning,“
segir Guðni.
,,Það sem ég hef mestar áhyggjur af og
þarf að taka á, snýr bæði að mjólkurfram-
leiðslunni og ekki síður að sauðfénu, en
enn eru um 2.000 sauðfjárbú í landinu.
Framundan er frelsi í greiðslumarki og
við þurfum að fara yfir það með bænda-
samtökunum og forystumönnum lands-
sambanda sauðfjárbænda og kúabænda
hversu dýru verði greiðslumark hefur ver-
ið að seljast. Þótt það sé gott fyrir þann
sem er að fara úr búskap að fá sem hæst
verð, þá verður líka að hugsa um þá sem
ætla að sitja eftir og framleiða og stunda
þessa atvinnugrein í samkeppni. Ég held
því að við þurfum að velta því mjög vel fyr-
ir okkur á næstunni, hvort þetta fyrir-
komulag, sem verið hefur í mjólkinni, sé
það fyrirkomulag sem við eigum að búa
við áfram eða að reyna að leita sátta um
nýjar leiðir, þar sem raunverulegur mark-
aður ræður ferðinni, og þar með að rétt-
urinn til að framleiða mjólk eða kjöt verði
seldur á sanngjörnu verði manna á milli.
Það hægir kannski á einhverri þróun, en
styrkir þá sem við þetta vinna,“ segir
Guðni.
– Ertu þá að tala um að skipta alveg um
kerfi og taka upp nýtt?
,,Ég sé það ekki fyrir mér. Ég held að
það sé alltaf erfitt að komast út úr þessum
kerfum. En menn verða að setjast yfir
þetta og meta kosti þessara kerfa. Ég tel
að þau hafi reynst okkur nokkuð þokka-
lega og að við eigum að styðjast við þau
áfram, þótt enginn geti ábyrgst að þau
verði við lýði um aldur og ævi,“ svarar
Guðni.
– Í nýlegri úttekt Rannsóknarráðs Ís-
lands, Rannís, kemur fram að kostnaður
við mjólkurframleiðslu sé 2,5 sinnum
meiri hér en í Danmörku og er mælt með
enn frekari stækkun kúabúa því auka
þurfi framleiðni og arðsemi í greininni svo
við stöndumst erlenda samkeppni. Ertu
sammála þessu?
,,Ég tek auðvitað undir að framtíðarinn-
ar vegna verði menn að ganga eitthvað
áfram þessa götu. Við erum ekki með
nema 28 kýr að meðaltali á hvern bónda
en Danir eru með 68 kýr á hvert bú. Danir
eru að vísu á heimsmarkaði með sína
framleiðslu.“
– Sama þróun hefur orðið í mjólkuriðn-
aðinum, vinnslustöðvum fækkar, mjólkur-
samlög sameinast og sér-
hæfing fer vaxandi. Ertu
ánægður með þessar
breytingar?
,,Það er mjög ánægju-
legt að sjá hvað mjólkur-
iðnaðurinn hefur spjarað
sig, ekki bara hér innan-
lands, heldur á heims-
markaði, eins og sjá má m.a. af þeim verð-
launum sem okkar fólk í
mjólkuriðnaðinum hefur verið að fá. Við
eigum að vera stolt af því, en það er hins
vegar mikilvægt að hagræða í milliliða-
kerfinu bæði vegna samþjöppunar í smá-
sölu og ekki síður þeirrar samkeppni er-
lendis frá sem menn mæta. Ég er þeirrar
skoðunar að sú samvinna og verkaskipt-
ing sem hefur ríkt á milli mjólkurbúanna
hafi sparað mikla peninga og gert að verk-
um, að okkur er það skipulag mikilvægt.
Ég tel þó samt sem áður að þeir sem nú
stýra mjólkuriðnaðinum og bændurnir
þurfi að meta þessa stöðu og komast að
niðurstöðu um hvort þetta fyrirkomulag
getur staðist til framtíðar eða hvort þeir
þurfa enn að fækka mjólkurbúum og jafn-
vel að sameina þau undir einni yfirstjórn.
Ég hef þó fundið að neytandinn vill hafa
ákveðna samke
séu að keppa í v
– Formaður
miklar líkur á a
tvö fyrirtæki í þ
anlandsmarkað
,,Mér er sag
keppa á heimsm
sín mjólkurbú
fyrirtækin séu
eitthvað sem mj
ur að velta fyrir
verra ef allur m
undir eitt fyrir
neytendur yrðu
þetta er spurni
ina,“ segir Guðn
Bændur f
og fari m
– Öðru hverj
aðila á að kom
Gæti ekki verið
aðrir drykkjarv
ust hlut eða kæ
lögin?
,,Mjólkuriðna
inn fyrir því að
allra best í þágu
áherslu á að bæ
og fari með mj
huga að þessu
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra s
Mikilv
í mi
Landbúnaðurinn þarf að geta staðist a
hagræða í milliliðakerfinu vegna samþ
Í samtali við Ómar Friðriksson gagnrý
og segir Framsó
„Framundan
bændasamtök
bænda hvers
’ Uppstokkunheppileg fyrir
báða stjórn-
arflokkana ‘
30 ÁR FRÁ MYNDUN STJÓRN-
MÁLASAMBANDS VIÐ KÍNA
Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því aðstjórnmálasamband komst á milliÍslands og Kína. Þá höfðu komm-
únistar verið við völd í Kína frá árinu
1949, en á Taívan, sem þá var kallað
Formósa, höfðust við forystumenn
Kuomintang, sem barist hafði gegn
kommúnistum um yfirráð yfir Kína með
Chiang Kai-shek í broddi fylkingar.
Stjórnvöld í Kína höfðu verið litin
hornauga víðast hvar á Vesturlöndum og
margir vildu líta á Kuomintang sem hin
réttu yfirvöld Kína. Árið 1971 var hins
vegar vendipunktur. Þá um sumarið
hafði Henry Kissinger farið í leynilega
heimsókn til Kína. Í október það ár fékk
stjórn Kínverska alþýðulýðveldisins að-
ild að Sameinuðu þjóðunum í stað stjórn-
ar Taívan. Í fréttatilkynningu, sem rík-
isstjórn Íslands undir forystu Ólafs
Jóhannessonar forsætisráðherra gaf þá
út, sagði að hún hefði það markmið að
Kínverska alþýðulýðveldið tæki sæti
Kína í Sameinuðu þjóðunum og myndi
styðja tillögur í þá veru án þess þó að
gerast flytjandi þeirra. Ísland studdi
síðan inngöngu Kínverska alþýðulýð-
veldisins í S.þ. en greiddi atkvæði gegn
tillögu Bandaríkjanna og Japans um að
meina Alþýðulýðveldinu inngöngu.
Sigurður Bjarnason, sendiherra Ís-
lands í Kaupmannahöfn, lék stórt hlut-
verk í að koma á stjórnmálasambandi við
Kína. Í byrjun nóvember 1971 gekk hann
á fund Yueh Siang, sendiherra Kína í
Kaupmannahöfn, og tilkynnti honum að
Íslendingar vildu semja við Kínverja um
stjórnmálasamband. Þar sem engin
tengsl voru við ríkisstjórnina á Formósu
gekk vel að ganga frá samningum í við-
ræðum sendiráða ríkjanna í Kaup-
mannahöfn. 8. desember var stofnað
stjórnmálasamband og 14. desember
undirrituðu Sigurður Bjarnason og
Yueh Siang samkomulag um það í Kaup-
mannahöfn. Af því tilefni birti Dagblað
alþýðunnar í Peking leiðara þar sem
vitnað var í þau orð Maós formanns að
sérhver þjóð, stór eða smá, hefði sínar
sterku og veiku hliðar og síðan sagði:
„Við munum ávallt, eins og fyrr og nú,
berjast með smærri þjóðum gegn valda-
stefnu og yfirdrottnun risaþjóðanna.“
Wang Ronghua, sendiherra Kína á Ís-
landi, segir í samtali við Morgunblaðið í
dag að margt sé ólíkt með Íslandi og
Kína, en verslun og viðskipti hafi aukist
og muni enn aukast vegna inngöngu
Kína í Heimsviðskiptastofnunina.
Stjórnarfari í Kína er að mörgu leyti
ábótavant, en ástandið þar er þó allt
annað á okkar dögum en það var fyrir
þrjátíu árum. Því hefur löngum verið
haldið fram að það sé betri kostur að
eiga samskipti við ríki heims, hvernig
sem stjórnarfarinu er háttað, en að ein-
angra þau. Með samskiptunum skapist
þrýstingur, sem annars væri ekki til
staðar, á þau ríki, sem ekki virða grund-
vallarmannréttindi.
Samskipti Íslands og Kína hafa verið
góð frá því að stjórnmálasamband komst
á. Kínverjar opnuðu þegar sendiráð í
Reykjavík, en Íslendingar ekki í Peking
fyrr en löngu síðar. Það fór ekki fram hjá
þeim sem bjuggu nærri kínverska sendi-
ráðinu við Víðimel, að komnir voru nýir
nágrannar í hverfið, og vinalegt viðmót
þeirra eyddi fljótt tortryggni.
Samskiptin hafa þó ekki alltaf verið
dans á rósum og nægir þar að minna á
kröftug mótmæli kínverska sendiherr-
ans í Reykjavík þegar varaforseti Taív-
ans kom hingað í heimsókn fyrir nokkr-
um árum. Slíkar uppákomur hafa þó
fremur verið undantekning en regla og
aukin þátttaka Kínverja í heimsviðskipt-
um samfara aukinni hnattvæðingu mun
væntanlega tryggja að samskipti þjóð-
anna verði áfram vinsamleg.
SKÓLAKERFI ÁN SVIGRÚMS
Niðurstöður nýlegrar könnunar ánámsárangri nemenda í grunnskól-
um OECD-ríkjanna vekja spurningar
um uppbyggingu íslensks menntakerfis.
Í könnuninni kemur í ljós að íslenskir
nemendur standa þeim þjóðum sem best
koma út úr henni nokkuð að baki. Hlut-
fall nemenda sem sýndu hámarksgetu
var töluvert lægra hér en í þeim löndum
sem komu best út. Í Ástralíu, Kanada,
Finnlandi, Nýja-Sjálandi og Bretlandi
er hlutfall nemenda sem ná hámarksár-
angri á milli 15 og 19%. Á Íslandi er það
9%.
Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður
Námsmatsstofnunar, sagði þegar niður-
stöðurnar voru kynntar í vikunni að þær
bentu til þess að í íslenskum skólum
fengi allstór hópur nemenda ekki nægi-
lega verðug verkefni að kljást við eða
fullnýtti ekki getu sína í grunnskólanum.
Hann sagðist telja að skoða yrði hvort og
hvernig hækka mætti þetta hlutfall með
því að gera betur við bestu nemendurna.
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
kvaðst þess jafnframt fullviss að Íslend-
ingar gætu átt mun hærra hlutfall nem-
enda í efsta þrepinu.
Það þarf þó ekki að koma á óvart að
hlutfall nemenda sem stóðu sig illa í
prófinu á Íslandi er lægra en OECD-
meðaltalið. Bilið á milli besta og lakasta
árangurs var því fremur lítið á Íslandi og
taldi Júlíus það endurspegla einsleitni
íslenska skólakerfisins. Hann sagði það
styðja þá hugmynd að á Íslandi væri
ekki um að ræða marktæka mismunun í
námi eftir skólum, hverfum, landshlut-
um eða efnahag skóla.
Það er mjög jákvætt að vita til þess að
hérlendis býr æska landsins við jafnrétti
til náms. Það er hins vegar áhyggjuefni
að hér skuli ekki vera lögð áhersla á að
draga fram það besta í hverjum einstak-
lingi, og námsmenn sem sýna góðan ár-
angur séu af þeim sökum hlutfallslega
færri hér en í samanburðarlöndunum.
Með því að sinna ekki þeim sem standa
sig vel í grunnskóla og veita þeim nægi-
legt aðhald og stuðning til að þroska
hæfileika sína vanrækir samfélagið
ákveðna auðlind. Menntun skiptir æ
meira máli í nútímasamfélagi og nýsköp-
un og hagvöxtur er víða drifinn áfram af
hugvitssömu, vel menntuðu fólki.
Viðleitni til að rétta hlut þessa hóps
hefur þó verið fyrir hendi undanfarin ár
og hefur m.a. verið stefnt að því að auka
sveigjanleika íslensks skólakerfis.
Grunnskólalög heimila að nemandi ljúki
námi úr grunnskóla á skemmri tíma en
venjulegt er, en framkvæmd þessarar
heimildar er mjög óljós. Ýmislegt bendir
til þess að skólayfirvöld hafi á undan-
förnum árum gert sér grein fyrir ólíkum
þörfum grunnskólanema og séu farin að
taka mið af því í auknum mæli. Ekki hef-
ur þó verið nóg að gert og taka verður af
skarið um aðgerðir í þessum málum, svo
að komið verði í veg fyrir að næstu kyn-
slóðir lúti lögmálum meðalmennskunn-
ar.